Sprengigleði og smáatriði gæti sökkt Titanic Birgir Olgeirsson skrifar 26. janúar 2018 10:30 Aku Louhimies, leikstjóri Unknown Soldier, við plakat myndarinnar í Bíó Paradís í Reykjavík þar sem myndin var frumsýnd í gærkvöldi. Vísir/Stefán „Það bjóst enginn við þessu,“ segir Aku Louhimies um fáheyrðar vinsældir finnsku myndarinnar Unknown Soldier, eða Óþekktur hermaður, sem var frumsýnd í Bíó Paradís í gærkvöldi. Myndin kostaði 7 milljónir evra, eða um 875 milljónir íslenskra króna, en hefur þegar þetta er ritað þénað tæpar 12 milljónir evra, um 1,5 milljarð íslenskra króna, í kvikmyndahúsum í Finnlandi. Því er um að ræða langvinsælustu bíómynd í Finnlandi á 21. öldinni en hún á enn eftir að ná bandarísku stórmyndinni Titanic. „Við munum sökkva Titanic,“ segir Ingvar Þórðarson sem er einn af framleiðendum Unknown Soldier, eða Tuntematon sotilas eins og hún kallast á finnsku, ásamt Júlíusi Kemp. Er myndin enn í sýningum í Finnlandi og þarf að ná um fjörutíu þúsund áhorfendum til viðbótar til að ná þeim áhorfendafjölda sem sá bandarísku stórmyndina Titanic í Finnlandi. Finnar eru um það bil 5,5 milljónir talsins en tæplega milljón hafa séð myndina þar í landi. Unknown Soldier er byggð á samnefndri skáldsögu finnska rithöfundarins Väinö Linna sem kom út árið 1954. Þetta er langvinsælasta bók Finna og talin hluti af þjóðararfleifð þeirra en þetta er í þriðja sinn sem sagan ratar á hvíta tjaldið. Áður hafði hún verið kvikmynduð árið 1955 og svo aftur árið 1985. Áhuginn á myndinni var því gífurlegur en hún var frumsýnd þar í landi í fyrra í tilefni af hundrað ára sjálfstæðisafmæli Finna. Myndin segir frá því þegar ungum mönnum úr öllum landshornum Finnlands og flestum þjóðfélagsþrepum var safnað saman og sendir til að berjast við Sovétríkin í því sem Finnar hafa kallað framhaldsstríðið 1941 til 1944. Sagan beinir sjónum sínum að áhrifum stríðs á þá sem taka þátt í því og þeim sem fyrir því verða. Vísir hitti þá Aku og Ingvar fyrir í Bíó Paradís þar sem Aku segist aðspurður hafa komið margoft til Íslands og sé alltaf jafn hrifinn.Ingvar Þórðarson, einn af framleiðendum Unknown soldier, með Aku í Bíó Paradís.Vísir/StefánÞeir sem veittu fé voru æstir í að sjá myndina Aku segist ekki eiga von á því að jafn stór mynd verði einhvern tímann framleidd aftur í Finnlandi. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að gera svo stóra mynd á finnsku og að það skili jafn miklum ágóða og raun ber vitni. Aku segist hafa hins vegar fundið fyrir miklum áhuga frá þeim sem voru til í að veita fé í framleiðslu myndarinnar. „Allir þeir sem lögðu fé í þessa mynd gerðu það af því þeir vildu sjá þessa mynd ég vildi gera. Þeim var í raun sama um peninginn en ég er hins vegar alsæll að geta borgað þeim til baka það sem þeir lánuðu mér og með vöxtum, en þeir áttu alls ekki von því,“ segir Aku og bendir á að 20 prósent þeirra sem hafa á annað borð aldur til að sjá þessa mynd í Finnlandi hafi gert það. Hann finnur sömuleiðis fyrir miklum áhuga í Evrópu. Myndin hefur þegar verið frumsýnd í Svíþjóð og hlotið þar góðar viðtökur. Noregur og Ísland bætast nú í hópinn en í vor er stefnt á Bretland, Frakkland og Þýskaland.Lítur út eins og 100 milljónir dollarar Þó að myndin hafi kostað um 7 milljónir evra í framleiðslu þá er vert að benda á að það er nánast klink í augum framleiðanda stórmynda í Hollywood. Ef horft er á stiklu myndarinnar koma í ljós afar mikil gæði á framleiðslu hennar og Aku segir að vissulega hafi þetta verið nefnt við sig áður þegar þetta er borið undir hann. „Bandaríski umboðsmaðurinn minn sagði myndina líta út fyrir að kosta allt