Stærstu og feitustu hundar landsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. janúar 2018 20:16 Nokkrir af stærstu og feitustu hundum landsins komu saman í dag en þeir eru allir skyldir. Hundarnir geta náð allt að 200 kílóa þyngd. Það var mikið fjör í Hellisskógi á Selfossi þegar nokkrir af hundunum koma saman. Hluti af þeim á heima á Selfossi og hluti á höfuðborgarsvæðinu. Innan við 30 hundar af þessari tegund eru til á Íslandi. „Þeir eru sem sagt blendingar af frönskum mastiff og bullmastiff,“ segir Eyjólfur Ari Jónsson, einn af eigendum hundanna. „Þeir eru þriggja ára og við erum með eina fimm ára tík líka.“ Eyjólfur segir hundana yfirleitt ná um 120 kílóa þyngd en sá þyngsti sem hann hafi séð hafi verið 200 kíló og risa stór. „Þetta eru voða rólegir hundar, þó þeir virki ekki þannig núna.“ Það var mikill leikur í hundunum þegar þeir komu saman í dag eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Eyjólfur á stærsta hund hópsins sem heitir Þór. Hann segir þetta vera mikla heimilishunda. „Þeir liggja bara í leti allan daginn og það er ekkert vesen á þeim. Það er aðallega stærðin á þeim sem að flækist fyrir fólki en annars er þetta bara eins og ofvaxinn chihuahua.“ Sara Mjöll á hundinn Hektor sem er fjögurra ára gamall. „Þetta er litla barnið mitt. Það er svolítið svoleiðis,“ segir Sara og bætir við: „Eða stóra barnið.“ Hún segir þessa hunda vera mjög trausta og þeir séu mjög næmir. „Þetta er mannlegasti hundur sem að ég hef nokkurn tímann kynnst.“ Dýr Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjá meira
Nokkrir af stærstu og feitustu hundum landsins komu saman í dag en þeir eru allir skyldir. Hundarnir geta náð allt að 200 kílóa þyngd. Það var mikið fjör í Hellisskógi á Selfossi þegar nokkrir af hundunum koma saman. Hluti af þeim á heima á Selfossi og hluti á höfuðborgarsvæðinu. Innan við 30 hundar af þessari tegund eru til á Íslandi. „Þeir eru sem sagt blendingar af frönskum mastiff og bullmastiff,“ segir Eyjólfur Ari Jónsson, einn af eigendum hundanna. „Þeir eru þriggja ára og við erum með eina fimm ára tík líka.“ Eyjólfur segir hundana yfirleitt ná um 120 kílóa þyngd en sá þyngsti sem hann hafi séð hafi verið 200 kíló og risa stór. „Þetta eru voða rólegir hundar, þó þeir virki ekki þannig núna.“ Það var mikill leikur í hundunum þegar þeir komu saman í dag eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Eyjólfur á stærsta hund hópsins sem heitir Þór. Hann segir þetta vera mikla heimilishunda. „Þeir liggja bara í leti allan daginn og það er ekkert vesen á þeim. Það er aðallega stærðin á þeim sem að flækist fyrir fólki en annars er þetta bara eins og ofvaxinn chihuahua.“ Sara Mjöll á hundinn Hektor sem er fjögurra ára gamall. „Þetta er litla barnið mitt. Það er svolítið svoleiðis,“ segir Sara og bætir við: „Eða stóra barnið.“ Hún segir þessa hunda vera mjög trausta og þeir séu mjög næmir. „Þetta er mannlegasti hundur sem að ég hef nokkurn tímann kynnst.“
Dýr Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjá meira