Fá ekki túlkaþjónustu þegar þær skilja við eiginmenn sína Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. janúar 2018 14:28 Sabine Leskopf og Nicole Leigh Mosty Vísir/Vilhelm Konur af erlendum uppruna rufu þögnina í gær og stigu fram með MeToo sögur af fordómum, útilokun, áreitni, mansali, vanrækslu og kynferðisofbeldi. Þessar sláandi frásagnir vöktu mikla athygli og bíða konurnar nú eftir viðbrögðum frá stjórnvöldum og stéttarfélögum. Þær Nicole Leigh Mosty kennari, verkefnastjóri og fyrrverandi þingmaður og Sabine Leskopf varaborgarfulltrúi voru í viðtali í Harmageddon í dag og ræddu þar umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna.Innflytjendur er mannauður„Ég held að það sé rosalega mikilvægt að gera sér grein fyrir að þessi mismunun er margþætt,“ segir Sabine. Hún hefur unnið í þessum málum frá árinu 2004 og verið í stjórn Samtaka kvenna af erlendum uppruna, vann í Alþjóðahúsi, situr nú í stjórn Kvennaathvarfsins og er í borgarstjórn. Sagði hún í samtali við Vísi að þrátt fyrir að fyrstu og annar kynslóðir innflytjenda séu 13 prósent íbúa hér á landi, séu meira en helmingur kvennanna í Kvennaathvarfinu af erlendum uppruna. „Það hefur alltaf verið mín lína að berjast svolítið á tveimur vígvöllum. Þessi hópur er til, sem verður fyrir grófu ofbeldi og svona en ég vil líka berjast fyrir því að við höfum rödd, að fólk geri sér grein fyrir að innflytjendur séu mannauður, að það geti verið þakklátt fyrir að fá okkur hingað,“ sagði Sabine í Harmageddon. „Það er það sem Vigdís Finnbogadóttir kenndi okkur, kenndi litlum stelpum að þær geti verið allt sem þær vilja.“ Benti hún á að börn, ekki bara þau sem eru innflytjendur, sjái konur af erlendum uppruna oftast ekki í sjónvarpinu, í valdastöðum og stjórnunarstöðum heldur að skúra í skólanum.Fá ekki túlk þegar þær skilja við eiginmanninn Sabine gagnrýnir að Sýslumaður telji sig geta sinnt sinni upplýsingaskyldu þó að fólk skilji ekki orð af því sem kemur fram. „Þeir panta ekki túlk þannig að kona sem kemur í skilnaðarviðtal hjá Sýslumanni er algjörlega háð makanum sem hún er að skilja við. Þær eru margar, ég veit um nokkur dæmi þar sem kona hefur afsalað sér forræði yfir börnunum sínum af því að þær skildu ekki hvað fer þarna fram.“ Nicole sé að þetta sé víðar, eins og hjá Barnaverndarnefnd. Hún hafi einu sinni fengið símtal frá grátandi konu í neyð vegna tungumálaerfiðleika. „Börnin hennar voru tekin af henni og hún vissi ekki nákvæmlega af hverju.“Hver ber ábyrgð?„Hver ber ábyrgð á þessum sögum sem eru hér? Alls ekki þessar konur, alls ekki,“ sagði Nicole um reynslusögur kvennanna. Hún sagði að hugrekki þeirra til að stíga fram með sínar sögur væri ákall eftir aðgerðum. „Ég bíð eftir að heyra viðbrögð frá til dæmis Ragnari hjá VR, Gylfa hjá ASÍ. Hvað ætla þau að gera á vinnumarkaðinum? Hvernig ætla þau að efla þekkingu á réttindum fólk sem er að starfa hjá þeim. [...] Halldór Benjamín í SA. Bara gjörðu svo vel, ég vil sjá ykkur í fjölmiðlum.“ Konurnar eru með framkvæmdaáætlun með aðgerðum tengdum opinberum stofnunum, sveitarfélögum og þeirra ábyrgð til þess að fræða, mennta og skýra leiðir fyrir innflytjendur. „Það er á okkar ábyrgð að valdefla hverja einustu manneskju sem er hér. Hvern einasta skattborgara.