að 100 milljónir dollara,“ segir Aku.Hann bendir hins vegar á að hann hafi notið mikillar velvildar við gerð myndarinnar í Finnlandi og þurfti ekki að greiða fyrir ýmislegt sem annars þyrfti við gerð slíkra stórmynda. Aðkoma finnska hersins hafi til dæmis verið mikils virði. „Það var ansi margt sem við þurftum ekki að borga fyrir afnot af. Eins og tökustaðir, húsnæði og veitingar, enda vorum við með góða bakhjarla. Það er eitthvað sem er ekki talið með þegar kemur að kostnaði myndarinnar,“ segir Aku en fjölmargir sjálfboðaliðar buðu einnig fram aðstoð sína við gerð myndarinnar. Spurður hver aðkoma finnska hersins hafi verið við gerð þessarar myndar og hvort það tengdist því að skaffa gömul hergögn sem búið var að varðveita segir hann lítið af herminjum frá stríðinu í Finnlandi. Leit að byssum og búningum hafi verið erfið en að lokum fannst slíkur búnaður í geymslu finnska ríkisútvarpsins.Gat sprengt skóglendi með góðri samvisku Frá hernum fékk Aku hins vegar afnot af skóglendi við tökur á myndinni. Aku bendir á að Finnland sé skógi vaxið en stór hluti af því sé hins vegar ræktaður fyrir iðnað og lítur því ekki náttúrulega út. Gamalt skóglendi sem lítur eðlilega út heyrir undir þjóðgarða Finnlands og því má ekki taka upp byssubardaga eða sprengingar þar. Verandi umhverfissinni þá vildi Aku heldur ekki skemma fallegt skóglendi að óþörfu og því varð hann afar glaður þegar finnski herinn bauð honum til afnota gamalt skóglendi sem herinn á og notaði undir skotæfingar. Höggva átti skóginn niður innan fárra ára og hefja þar framkvæmdir og gat því Aku sprengt hann upp og tætt með góðri samvisku. Það var einmitt í þessum skógi þar sem heimsmet í notkun á dínamíti var slegið við tökur á Unknown Soldier. Kvikmyndagerðarmennirnir notuðu 64,8 kíló af sprengiefni við tökur á myndinni en fyrra metið átti James Bond-myndin Spectre þar sem notast var við 33 kíló af sprengiefni.Unknown soldier fjallar um áhrif hörmunga stríðs og vonar Aku að myndin hafi alþjóðlega samsvörun.IMDBVonar að myndin hafi alþjóðlega samsvörun Sagan fjallar sem fyrr segir um hörmungar stríðs en Aku vonast til að kvikmyndin hans hafi alþjóðlega samsvörun þannig að boðskapur hennar nái til flestra. „Ég vona að áhorfendur upplifi ekki að þessi myndi segi bara frá þessu tiltekna stríði heldur eigi sér samsvörun i hvaða stríði sem er og þeim hörmungum sem því fylgir. Það þarf ekki annað en að horfa á fréttir til að sjá hvað er í gangi nær daglega. Fólk missir ástvini sína og leggur á flótta eftir að hafa misst heimili sín vegna stríðsátaka. Þetta gerist nær daglega og ég vona að þessi mynd hjálpi til við að auka skilning á því hvað gerist fyrir huga þeirra sem þurfa að ganga í gegnum slíkar hörmungar.“Má segja í dag það sem ekki mátti áður Við handritaskrif fyrir þessa mynd studdist Aku ekki aðeins við sögu Väinö Linna heldur einnig handritið sem Linna skrifaði. Aku bendir á að Linna hafi sjálfur tekið þátt í stríðinu sem óbreyttur hermaður. Bókina gaf hann út um tíu árum eftir stríðið en á þeim tíma var sumt sem Linna gat ekki beint sagt. Bókin hafi því verið ritskoðuð að einhverju leyti á þeim tíma en í dag er staðan öðruvísi og Finnar ekki eins viðkvæmir fyrir þessum atburðum. Stríðið stóð yfir í fjögur ár og hafði áhrif á allt finnska samfélagið. „Við misstum tíu prósent af landinu okkar og allir sem bjuggu þar urðu flóttamenn og það þurfti að finna þeim annað heimili,“ segir Aku.Unga kynslóðin áhugasöm Hann segir ömmu sína og afa hafa lifað þetta stríð, foreldra sína fæðst í stríðinu en börnin hans Aku hafi hins vegar ekki slíka tengingu við þetta stríð. „Það gerir það að verkum að áhorfendur myndarinnar í Finnlandi hafa að stórum hluta verið af ungu kynslóðinni sem fær að upplifa þennan hluta af sögu Finna í gegnum þessa mynd, sem það hefði kannski ekki annars gert.