Veruleikarofnir álitsgjafar Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 27. janúar 2018 07:00 Það var helst í fréttum í gær að enn vantar mikið upp á að leikskólar og frístundaheimili grunnskólanna séu fullmönnuð í Reykjavík. Minnir þetta ástand á stöðuna víða úti á landi fyrir nokkrum áratugum. Engar fréttir voru um að það vantaði starfsfólk á skrifstofur borgarinnar. Fullmannað á Mannréttindaskrifstofunni, skrifstofa borgarstjóra fullmönnuð, allt pakkað á stjórnsýslusviðinu. Það var líka í fréttum í vikunni að tekjur Reykjavíkurborgar eru í hæstu hæðum, borgarbúar keppast við að borga meira og meira fyrir minni þjónustu. Ekki að undra að ánægjumælingar sýni að við erum ekki ánægð, borgin er ekki að standa sig, en nágrannasveitarfélögin blómstra. Ekki skrýtið að Dagur ákvað í nafni gegnsæis að hætta að mæla ánægjuna með þeim orðum að Reykvíkingar væru kröfuharðari en aðrir, sem sagt ekki hægt að gera þeim til geðs. En hvað myndi gleðja okkur? Það eru frekar einfaldir hlutir. Við viljum að börnin geti án vandræða verið á leikskólum og á frístundaheimilum, við viljum að borgin sé hrein, götur þvegnar og gras slegið, við viljum að ruslið sé sótt og við viljum að umferðin gangi greiðlega fyrir sig. Við viljum á hinn bóginn ekki að hundruðum milljóna sé varið í að þrengja götur, að gæluverkefni gangi fyrir grunnþjónustu eða borgarstjóra sem hverfur alltaf þegar á bjátar. Er hér fátt eitt nefnt og kannski er þetta kröfuharka. En á sama tíma fullyrða vinstrisinnaðir álitsgjafar að borgarstjórinn sé í sterkri stöðu. Það er í hrópandi mótsögn við mælda óánægju Reykvíkinga. Þetta veruleikarof álitsgjafanna er heillandi skrýtið, en ólíklegt að það trompi staðreyndir og dómgreind borgarbúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Það var helst í fréttum í gær að enn vantar mikið upp á að leikskólar og frístundaheimili grunnskólanna séu fullmönnuð í Reykjavík. Minnir þetta ástand á stöðuna víða úti á landi fyrir nokkrum áratugum. Engar fréttir voru um að það vantaði starfsfólk á skrifstofur borgarinnar. Fullmannað á Mannréttindaskrifstofunni, skrifstofa borgarstjóra fullmönnuð, allt pakkað á stjórnsýslusviðinu. Það var líka í fréttum í vikunni að tekjur Reykjavíkurborgar eru í hæstu hæðum, borgarbúar keppast við að borga meira og meira fyrir minni þjónustu. Ekki að undra að ánægjumælingar sýni að við erum ekki ánægð, borgin er ekki að standa sig, en nágrannasveitarfélögin blómstra. Ekki skrýtið að Dagur ákvað í nafni gegnsæis að hætta að mæla ánægjuna með þeim orðum að Reykvíkingar væru kröfuharðari en aðrir, sem sagt ekki hægt að gera þeim til geðs. En hvað myndi gleðja okkur? Það eru frekar einfaldir hlutir. Við viljum að börnin geti án vandræða verið á leikskólum og á frístundaheimilum, við viljum að borgin sé hrein, götur þvegnar og gras slegið, við viljum að ruslið sé sótt og við viljum að umferðin gangi greiðlega fyrir sig. Við viljum á hinn bóginn ekki að hundruðum milljóna sé varið í að þrengja götur, að gæluverkefni gangi fyrir grunnþjónustu eða borgarstjóra sem hverfur alltaf þegar á bjátar. Er hér fátt eitt nefnt og kannski er þetta kröfuharka. En á sama tíma fullyrða vinstrisinnaðir álitsgjafar að borgarstjórinn sé í sterkri stöðu. Það er í hrópandi mótsögn við mælda óánægju Reykvíkinga. Þetta veruleikarof álitsgjafanna er heillandi skrýtið, en ólíklegt að það trompi staðreyndir og dómgreind borgarbúa.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun