Erlent

Gerðu árás á herstöð í Kabúl

Atli Ísleifsson skrifar
Mikill órói hefur verið í Kabúl síðustu vikur.
Mikill órói hefur verið í Kabúl síðustu vikur. Vísir/AFP
Vígamenn gerðu í nótt árás á herstöð í grennd við herskólann í afgönsku höfuðborginni Kabúl og skutu til bana að minnsta kosti fimm afganska hermenn og særðu tíu.

Fimm vígamenn frá hryðjuverkasamtökunum ISIS stóðu fyrir árásinni og hafa fjórir þeirra verið felldir og einn handsamaður að því er segir í frétt um málið á vef breska ríkisútvarpsins.

Mikill órói hefur verið í Kabúl síðustu vikur og á laugardag sprengdu vígamenn bílsprengju sem grandaði að minnsta kosti hundrað manns í höfuðborginni, þegar sjúkrabíll fylltur sprengiefnum sprakk í loft upp.

Talíbanar lýstu ábyrgð á þeirri árás og hafa hryðjuverkasamtökin skiptst á að gera árásir í landinu síðustu vikur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×