“Leikararnir fóru í þjálfunarbúðir fyrir tökur myndarinnar til að læra réttu handtökin.IMDBÞurftu að meðhöndla drápstól af virðingu Aku er þekktur fyrir að hafa myndir sínar afar raunverulegur og er Unknown Soldier engin undantekning. Áður en tökur hófust fékk hann aðalleikara myndarinnar til að undirgangast nokkurskonar herþjálfun þar sem þeir lærðu meðal annars að umgangast skotvopn rétt sem er Aku afar mikilvægt. Hann þakkar árum sínum í finnska hernum þann aga sem hann býr yfir en hann fór fyrir herdeild í finnska varnarliðinu og er enn í varaliði hersins. Hann segir þann bakgrunn gera það að verkum að hann kann afar illa við myndir þar sem leikararnir halda ekki rétt á byssunum. „Þegar maður hefur meðhöndlað alvöru skotvopn veit maður að það er eitthvað sem getur drepið fólk. Þegar þér verður það ljóst þá meðhöndlar þú skotvopn af virðingu og ég vildi að leikararnir vissu hvað þeir væru að gera. Við héldum því þjálfunarbúðir þar sem þeir fóru í gegnum rétt handtök þar til þau urðu greipt í vöðvaminni og þá gátu leikararnir einbeitt sér að öðrum hlutum,” segir Aku.Gistum saman í tjöldum við tökur Við upphaf gerð myndarinnar var ákveðið að leikararnir myndu gista saman í tjöldum í skógi við tökur til að skapa alvöru tengsl þeirra á milli. Þeir höfðu því ekki aðgang að hótelgistingu eða þeim fríðindum sem fylgja því að gista þar á borð við morgunverð eða sturtu. „Þeir sváfu í tjöldum sem hópur og þurftu að halda á sér hita og sjá um sinn búnað sjálfir,” segir Akur. „Það var nálgunin, að gera þetta eins raunverulegt og hægt var. Ekki eins og Hollywood-stríðsmyndum, ekki það að þær séu alslæmar, en við vildum ekki ýkja sprengingarnar og ef þú skýtur einhvern er ekki sjálfgefið að blóð slettist út um allt. Við vildum hafa þetta rétt.”Fulgahljóðin urðu að vera rétt Það var ekki bara hugsað um smáatriðin þegar kom að blóðsúthellingum og sprengingum, því fenginn var fuglasérfræðingur til að ganga úr skugga um að hljóðin sem fuglarnir gefa frá sér í myndinni séu rétt miðað við árstíma. Aku segist hafa orðið var við það í gegnum tíðina að þeir sem þekkja vel til fugla hafi haft á orði þegar þeir horfa á finnskar myndir að fuglahljóðin sem þar heyrast geti ekki staðist miðað við árstíma. Þá kom sér vel að einn af aðalleikurum myndarinnar er finnska stjarnan Pirkka-Pekka Petelius.Aku er þekktur fyrir mikla nákvæmni og tók ekki annað í mál en að fuglahljóðin í myndinni væru rétt miðað við árstíma.IMDBSá hóf ferilinn sem grínisti og hefur getið sér gott orð fyrir hlutverk í alvarlegum myndum sem og að senda frá sér nokkrar hljómplötur. Hann er þó einnig fuglasérfræðingur og hefur stýrt fjölmörgum náttúrulífsþáttum í útvarpi og sjónvarpi til margra ára. Þegar Aku var að leggja lokahönd á myndina fékk hann Petelius til liðs við sig til að fara yfir fuglahljóðin. Aku segir Petelius hafa hlustað eftir hljóðunum og spurt leikstjórann í hvaða mánuði sagan væri stödd. Aku svaraði júlí en þá sagði Petelius að hann gæti ekki haft þetta hljóð úr þeim fugli því hann gefur það aðeins frá sér í maí.