Fjölgun ungs fólks á örorkulífeyri áhyggjuefni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. janúar 2018 15:59 Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK, segir að þörf sé á auknum sveigjanleika í samfélaginu. VIRK Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK – starfsendurhæfingarsjóðs, segir að það sé mikið áhyggjuefni fyrir samfélagið hversu mjög ungu fólki á örorkulífeyri hefur fjölgað. Til þess að vinna gegn þessari þróun telur Vigdís að vert sé að skoða vandann heildrænt í ljósi þess að það séu margir áhrifaþættir sem spili inn í. Vigdís var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vigdís er þeirrar skoðunar að samfélagið í heild þurfi að gera betur til þess að hjálpa betur ungu fólki að komast út á vinnumarkaðinn. „Við erum að vinna gott starf hjá Virk - það eru allar mælingar sem sýna það - en kerfið í heild sinni þarf að vinna betur saman þannig að við náum árangri, ekki bara í endurhæfingunni í að láta fólki líða betur og komast betur áfram heldur líka að við sjáum að fólk skili sér í meira mæli út á vinnumarkaðinn,“ segir Vigdís sem bendir á að samfélagið missi um það bil jafn marga út af vinnumarkaði og ættu að koma inn á ári.Miklar breytingar á liðnum árum„Ég held þetta sé reyndar mjög margþætt. Við þurfum að líta í eigið barm sem samfélag. Hvernig erum við að byggja þetta samfélag upp. Hvaða kröfur erum við að gera til sjálfra okkar og barna okkar? Stöndum við undir þessu? Við höfum breyst mjög mikið. Á fimmtíu árum höfum við breyst úr því að það voru einstaklingar sem voru heima við að sinna fjölskyldu, börnum, veikum foreldrum og svo framvegis. Nú er myndin ekki þannig og ég er heldur ekki að segja að hún eigi að vera þannig,“ segir Vigdís sem segir þó að þessi þróun hafi þau áhrif að rík þörf sé á sterku velferðarkerfi og sterkum félagslegan stuðning.Gagnverkun atvinnulífs og velferðarkerfisVigdís bendir á að í ljósi þróunarinnar sé bæði þörf fyrir sterkt atvinnulíf og velferðarkerfi. „Við tölum um að það þarf jú vissulega sterkt atvinnulíf til þess að halda uppi sterku velferðarkerfi en það þarf líka sterkt velferðarkerfi til að halda uppi sterku atvinnulífi. Ungir foreldrar geta ekki unnið úti til að búa til tekjur nema það sé sterkt velferðarkerfi á bak við þessa einstaklinga.“Brýn þörf fyrir bætta geðheilbrigðisþjónustu og heilsugæsluVigdís segir að það sé veruleg þörf fyrir bætta geðheilbrigðisþjónustu og eflingu heilsugæslu, þessir þættir, sem séu í ólagi, hafi bein áhrif á skjólstæðinga hennar. „Við erum að fá til okkar einstaklinga sem eru of veikir og hafa ekki fengið geðheilbrigðisþjónustu við hæfi og við erum líka að fá til okkar einstaklinga sem hefði verið hægt að gera svo miklu meira fyrir með miklu minni tilkostnaði fyrr innan heilsugæslunnar, sem dæmi.“Aukinn sveigjanleiki„Það vantar sveigjanleika fyrir einstaklinga sem geta átt góða tíma og slæma tíma,“ segir Vigdís því einstaklingar hafi mismunandi þarfir. „Okkur vantar sveigjanleika bæði í bótakerfið og samfélaginu í heild sinni. Við þurfum sjálf að taka okkur í gegn og vera með meiri sveigjanleika gagnvart einstaklingum sem hafa mismunandi starfsþrek á mismunandi tímum. Atvinnulífið þarf að koma inn með sveigjanleika, við þurfum að hjálpa atvinnulífinu að koma inn með sveigjanleika, það er það sem önnur lönd hafa farið út í, í raun og veru stutt við atvinnurekendur þannig að þeir geti sýnt þennan sveigjanleika á vinnumarkaði.“ Vigdís segir að leggja þurfi áherslu á aðgerðir til þess að koma ungu fólki út á vinnumarkað því rannsóknir sýni að það sé heilsu fólks og velferð þess fyrir bestu að vera þátttakendur í samfélaginu. „Það er jú það sem allir vilja og líka þessir ungu foreldrar. Það er það sem öryrkjar vilja. Þeir vilja taka þátt á vinnumarkaði við þurfum bara að gera þeim það kleift.“Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild. Heilbrigðismál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK – starfsendurhæfingarsjóðs, segir að það sé mikið áhyggjuefni fyrir samfélagið hversu mjög ungu fólki á örorkulífeyri hefur fjölgað. Til þess að vinna gegn þessari þróun telur Vigdís að vert sé að skoða vandann heildrænt í ljósi þess að það séu margir áhrifaþættir sem spili inn í. Vigdís var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vigdís er þeirrar skoðunar að samfélagið í heild þurfi að gera betur til þess að hjálpa betur ungu fólki að komast út á vinnumarkaðinn. „Við erum að vinna gott starf hjá Virk - það eru allar mælingar sem sýna það - en kerfið í heild sinni þarf að vinna betur saman þannig að við náum árangri, ekki bara í endurhæfingunni í að láta fólki líða betur og komast betur áfram heldur líka að við sjáum að fólk skili sér í meira mæli út á vinnumarkaðinn,“ segir Vigdís sem bendir á að samfélagið missi um það bil jafn marga út af vinnumarkaði og ættu að koma inn á ári.Miklar breytingar á liðnum árum„Ég held þetta sé reyndar mjög margþætt. Við þurfum að líta í eigið barm sem samfélag. Hvernig erum við að byggja þetta samfélag upp. Hvaða kröfur erum við að gera til sjálfra okkar og barna okkar? Stöndum við undir þessu? Við höfum breyst mjög mikið. Á fimmtíu árum höfum við breyst úr því að það voru einstaklingar sem voru heima við að sinna fjölskyldu, börnum, veikum foreldrum og svo framvegis. Nú er myndin ekki þannig og ég er heldur ekki að segja að hún eigi að vera þannig,“ segir Vigdís sem segir þó að þessi þróun hafi þau áhrif að rík þörf sé á sterku velferðarkerfi og sterkum félagslegan stuðning.Gagnverkun atvinnulífs og velferðarkerfisVigdís bendir á að í ljósi þróunarinnar sé bæði þörf fyrir sterkt atvinnulíf og velferðarkerfi. „Við tölum um að það þarf jú vissulega sterkt atvinnulíf til þess að halda uppi sterku velferðarkerfi en það þarf líka sterkt velferðarkerfi til að halda uppi sterku atvinnulífi. Ungir foreldrar geta ekki unnið úti til að búa til tekjur nema það sé sterkt velferðarkerfi á bak við þessa einstaklinga.“Brýn þörf fyrir bætta geðheilbrigðisþjónustu og heilsugæsluVigdís segir að það sé veruleg þörf fyrir bætta geðheilbrigðisþjónustu og eflingu heilsugæslu, þessir þættir, sem séu í ólagi, hafi bein áhrif á skjólstæðinga hennar. „Við erum að fá til okkar einstaklinga sem eru of veikir og hafa ekki fengið geðheilbrigðisþjónustu við hæfi og við erum líka að fá til okkar einstaklinga sem hefði verið hægt að gera svo miklu meira fyrir með miklu minni tilkostnaði fyrr innan heilsugæslunnar, sem dæmi.“Aukinn sveigjanleiki„Það vantar sveigjanleika fyrir einstaklinga sem geta átt góða tíma og slæma tíma,“ segir Vigdís því einstaklingar hafi mismunandi þarfir. „Okkur vantar sveigjanleika bæði í bótakerfið og samfélaginu í heild sinni. Við þurfum sjálf að taka okkur í gegn og vera með meiri sveigjanleika gagnvart einstaklingum sem hafa mismunandi starfsþrek á mismunandi tímum. Atvinnulífið þarf að koma inn með sveigjanleika, við þurfum að hjálpa atvinnulífinu að koma inn með sveigjanleika, það er það sem önnur lönd hafa farið út í, í raun og veru stutt við atvinnurekendur þannig að þeir geti sýnt þennan sveigjanleika á vinnumarkaði.“ Vigdís segir að leggja þurfi áherslu á aðgerðir til þess að koma ungu fólki út á vinnumarkað því rannsóknir sýni að það sé heilsu fólks og velferð þess fyrir bestu að vera þátttakendur í samfélaginu. „Það er jú það sem allir vilja og líka þessir ungu foreldrar. Það er það sem öryrkjar vilja. Þeir vilja taka þátt á vinnumarkaði við þurfum bara að gera þeim það kleift.“Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild.
Heilbrigðismál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira