Nýtt Íslandsmet slegið í Breiðdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. janúar 2018 08:48 Mestu meðalafurðir á nýliðnu ári voru hjá þeim Gróu Margréti og Sigurði á Brúsastöðum í Vatnsdal. Hér eru þau , ásamt kýrinni Kornu sem mjólkar mikið á sínu níunda mjaltaskeiði. Samkvæmt ársuppgjöri afurðaskýrsluhalds í mjólkurframleiðslu fyrir nýliðið ár mjólka kýrnar á bænum Brúsastöðum í Vatnsdal allra mest yfir landið. Þá var nythæsta kýrin á landinu síðasta ár kýr númer 851 á Innri-Kleif í Breiðdal og setti hún nýtt Íslandsmet en hún mjólkaði 14.199 kg með 3,64% fitu og 3,33% prótein. Fram kemur í ársuppgjörinu að mest meðalnyt eftir árskú 2017 var á Brúsastöðum eða 8.937 kg á árskú. Búið var einnig afurðahæsta búið árið 2016, auk þess sem það vermdi efsta sæti listans árin 2013 og 2014. Á Brúsastöðum búa hjónin Gróa Margrét Lárusdóttir og Sigurður E. Ólafssonar með um 50 kýr. Árangur búsins er stórglæsilegur enda fékk búið landbúnaðarverðlaunin 2015 þar sem kom m.a. fram að búinu sé sinnt af miklum myndarskap, jafnt hvað umhirðu og góðan árangur varðar en jafnframt og ekki síður hvað ytra umhverfi og ásýnd við kemur.Nythæsta kýrin á Íslandi árið 2017, kýr númer 851, sem setti Íslandsmet með því að mjólka 14.199 kg á bænum Innri-Kleif. Hún er nú komin í Sumarlandið.mynd//Gunnlaugur Ingólfsson.„Við erum mjög ánægð og stolt með þennan árangur, það er alltaf gaman þegar gengur vel, okkar kýr hafa mjólkað vel og við vonum að svo verði áfram“, segir Sigurður.Íslandsmethafi úr Breiðdal Nythæsta kýrin á landinu árið 2017 var kýr númer 851 á bænum Innri-Kleif í Breiðdal, undan Ými Skandalssyni, en hún mjólkaði 14.199 kg með 3,64% fitu og 3,33% prótein og sló þar með árs gamalt Íslandsmet Nínu á Brúsastöðum sem var 13.833 kg. Því miður þurfti að fella íslandsmethafann núna í byrjun janúar vegna júgurbólgu en kýrin var á sínu þriðja mjaltaskeiði. „Þessi kýr var mikill kostagripur, enda mikil eftirsjá í henni. Hún sýndi strax hæfileika sína á fyrsta mjólkurskeiði þegar hún fór hæst í 37 kg dagsnyt. Á nýliðnu ári fór hún hæst í 57,0 kg dagsnyt og var enn í 28 kg nyt í desember síðastliðnum“, segir Gunnlaugur Ingólfsson, bóndi á Innri-Kleif sem segist alltaf nefna kýrnar sínar með númerum, ekki nöfnum, vegna skýrsluhaldsins. Dýr Landbúnaður Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Sjá meira
Samkvæmt ársuppgjöri afurðaskýrsluhalds í mjólkurframleiðslu fyrir nýliðið ár mjólka kýrnar á bænum Brúsastöðum í Vatnsdal allra mest yfir landið. Þá var nythæsta kýrin á landinu síðasta ár kýr númer 851 á Innri-Kleif í Breiðdal og setti hún nýtt Íslandsmet en hún mjólkaði 14.199 kg með 3,64% fitu og 3,33% prótein. Fram kemur í ársuppgjörinu að mest meðalnyt eftir árskú 2017 var á Brúsastöðum eða 8.937 kg á árskú. Búið var einnig afurðahæsta búið árið 2016, auk þess sem það vermdi efsta sæti listans árin 2013 og 2014. Á Brúsastöðum búa hjónin Gróa Margrét Lárusdóttir og Sigurður E. Ólafssonar með um 50 kýr. Árangur búsins er stórglæsilegur enda fékk búið landbúnaðarverðlaunin 2015 þar sem kom m.a. fram að búinu sé sinnt af miklum myndarskap, jafnt hvað umhirðu og góðan árangur varðar en jafnframt og ekki síður hvað ytra umhverfi og ásýnd við kemur.Nythæsta kýrin á Íslandi árið 2017, kýr númer 851, sem setti Íslandsmet með því að mjólka 14.199 kg á bænum Innri-Kleif. Hún er nú komin í Sumarlandið.mynd//Gunnlaugur Ingólfsson.„Við erum mjög ánægð og stolt með þennan árangur, það er alltaf gaman þegar gengur vel, okkar kýr hafa mjólkað vel og við vonum að svo verði áfram“, segir Sigurður.Íslandsmethafi úr Breiðdal Nythæsta kýrin á landinu árið 2017 var kýr númer 851 á bænum Innri-Kleif í Breiðdal, undan Ými Skandalssyni, en hún mjólkaði 14.199 kg með 3,64% fitu og 3,33% prótein og sló þar með árs gamalt Íslandsmet Nínu á Brúsastöðum sem var 13.833 kg. Því miður þurfti að fella íslandsmethafann núna í byrjun janúar vegna júgurbólgu en kýrin var á sínu þriðja mjaltaskeiði. „Þessi kýr var mikill kostagripur, enda mikil eftirsjá í henni. Hún sýndi strax hæfileika sína á fyrsta mjólkurskeiði þegar hún fór hæst í 37 kg dagsnyt. Á nýliðnu ári fór hún hæst í 57,0 kg dagsnyt og var enn í 28 kg nyt í desember síðastliðnum“, segir Gunnlaugur Ingólfsson, bóndi á Innri-Kleif sem segist alltaf nefna kýrnar sínar með númerum, ekki nöfnum, vegna skýrsluhaldsins.
Dýr Landbúnaður Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Sjá meira