Þekkir vel til íslenskrar kvikmyndagerðar Spurður hvað sé fram undan hjá sér og hvort Hollywood sé ekki að gera hosur sínar grænar fyrir honum í ljósi velgengninnar gefur Aku lítið upp. „Ég vonast til að geta gert góðar myndir fyrir stóran hóp áhorfenda. Það er draumur allra,” segir Aku. Hann þekkir vel til íslenskrar kvikmyndagerðar og segir Íslendinga eiga margra leikstjóra sem hafa náð langt, þá sérstaklega Baltasar Kormák sem hann kynntist fyrir um tuttugu árum síðar þegar þeir voru báðir staddir á kvikmyndahátíð sem ætluð var leikstjórum sem voru að gefa út sínar fyrstu myndir. Þar var Baltasar staddur með fyrstu kvikmynd sína í fullri lengd, 101 Reykjavík, og Aku með myndina Restless.Vill rækta Norðurlandatenginguna Ingvari Þórðarsyni kynntist hann einnig fyrir um tveimur áratugum og hafa þeir að sögn Aku brallað margt saman, og auðvitað framleitt bíómyndir. Spurður hvort hann eigi sér einhverja uppáhalds íslenskar bíómyndir segist Aku hafa verið mjög hrifinn af Vonarstræti eftir Baldvin Z, Hross í Oss eftir Benedikt Erlingsson og 101 Reykjavík eftir Baltasar. „Ég hef séð fjölda íslenskra mynda og finnst virkilega mikilvægt að viðhalda sterkri tengingu á milli Norðurlandaþjóðanna nú þegar Evrópusambandið er í skrýtinni stöðu,” segir Aku. „Það gerum við meðal annars með því að sjá skandinavískar myndir og sjónvarpsþætti. Og ég hef áhyggjur af því að við Finnar séum að fara á mis við frábært íslenskt efni og öfugt,” segir Aku sem hefur margsinnis komið til Íslands og segist alltaf jafn hrifinn. „Það er einhver andleg tenging á milli Íslendinga og Finna.“ Unknown Soldier er sem fyrr segir sýnd í Bíó Paradís þessa dagana. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Finnsk stríðsmynd slær sprengjuheimsmet James Bond Myndin er að gera allt vitlaust í finnskum kvikmyndahúsum og sáu 20 þúsund manns myndina í Svíþjóð um liðna helgi. 12. desember 2017 13:59 Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
„Það bjóst enginn við þessu,“ segir Aku Louhimies um fáheyrðar vinsældir finnsku myndarinnar Unknown Soldier, eða Óþekktur hermaður, sem var frumsýnd í Bíó Paradís í gærkvöldi. Myndin kostaði 7 milljónir evra, eða um 875 milljónir íslenskra króna, en hefur þegar þetta er ritað þénað tæpar 12 milljónir evra, um 1,5 milljarð íslenskra króna, í kvikmyndahúsum í Finnlandi. Því er um að ræða langvinsælustu bíómynd í Finnlandi á 21. öldinni en hún á enn eftir að ná bandarísku stórmyndinni Titanic. „Við munum sökkva Titanic,“ segir Ingvar Þórðarson sem er einn af framleiðendum Unknown Soldier, eða Tuntematon sotilas eins og hún kallast á finnsku, ásamt Júlíusi Kemp. Er myndin enn í sýningum í Finnlandi og þarf að ná um fjörutíu þúsund áhorfendum til viðbótar til að ná þeim áhorfendafjölda sem sá bandarísku stórmyndina Titanic í Finnlandi. Finnar eru um það bil 5,5 milljónir talsins en tæplega milljón hafa séð myndina þar í landi. Unknown Soldier er byggð á samnefndri skáldsögu finnska rithöfundarins Väinö Linna sem kom út árið 1954. Þetta er langvinsælasta bók Finna og talin hluti af þjóðararfleifð þeirra en þetta er í þriðja sinn sem sagan ratar á hvíta tjaldið. Áður hafði hún verið kvikmynduð árið 1955 og svo aftur árið 1985. Áhuginn á myndinni var því gífurlegur en hún var frumsýnd þar í landi í fyrra í tilefni af hundrað ára sjálfstæðisafmæli Finna. Myndin segir frá því þegar ungum mönnum úr öllum landshornum Finnlands og flestum þjóðfélagsþrepum var safnað saman og sendir til að berjast við Sovétríkin í því sem Finnar hafa kallað framhaldsstríðið 1941 til 1944. Sagan beinir sjónum sínum að áhrifum stríðs á þá sem taka þátt í því og þeim sem fyrir því verða. Vísir hitti þá Aku og Ingvar fyrir í Bíó Paradís þar sem Aku segist aðspurður hafa komið margoft til Íslands og sé alltaf jafn hrifinn.Ingvar Þórðarson, einn af framleiðendum Unknown soldier, með Aku í Bíó Paradís.Vísir/StefánÞeir sem veittu fé voru æstir í að sjá myndina Aku segist ekki eiga von á því að jafn stór mynd verði einhvern tímann framleidd aftur í Finnlandi. