Ísold datt ekki í hug að hún hlyti verðlaunin Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. janúar 2018 11:11 Ísold Uggadóttir, kvikmyndaleikstjóri, var valin besti leikstjórinn á lokahátíð Sundance-kvikmyndahátíðarinnar í Utah, Bandaríkjunum. Vísir/Ísold Ísold Uggadóttir, kvikmyndaleikstjóri, segir að það hafi verið svo mikil upphefð að hafa komist á Sundance-kvikmyndahátíðina að það hafi ekki hvarflað að henni að hún yrði valin besti leikstjórinn í flokki alþjóðlegra kvikmynda á hátíðinni fyrir kvikmyndina sína Andið eðlilega. Ísold var himinlifandi þegar blaðamaður Vísis náði tali af henni. Leikhópur kvikmyndarinnar Andið eðlilega fylgdi Ísold til Utah á hátíðina og var viðstaddur þegar Ísold hlaut hin mikils virtu verðlaun. Breytir það ekki öllu að vinna til verðlauna á kvikmyndahátíð af þessari stærðargráðu?„Jú, ég náttúrulega hef aldrei unnið til verðlauna fyrir mynd í fullri lengd, það er að segja þetta er fyrsta myndin mín í fullri lengd og fyrsta hátíðin þannig að það kemur allt í ljós hvaða þýðingu þetta hefur. Fyrir mig sjálfa þá var bara ótrúlegt að komast á þessa hátíð. Það var eitthvað svo fjarlægt að geta unnið til verðlauna og hvað þá sem besti leikstjórinn, það var eitthvað svo fjarlægur draumur og það er magnað að það hafi gerst!“Aðstandendur kvikmyndarinnar voru himinlifandi með verðlaunin.Vísir/afpAndið eðlilega hverfist um tvær konur sem báðar eru á erfiðum stað í lífinu. Önnur er flóttakona frá Gíneu-Bissá og hin er móðir í kröggum sem vinnur á Leifsstöð. Ísold leikstýrði og skrifaði handritið að myndinni. Kristín Þóra Halldórsdóttir og Babetida Sadjo fara með aðalhlutverkin. „Ég byrjaði að skrifa handritið 2012. Mér fannst ég vera að lesa margar átakanlegar sögur og fannst einhvern veginn borðleggjandi að ég sem kvikmyndaleikstjóri gerði mynd sem tengdist málefninu og þá fyrir vikið þá mætti ég á ýmsa fyrirlestra og las allt sem ég gat lesið og fór út í rannsóknarvinnu sjálf,“ segir Ísold þegar hún spurð hvort málefni flóttafólks væri henni ofarlega í huga.Andið eðlilega kemur í kvikmyndahús hér á landi um mánaðamótin febrúar og mars. Það er margt spennandi fram undan hjá leikstjóranum en Ísold heldur til Gautaborgar eftir fáeina daga og keppir um Drekaverðlaunin. Á föstudag verður Evrópufrumsýning myndarinnar á kvikmyndahátíðinni. „Maður er svo lengi að undirbúa svona bíómynd og svo loksins þegar hún er tilbúin er maður á fullu að undirbúa frumsýninguna fyrir Sundance og svo núna þegar hún er afstaðin var ég eiginlega ekki búin að hugsa lengra. Það er dálítill spuni í framhaldinu,“ segir Ísold. Þegar Ísold er spurð hvort hún hafi kannski ekki búist við því að vinna skellir hún upp úr og svarar: „Nei, mér datt það bara ekki í hug.“Hér að neðan er hægt að sjá brot úr myndinni Andið eðlilega. Tengdar fréttir Andið eðlilega í aðalkeppni á Sundance Annað skipti sem íslensk mynd ratar þangað. 29. nóvember 2017 22:28 Íslendingarnir geisluðu á rauða dreglinum á Sundance Íslenska kvikmyndin Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur var sýnd á kvikmyndahátíðinni Sundance í Park City í Bandaríkjunum. 23. janúar 2018 12:30 Ísold vann til verðlauna á Sundance-kvikmyndahátíðinni Íslenski leikstjórinn hlaut verðlaun sem besti leikstjórinn. 