“ Viðtalið við Nicole og Sabine í Harmageddon má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. MeToo Tengdar fréttir Sögur kvenna af erlendum uppruna ríma við reynslu Kvennaathvarfsins Konur af erlendum uppruna bættust í hóp kvenna sem hafa sagt frá kynferðisofbeldi og áreitni í íslensku samfélagi. Sendu þær frá sér #metoo yfirlýsingu með sláandi sögum tuga kvenna. 26. janúar 2018 07:00 Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðu Í umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna á Facebook hafa 660 konur rætt sín á milli um kynferðisofbeldi, fordóma og útilokun. 97 þeirra hafa undirritað yfirlýsingu sem birtist á Kjarnanum í morgun. Meðfram yfirlýsingunni er áskorun til samfélagsins og 34 reynslusögur. 25. janúar 2018 09:13 Segir skeytingarleysi ríkja gagnvart konum af erlendum uppruna Framkvæmdastjóri Kvennaathvarfsins segir skeytingarleysi ríkja í samfélaginu þegar komi að ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna. 25. janúar 2018 19:45 Nauðgað á gólfinu sem hún skúraði Konur af erlendum uppruna sendu í dag frá sér 34 nafnlausar frásagnir, þar á meðal af fordómum, kúgun, heimilisofbeldi, áreitni og nauðgunum. 25. janúar 2018 10:08 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Konur af erlendum uppruna rufu þögnina í gær og stigu fram með MeToo sögur af fordómum, útilokun, áreitni, mansali, vanrækslu og kynferðisofbeldi. Þessar sláandi frásagnir vöktu mikla athygli og bíða konurnar nú eftir viðbrögðum frá stjórnvöldum og stéttarfélögum. Þær Nicole Leigh Mosty kennari, verkefnastjóri og fyrrverandi þingmaður og Sabine Leskopf varaborgarfulltrúi voru í viðtali í Harmageddon í dag og ræddu þar umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna.Innflytjendur er mannauður„Ég held að það sé rosalega mikilvægt að gera sér grein fyrir að þessi mismunun er margþætt,“ segir Sabine. Hún hefur unnið í þessum málum frá árinu 2004 og verið í stjórn Samtaka kvenna af erlendum uppruna, vann í Alþjóðahúsi, situr nú í stjórn Kvennaathvarfsins og er í borgarstjórn. Sagði hún í samtali við Vísi að þrátt fyrir að fyrstu og annar kynslóðir innflytjenda séu 13 prósent íbúa hér á landi, séu meira en helmingur kvennanna í Kvennaathvarfinu af erlendum uppruna. „Það hefur alltaf verið mín lína að berjast svolítið á tveimur vígvöllum. Þessi hópur er til, sem verður fyrir grófu ofbeldi og svona en ég vil líka berjast fyrir því að við höfum rödd, að fólk geri sér grein fyrir að innflytjendur séu mannauður, að það geti verið þakklátt fyrir að fá okkur hingað,“ sagði Sabine í Harmageddon. „Það er það sem Vigdís Finnbogadóttir kenndi okkur, kenndi litlum stelpum að þær geti verið allt sem þær vilja.“ Benti hún á að börn, ekki bara þau sem eru innflytjendur, sjái konur af erlendum uppruna oftast ekki í sjónvarpinu, í valdastöðum og stjórnunarstöðum heldur að skúra í skólanum.Fá ekki túlk þegar þær skilja við eiginmanninn Sabine gagnrýnir að Sýslumaður telji sig geta sinnt sinni upplýsingaskyldu þó að fólk skilji ekki orð af því sem kemur fram. „Þeir panta ekki túlk þannig að kona sem kemur í skilnaðarviðtal hjá Sýslumanni er algjörlega háð makanum sem hún er að skilja við. Þær eru margar, ég veit um nokkur dæmi þar sem kona hefur afsalað sér forræði yfir börnunum sínum af því að þær skildu ekki hvað fer þarna fram.