Guðmundur: Ævintýri frá upphafi til enda Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. janúar 2018 12:24 Guðmundur var ekki fjarri því að vinna Asíumótið með Barein en lið hans stóð í fjölþjóðlegu liði Katar. vísir/getty Handboltaþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson segir óvíst hvað taki við hjá sér nú þegar Asíumótinu í handbolta er lokið. Þar kom hann liði Barein í úrslitaleikinn þar sem liðið tapaði naumlega gegn Katar. „Ég er á förum aftur til Barein í kvöld og verð þar í nokkra daga áður en ég kem heim. Kannski býður kóngurinn okkur í heimsókn,“ sagði Guðmundur léttur í bragði er Vísir heyrði í honum í Suður-Kóreu í dag. Stóru verkefni lokið hjá okkar manni sem er himinlifandi með uppskeruna.Þreyttur á fjölmiðlafárinu „Þetta er búið að vera eitt ævintýri frá upphafi til enda. Margir skildu ekki af hverju ég fór í þetta starf. Það eru ýmsar ástæður fyrir því. Mig langaði að prófa eitthvað nýtt og öðruvísi. Mig langaði að sjá hvað ég gæti hjálpað svona liði mikið. Ég var líka kominn með nóg af þessu fjölmiðlafári í Danmörku,“ segir Guðmundur en hann segir mikið hafa breyst hjá landsliði Barein síðan hann tók við því. „Liðið er búið að bæta sig rosalega mikið. Er ég kom í ágúst þá gat liðið varla hlaupið hraðaupphlaup skammlaust. Um eitt þúsund hraðaupphlaupsæfingum síðar þá eru þeir nú að verða alveg ágætir. Ég er búinn að kenna þeim að stimpla og leikaðferðir. Það voru engar leikaðferðir áður en ég kom. Það var enginn skilningur á því af hverju þetta og hitt var spilað. Ég þurfti líka að kenna þeim varnarleik og strategíu. Það eru búnir að vera endalausir myndbandsfundir. Þeir hafa aldrei fengið svona tilsögn og þjálfun áður. Það hafa þeir sagt mér. Það er því búið að vera ævintýri að taka þátt í þessu og upplifa svona.“Guðmundur er alltaf líflegur á hliðarlínunni.vísir/gettyStoltur af minni vinnu Þjálfarinn sigursæli segist koma úr þessu ævintýri reynslunni ríkari. „Það er frábært að fá að þjálfa í svona umhverfi og að kynnast öðrum menningarheimi. Varðandi æfingar og hugsun manna. Þetta er allt annað landslag en ég þekki. Ég er mjög stoltur af því hvernig liðið spilaði í úrslitaleiknum gegn Katar og stoltur af minni vinnu. Ég verð bara að segja það og ætla ekkert að draga úr því. Við spilum virkilega vel á móti þrælsterku Katarliði,“ segir Guðmundur en ólíkt hans liði er uppistaðan í liði Katar leikmenn sem Katarar hafa fengið til þess að spila fyrir landslið þjóðarinnar. „Það var öll þjóðin í Barein að fylgjast með þessu og löndin við Persaflóa, fyrir utan Katar, líta á okkur sem sigurvegarana. Þannig tala menn. Ég er bara með heimamenn og þetta eru ekki einu sinni atvinnumenn í íþróttinni. Þeir komast stundum ekki á æfingar út af vinnu.“Ekki rætt við HSÍ Samningur Guðmundar við Barein var fram yfir Asíumótið og því velta menn því eðlilega fyrir sér hvað sé næst á dagskrá hjá þjálfaranum. „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun með framhaldið. Ég er mjög þreyttur eftir þetta verkefni. Ég hef gefið jafn mikið af mér hér og ég hef gert annars staðar. Nú er ég búinn að vera í burtu frá fjölskyldunni í tvo mánuði. Ég hef unnið mjög hörðum höndum og er því búinn á því. Það er samt allt opið hjá mér í framhaldinu,“ segir Guðmundur sem ætlar að draga andann rólega næstu misserin. HSÍ er án landsliðsþjálfara þar sem samningur Geirs Sveinssonar við sambandið er að renna út. Hefði Guðmundur áhuga á að taka við íslenska landsliðinu á nýjan leik? „Ég vil ekki tjá mig um það þar sem það er ekki búið að bjóða mér það. Mér finnst því ekki vera við hæfi að tala um það,“ segir Guðmundur en þrálátur orðrómur hefur verið uppi um að hann sé að fara að taka við liðinu. Þjálfarinn gefur lítið fyrir slíkar sögur. „Það er nú ekki svo. Ég hef ekkert talað við HSÍ og þessar sögur eru ekki réttar. Svona er staðan í dag og við sjáum hvað setur hjá mér næst. Það er allt opið.“ Handbolti Tengdar fréttir Guðmundur og Barein þurftu að sætta sig við silfur Guðmundur Guðmundsson og hans menn í Barein töpuðu í úrslitaleik Asíumótsins nú í morgun gegn liði Katar 33-31. 