28. janúar 2018 07:50 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Ísold Uggadóttir, kvikmyndaleikstjóri, segir að það hafi verið svo mikil upphefð að hafa komist á Sundance-kvikmyndahátíðina að það hafi ekki hvarflað að henni að hún yrði valin besti leikstjórinn í flokki alþjóðlegra kvikmynda á hátíðinni fyrir kvikmyndina sína Andið eðlilega. Ísold var himinlifandi þegar blaðamaður Vísis náði tali af henni. Leikhópur kvikmyndarinnar Andið eðlilega fylgdi Ísold til Utah á hátíðina og var viðstaddur þegar Ísold hlaut hin mikils virtu verðlaun. Breytir það ekki öllu að vinna til verðlauna á kvikmyndahátíð af þessari stærðargráðu?„Jú, ég náttúrulega hef aldrei unnið til verðlauna fyrir mynd í fullri lengd, það er að segja þetta er fyrsta myndin mín í fullri lengd og fyrsta hátíðin þannig að það kemur allt í ljós hvaða þýðingu þetta hefur. Fyrir mig sjálfa þá var bara ótrúlegt að komast á þessa hátíð. Það var eitthvað svo fjarlægt að geta unnið til verðlauna og hvað þá sem besti leikstjórinn, það var eitthvað svo fjarlægur draumur og það er magnað að það hafi gerst!“Aðstandendur kvikmyndarinnar voru himinlifandi með verðlaunin.Vísir/afpAndið eðlilega hverfist um tvær konur sem báðar eru á erfiðum stað í lífinu. Önnur er flóttakona frá Gíneu-Bissá og hin er móðir í kröggum sem vinnur á Leifsstöð. Ísold leikstýrði og skrifaði handritið að myndinni. Kristín Þóra Halldórsdóttir og Babetida Sadjo fara með aðalhlutverkin. „Ég byrjaði að skrifa handritið 2012. Mér fannst ég vera að lesa margar átakanlegar sögur og fannst einhvern veginn borðleggjandi að ég sem kvikmyndaleikstjóri gerði mynd sem tengdist málefninu og þá fyrir vikið þá mætti ég á ýmsa fyrirlestra og las allt sem ég gat lesið og fór út í rannsóknarvinnu sjálf,“ segir Ísold þegar hún spurð hvort málefni flóttafólks væri henni ofarlega í huga.Andið eðlilega kemur í kvikmyndahús hér á landi um mánaðamótin febrúar og mars. Það er margt spennandi fram undan hjá leikstjóranum en Ísold heldur til Gautaborgar eftir fáeina daga og keppir um Drekaverðlaunin. Á föstudag verður Evrópufrumsýning myndarinnar á kvikmyndahátíðinni. „Maður er svo lengi að undirbúa svona bíómynd og svo loksins þegar hún er tilbúin er maður á fullu að undirbúa frumsýninguna fyrir Sundance og svo núna þegar hún er afstaðin var ég eiginlega ekki búin að hugsa lengra. Það er dálítill spuni í framhaldinu,“ segir Ísold. Þegar Ísold er spurð hvort hún hafi kannski ekki búist við því að vinna skellir hún upp úr og svarar: „Nei, mér datt það bara ekki í hug.“Hér að neðan er hægt að sjá brot úr myndinni Andið eðlilega.
Tengdar fréttir Andið eðlilega í aðalkeppni á Sundance Annað skipti sem íslensk mynd ratar þangað. 29. nóvember 2017 22:28 Íslendingarnir geisluðu á rauða dreglinum á Sundance Íslenska kvikmyndin Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur var sýnd á kvikmyndahátíðinni Sundance í Park City í Bandaríkjunum. 23. janúar 2018 12:30 Ísold vann til verðlauna á Sundance-kvikmyndahátíðinni Íslenski leikstjórinn hlaut verðlaun sem besti leikstjórinn. 28. janúar 2018 07:50 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Andið eðlilega í aðalkeppni á Sundance Annað skipti sem íslensk mynd ratar þangað. 29. nóvember 2017 22:28
Íslendingarnir geisluðu á rauða dreglinum á Sundance Íslenska kvikmyndin Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur var sýnd á kvikmyndahátíðinni Sundance í Park City í Bandaríkjunum. 23. janúar 2018 12:30
Ísold vann til verðlauna á Sundance-kvikmyndahátíðinni Íslenski leikstjórinn hlaut verðlaun sem besti leikstjórinn. 28. janúar 2018 07:50