“ Nicole sé að þetta sé víðar, eins og hjá Barnaverndarnefnd. Hún hafi einu sinni fengið símtal frá grátandi konu í neyð vegna tungumálaerfiðleika. „Börnin hennar voru tekin af henni og hún vissi ekki nákvæmlega af hverju.“Hver ber ábyrgð?„Hver ber ábyrgð á þessum sögum sem eru hér? Alls ekki þessar konur, alls ekki,“ sagði Nicole um reynslusögur kvennanna. Hún sagði að hugrekki þeirra til að stíga fram með sínar sögur væri ákall eftir aðgerðum. „Ég bíð eftir að heyra viðbrögð frá til dæmis Ragnari hjá VR, Gylfa hjá ASÍ. Hvað ætla þau að gera á vinnumarkaðinum? Hvernig ætla þau að efla þekkingu á réttindum fólk sem er að starfa hjá þeim. [...] Halldór Benjamín í SA. Bara gjörðu svo vel, ég vil sjá ykkur í fjölmiðlum.“ Konurnar eru með framkvæmdaáætlun með aðgerðum tengdum opinberum stofnunum, sveitarfélögum og þeirra ábyrgð til þess að fræða, mennta og skýra leiðir fyrir innflytjendur. „Það er á okkar ábyrgð að valdefla hverja einustu manneskju sem er hér. Hvern einasta skattborgara.“ Viðtalið við Nicole og Sabine í Harmageddon má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
MeToo Tengdar fréttir Sögur kvenna af erlendum uppruna ríma við reynslu Kvennaathvarfsins Konur af erlendum uppruna bættust í hóp kvenna sem hafa sagt frá kynferðisofbeldi og áreitni í íslensku samfélagi. Sendu þær frá sér #metoo yfirlýsingu með sláandi sögum tuga kvenna. 26. janúar 2018 07:00 Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðu Í umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna á Facebook hafa 660 konur rætt sín á milli um kynferðisofbeldi, fordóma og útilokun. 97 þeirra hafa undirritað yfirlýsingu sem birtist á Kjarnanum í morgun. Meðfram yfirlýsingunni er áskorun til samfélagsins og 34 reynslusögur. 25. janúar 2018 09:13 Segir skeytingarleysi ríkja gagnvart konum af erlendum uppruna Framkvæmdastjóri Kvennaathvarfsins segir skeytingarleysi ríkja í samfélaginu þegar komi að ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna. 25. janúar 2018 19:45 Nauðgað á gólfinu sem hún skúraði Konur af erlendum uppruna sendu í dag frá sér 34 nafnlausar frásagnir, þar á meðal af fordómum, kúgun, heimilisofbeldi, áreitni og nauðgunum. 25. janúar 2018 10:08 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Sögur kvenna af erlendum uppruna ríma við reynslu Kvennaathvarfsins Konur af erlendum uppruna bættust í hóp kvenna sem hafa sagt frá kynferðisofbeldi og áreitni í íslensku samfélagi. Sendu þær frá sér #metoo yfirlýsingu með sláandi sögum tuga kvenna. 26. janúar 2018 07:00
Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðu Í umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna á Facebook hafa 660 konur rætt sín á milli um kynferðisofbeldi, fordóma og útilokun. 97 þeirra hafa undirritað yfirlýsingu sem birtist á Kjarnanum í morgun. Meðfram yfirlýsingunni er áskorun til samfélagsins og 34 reynslusögur. 25. janúar 2018 09:13
Segir skeytingarleysi ríkja gagnvart konum af erlendum uppruna Framkvæmdastjóri Kvennaathvarfsins segir skeytingarleysi ríkja í samfélaginu þegar komi að ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna. 25. janúar 2018 19:45
Nauðgað á gólfinu sem hún skúraði Konur af erlendum uppruna sendu í dag frá sér 34 nafnlausar frásagnir, þar á meðal af fordómum, kúgun, heimilisofbeldi, áreitni og nauðgunum. 25. janúar 2018 10:08