Innlent

Um 90 manns taka þátt í leitinni í dag

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Björgunarsveitir taka þátt í leitinni í dag.
Björgunarsveitir taka þátt í leitinni í dag. Vísir/Vilhelm
Að minnsta kosti 90 manns taka nú þátt í leit að Ríkharði Péturssyni, sem hefur verið saknað frá því á þriðjudag. Umfangsmiklar leitaraðgerðir fóru fram í gær en þær báru ekki árangur.

Ríkharður fór frá heimili sínu á Selfossi síðdegis á þriðjudag en sneri ekki til síns heima. Hann er meðalmaður á hæð, grannvaxinn og var íklæddur svörtum buxum og svartri úlpu er hann yfirgaf heimili sitt.

Að sögn Frímanns Birgis Baldurssonar, lögregluvarðstjóra á Selfossi, verður lögð megináhersla á að leita innanbæjar á Selfossi og meðfram bökkum Ölfusár í dag.

Björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu, Árnessýslu og Rangárvallasýslu taka þátt í leitinni. Landhelgisgæslan tekur ekki þátt í leitarstörfum, líkt og í gær, en að sögn Frímanns verða sérhæfðir drónahópar frá Landsbjörgu og sérþjálfaðir menn í straumvatnsbjörgun með í leitinni í dag.

Til stendur að halda leitinni áfram á meðan dagsbirtu nýtur við, eða til klukkan fimm.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Ríkharðs eftir kl. 16:00 s.l. þriðjudag eru beðnir að hafa samband við lögregluna á Suðurlandi í síma 4442000, 112 eða á einkaskilaboðum á Facebook.

Frá vettvangi í dag.vísir/magnús hlynur
Frá vettvangi í dag.vísir/magnús hlynur
Frá vettvangi í dag.vísir/magnús hlynur

Tengdar fréttir

Lýst eftir Ríkharði Péturssyni

Ríkharður, sem er meðalmaður á hæð, grannvaxinn, fór frá heimili sínu að Eyrarvegi 46 á Selfossi um klukkan 16:00 síðastliðinn þriðjudag en ekki er vitað um ferðir hans eftir það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×