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að gera svo stóra mynd á finnsku og að það skili jafn miklum ágóða og raun ber vitni. Aku segist hafa hins vegar fundið fyrir miklum áhuga frá þeim sem voru til í að veita fé í framleiðslu myndarinnar. „Allir þeir sem lögðu fé í þessa mynd gerðu það af því þeir vildu sjá þessa mynd ég vildi gera. Þeim var í raun sama um peninginn en ég er hins vegar alsæll að geta borgað þeim til baka það sem þeir lánuðu mér og með vöxtum, en þeir áttu alls ekki von því,“ segir Aku og bendir á að 20 prósent þeirra sem hafa á annað borð aldur til að sjá þessa mynd í Finnlandi hafi gert það. Hann finnur sömuleiðis fyrir miklum áhuga í Evrópu. Myndin hefur þegar verið frumsýnd í Svíþjóð og hlotið þar góðar viðtökur. Noregur og Ísland bætast nú í hópinn en í vor er stefnt á Bretland, Frakkland og Þýskaland.Lítur út eins og 100 milljónir dollarar Þó að myndin hafi kostað um 7 milljónir evra í framleiðslu þá er vert að benda á að það er nánast klink í augum framleiðanda stórmynda í Hollywood. Ef horft er á stiklu myndarinnar koma í ljós afar mikil gæði á framleiðslu hennar og Aku segir að vissulega hafi þetta verið nefnt við sig áður þegar þetta er borið undir hann. „Bandaríski umboðsmaðurinn minn sagði myndina líta út fyrir að kosta allt að 100 milljónir dollara,“ segir Aku.Hann bendir hins vegar á að hann hafi notið mikillar velvildar við gerð myndarinnar í Finnlandi og þurfti ekki að greiða fyrir ýmislegt sem annars þyrfti við gerð slíkra stórmynda. Aðkoma finnska hersins hafi til dæmis verið mikils virði. „Það var ansi margt sem við þurftum ekki að borga fyrir afnot af. Eins og tökustaðir, húsnæði og veitingar, enda vorum við með góða bakhjarla. Það er eitthvað sem er ekki talið með þegar kemur að kostnaði myndarinnar,“ segir Aku en fjölmargir sjálfboðaliðar buðu einnig fram aðstoð sína við gerð myndarinnar. Spurður hver aðkoma finnska hersins hafi verið við gerð þessarar myndar og hvort það tengdist því að skaffa gömul hergögn sem búið var að varðveita segir hann lítið af herminjum frá stríðinu í Finnlandi. Leit að byssum og búningum hafi verið erfið en að lokum fannst slíkur búnaður í geymslu finnska ríkisútvarpsins.Gat sprengt skóglendi með góðri samvisku Frá hernum fékk Aku hins vegar afnot af skóglendi við tökur á myndinni. Aku bendir á að Finnland sé skógi vaxið en stór hluti af því sé hins vegar ræktaður fyrir iðnað og lítur því ekki náttúrulega út. Gamalt skóglendi sem lítur eðlilega út heyrir undir þjóðgarða Finnlands og því má ekki taka upp byssubardaga eða sprengingar þar. Verandi umhverfissinni þá vildi Aku heldur ekki skemma fallegt skóglendi að óþörfu og því varð hann afar glaður þegar finnski herinn bauð honum til afnota gamalt skóglendi sem herinn á og notaði undir skotæfingar. Höggva átti skóginn niður innan fárra ára og hefja þar framkvæmdir og gat því Aku sprengt hann upp og tætt með góðri samvisku. Það var einmitt í þessum skógi þar sem heimsmet í notkun á dínamíti var slegið við tökur á Unknown Soldier. Kvikmyndagerðarmennirnir notuðu 64,8 kíló af sprengiefni við tökur á myndinni en fyrra metið átti James Bond-myndin Spectre þar sem notast var við 33 kíló af sprengiefni.Unknown soldier fjallar um áhrif hörmunga stríðs og vonar Aku að myndin hafi alþjóðlega samsvörun.IMDBVonar að myndin hafi alþjóðlega samsvörun Sagan fjallar sem fyrr segir um hörmungar stríðs en Aku vonast til að kvikmyndin hans hafi alþjóðlega samsvörun þannig að boðskapur hennar nái til flestra. „Ég vona að áhorfendur upplifi ekki að þessi myndi segi bara frá þessu tiltekna stríði heldur eigi sér samsvörun i hvaða stríði sem er og þeim hörmungum sem því fylgir. Það þarf ekki annað en að horfa á fréttir til að sjá hvað er í gangi nær daglega. Fólk missir ástvini sína og leggur á flótta eftir að hafa misst heimili sín vegna stríðsátaka. Þetta gerist nær daglega og ég vona að þessi mynd hjálpi til við að auka skilning á því hvað gerist fyrir huga þeirra sem þurfa að ganga í gegnum slíkar hörmungar.