Íhuga að stöðva fjárveitingar til geimstöðvarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2018 21:00 Geimstöðin hefur verið á braut um jörðu í rúmlega sjö þúsund daga. Vísir/Getty Ríkisstjórn Donald Trump íhugar að skera á fjármagn til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og ekki reyna að framlengja líftíma hennar lengur en til 2024. Þegar Barack Obama var forseti var líftími hennar framlengdur til þess árs og er Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, að íhuga hvort og þá hvernig hægt sé að halda henni gangandi til ársins 2028. Hvíta húsið mun leggja fram fjárhagsáætlun sína í næsta mánuði en blaðamenn The Verge hafa séð drög að áætluninni og segja að þar komi fram að stöðva eigi fjárveitingar til geimstöðvarinnar.Geimstöðin hefur verið á braut um jörðu í rúmlega sjö þúsund daga, samkvæmt talningu NASA. Það tók um tvö ár að skjóta hlutum hennar á loft og setja hana saman. Geimfarar hafa haldið til í geimstöðinni frá árinu 2000 og verja þeir nú miklum tíma í að gera sjá um viðgerðir. NASA ver þremur til fjórum milljörðum dala í stöðina á ári og í heildina er talið að Bandaríkin hafi lagt 87 milljarða í hana. Donald Trump hefur heitið bjartri framtíð varðandi geimferðir Bandaríkjanna. Samkvæmt frétt Washington Post endurvakti hann hið opinbera Geimráð og hefur Hvíta húsið talað um að snúa aftur til tunglsins og að byggja þar bækistöð.NASA gaf út tilkynningu í dag þar sem segir að stofnunin standi við bakið á geimstöðinni þar sem hún sé grunnurinn að ferðum mannanna lengra út í geim. Sömuleiðis segir Boeing, fyrirtækið sem sér um rekstur stöðvarinnar fyrir NASA, að það væru mistök að framlengja ekki líftíma hennar. Slík ákvörðun gæti ógnað forystu Bandaríkjanna í geimferðum og sömuleiðis komið niður á vísindum og einkareknum fyrirtækjum eins og SpaceX, Orbital ATK og Sierre Nevada Corp. Í stað þess að verja miklum fjármunum í geimstöðina vilja bandarískir þingmenn að NASA þrói og framleiði eldflaugar og geimför sem komið geta mönnum lengra út í geim. Sömuleiðis væri hægt að þróa áðurnefnda tunglstöð. Einkafyrirtæki vinna að því að byggja geimstöðvar sem geta verið á braut um jörðu. Fyrirtækið Bigelow Aerospace hefur til dæmis sent einn hluta mögulegra framtíðar-geimstöðvar á braut um jörðu og er hann fastur við Alþjóðlegu geimstöðina. Það er þó alls ekki víst að einkafyrirtæki verði tilbúin og með nothæfar geimstöðvar á braut um jörðu árið 2024.Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá myndavélum á geimstöðinni og hér má sjá hvar hún er stödd. Broadcast live streaming video on Ustream Donald Trump Vísindi Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump íhugar að skera á fjármagn til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og ekki reyna að framlengja líftíma hennar lengur en til 2024. Þegar Barack Obama var forseti var líftími hennar framlengdur til þess árs og er Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, að íhuga hvort og þá hvernig hægt sé að halda henni gangandi til ársins 2028. Hvíta húsið mun leggja fram fjárhagsáætlun sína í næsta mánuði en blaðamenn The Verge hafa séð drög að áætluninni og segja að þar komi fram að stöðva eigi fjárveitingar til geimstöðvarinnar.Geimstöðin hefur verið á braut um jörðu í rúmlega sjö þúsund daga, samkvæmt talningu NASA. Það tók um tvö ár að skjóta hlutum hennar á loft og setja hana saman. Geimfarar hafa haldið til í geimstöðinni frá árinu 2000 og verja þeir nú miklum tíma í að gera sjá um viðgerðir. NASA ver þremur til fjórum milljörðum dala í stöðina á ári og í heildina er talið að Bandaríkin hafi lagt 87 milljarða í hana. Donald Trump hefur heitið bjartri framtíð varðandi geimferðir Bandaríkjanna. Samkvæmt frétt Washington Post endurvakti hann hið opinbera Geimráð og hefur Hvíta húsið talað um að snúa aftur til tunglsins og að byggja þar bækistöð.NASA gaf út tilkynningu í dag þar sem segir að stofnunin standi við bakið á geimstöðinni þar sem hún sé grunnurinn að ferðum mannanna lengra út í geim. Sömuleiðis segir Boeing, fyrirtækið sem sér um rekstur stöðvarinnar fyrir NASA, að það væru mistök að framlengja ekki líftíma hennar. Slík ákvörðun gæti ógnað forystu Bandaríkjanna í geimferðum og sömuleiðis komið niður á vísindum og einkareknum fyrirtækjum eins og SpaceX, Orbital ATK og Sierre Nevada Corp. Í stað þess að verja miklum fjármunum í geimstöðina vilja bandarískir þingmenn að NASA þrói og framleiði eldflaugar og geimför sem komið geta mönnum lengra út í geim. Sömuleiðis væri hægt að þróa áðurnefnda tunglstöð. Einkafyrirtæki vinna að því að byggja geimstöðvar sem geta verið á braut um jörðu. Fyrirtækið Bigelow Aerospace hefur til dæmis sent einn hluta mögulegra framtíðar-geimstöðvar á braut um jörðu og er hann fastur við Alþjóðlegu geimstöðina. Það er þó alls ekki víst að einkafyrirtæki verði tilbúin og með nothæfar geimstöðvar á braut um jörðu árið 2024.Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá myndavélum á geimstöðinni og hér má sjá hvar hún er stödd. Broadcast live streaming video on Ustream
Donald Trump Vísindi Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Sjá meira