28. janúar 2018 10:00 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Handboltaþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson segir óvíst hvað taki við hjá sér nú þegar Asíumótinu í handbolta er lokið. Þar kom hann liði Barein í úrslitaleikinn þar sem liðið tapaði naumlega gegn Katar. „Ég er á förum aftur til Barein í kvöld og verð þar í nokkra daga áður en ég kem heim. Kannski býður kóngurinn okkur í heimsókn,“ sagði Guðmundur léttur í bragði er Vísir heyrði í honum í Suður-Kóreu í dag. Stóru verkefni lokið hjá okkar manni sem er himinlifandi með uppskeruna.Þreyttur á fjölmiðlafárinu „Þetta er búið að vera eitt ævintýri frá upphafi til enda. Margir skildu ekki af hverju ég fór í þetta starf. Það eru ýmsar ástæður fyrir því. Mig langaði að prófa eitthvað nýtt og öðruvísi. Mig langaði að sjá hvað ég gæti hjálpað svona liði mikið. Ég var líka kominn með nóg af þessu fjölmiðlafári í Danmörku,“ segir Guðmundur en hann segir mikið hafa breyst hjá landsliði Barein síðan hann tók við því. „Liðið er búið að bæta sig rosalega mikið. Er ég kom í ágúst þá gat liðið varla hlaupið hraðaupphlaup skammlaust. Um eitt þúsund hraðaupphlaupsæfingum síðar þá eru þeir nú að verða alveg ágætir. Ég er búinn að kenna þeim að stimpla og leikaðferðir. Það voru engar leikaðferðir áður en ég kom. Það var enginn skilningur á því af hverju þetta og hitt var spilað. Ég þurfti líka að kenna þeim varnarleik og strategíu. Það eru búnir að vera endalausir myndbandsfundir. Þeir hafa aldrei fengið svona tilsögn og þjálfun áður. Það hafa þeir sagt mér. Það er því búið að vera ævintýri að taka þátt í þessu og upplifa svona.“Guðmundur er alltaf líflegur á hliðarlínunni.vísir/gettyStoltur af minni vinnu Þjálfarinn sigursæli segist koma úr þessu ævintýri reynslunni ríkari. „Það er frábært að fá að þjálfa í svona umhverfi og að kynnast öðrum menningarheimi. Varðandi æfingar og hugsun manna. Þetta er allt annað landslag en ég þekki. Ég er mjög stoltur af því hvernig liðið spilaði í úrslitaleiknum gegn Katar og stoltur af minni vinnu. Ég verð bara að segja það og ætla ekkert að draga úr því. Við spilum virkilega vel á móti þrælsterku Katarliði,“ segir Guðmundur en ólíkt hans liði er uppistaðan í liði Katar leikmenn sem Katarar hafa fengið til þess að spila fyrir landslið þjóðarinnar. „Það var öll þjóðin í Barein að fylgjast með þessu og löndin við Persaflóa, fyrir utan Katar, líta á okkur sem sigurvegarana. Þannig tala menn. Ég er bara með heimamenn og þetta eru ekki einu sinni atvinnumenn í íþróttinni. Þeir komast stundum ekki á æfingar út af vinnu.“Ekki rætt við HSÍ Samningur Guðmundar við Barein var fram yfir Asíumótið og því velta menn því eðlilega fyrir sér hvað sé næst á dagskrá hjá þjálfaranum. „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun með framhaldið. Ég er mjög þreyttur eftir þetta verkefni. Ég hef gefið jafn mikið af mér hér og ég hef gert annars staðar. Nú er ég búinn að vera í burtu frá fjölskyldunni í tvo mánuði. Ég hef unnið mjög hörðum höndum og er því búinn á því. Það er samt allt opið hjá mér í framhaldinu,“ segir Guðmundur sem ætlar að draga andann rólega næstu misserin. HSÍ er án landsliðsþjálfara þar sem samningur Geirs Sveinssonar við sambandið er að renna út. Hefði Guðmundur áhuga á að taka við íslenska landsliðinu á nýjan leik? „Ég vil ekki tjá mig um það þar sem það er ekki búið að bjóða mér það. Mér finnst því ekki vera við hæfi að tala um það,“ segir Guðmundur en þrálátur orðrómur hefur verið uppi um að hann sé að fara að taka við liðinu. Þjálfarinn gefur lítið fyrir slíkar sögur. „Það er nú ekki svo. Ég hef ekkert talað við HSÍ og þessar sögur eru ekki réttar. Svona er staðan í dag og við sjáum hvað setur hjá mér næst. Það er allt opið.“
Handbolti Tengdar fréttir Guðmundur og Barein þurftu að sætta sig við silfur Guðmundur Guðmundsson og hans menn í Barein töpuðu í úrslitaleik Asíumótsins nú í morgun gegn liði Katar 33-31. 28. janúar 2018 10:00 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Guðmundur og Barein þurftu að sætta sig við silfur Guðmundur Guðmundsson og hans menn í Barein töpuðu í úrslitaleik Asíumótsins nú í morgun gegn liði Katar 33-31. 28. janúar 2018 10:00