“Má segja í dag það sem ekki mátti áður Við handritaskrif fyrir þessa mynd studdist Aku ekki aðeins við sögu Väinö Linna heldur einnig handritið sem Linna skrifaði. Aku bendir á að Linna hafi sjálfur tekið þátt í stríðinu sem óbreyttur hermaður. Bókina gaf hann út um tíu árum eftir stríðið en á þeim tíma var sumt sem Linna gat ekki beint sagt. Bókin hafi því verið ritskoðuð að einhverju leyti á þeim tíma en í dag er staðan öðruvísi og Finnar ekki eins viðkvæmir fyrir þessum atburðum. Stríðið stóð yfir í fjögur ár og hafði áhrif á allt finnska samfélagið. „Við misstum tíu prósent af landinu okkar og allir sem bjuggu þar urðu flóttamenn og það þurfti að finna þeim annað heimili,“ segir Aku.Unga kynslóðin áhugasöm Hann segir ömmu sína og afa hafa lifað þetta stríð, foreldra sína fæðst í stríðinu en börnin hans Aku hafi hins vegar ekki slíka tengingu við þetta stríð. „Það gerir það að verkum að áhorfendur myndarinnar í Finnlandi hafa að stórum hluta verið af ungu kynslóðinni sem fær að upplifa þennan hluta af sögu Finna í gegnum þessa mynd, sem það hefði kannski ekki annars gert.“Leikararnir fóru í þjálfunarbúðir fyrir tökur myndarinnar til að læra réttu handtökin.IMDBÞurftu að meðhöndla drápstól af virðingu Aku er þekktur fyrir að hafa myndir sínar afar raunverulegur og er Unknown Soldier engin undantekning. Áður en tökur hófust fékk hann aðalleikara myndarinnar til að undirgangast nokkurskonar herþjálfun þar sem þeir lærðu meðal annars að umgangast skotvopn rétt sem er Aku afar mikilvægt. Hann þakkar árum sínum í finnska hernum þann aga sem hann býr yfir en hann fór fyrir herdeild í finnska varnarliðinu og er enn í varaliði hersins. Hann segir þann bakgrunn gera það að verkum að hann kann afar illa við myndir þar sem leikararnir halda ekki rétt á byssunum. „Þegar maður hefur meðhöndlað alvöru skotvopn veit maður að það er eitthvað sem getur drepið fólk. Þegar þér verður það ljóst þá meðhöndlar þú skotvopn af virðingu og ég vildi að leikararnir vissu hvað þeir væru að gera. Við héldum því þjálfunarbúðir þar sem þeir fóru í gegnum rétt handtök þar til þau urðu greipt í vöðvaminni og þá gátu leikararnir einbeitt sér að öðrum hlutum,” segir Aku.Gistum saman í tjöldum við tökur Við upphaf gerð myndarinnar var ákveðið að leikararnir myndu gista saman í tjöldum í skógi við tökur til að skapa alvöru tengsl þeirra á milli. Þeir höfðu því ekki aðgang að hótelgistingu eða þeim fríðindum sem fylgja því að gista þar á borð við morgunverð eða sturtu. „Þeir sváfu í tjöldum sem hópur og þurftu að halda á sér hita og sjá um sinn búnað sjálfir,” segir Akur. „Það var nálgunin, að gera þetta eins raunverulegt og hægt var. Ekki eins og Hollywood-stríðsmyndum, ekki það að þær séu alslæmar, en við vildum ekki ýkja sprengingarnar og ef þú skýtur einhvern er ekki sjálfgefið að blóð slettist út um allt. Við vildum hafa þetta rétt.”Fulgahljóðin urðu að vera rétt Það var ekki bara hugsað um smáatriðin þegar kom að blóðsúthellingum og sprengingum, því fenginn var fuglasérfræðingur til að ganga úr skugga um að hljóðin sem fuglarnir gefa frá sér í myndinni séu rétt miðað við árstíma. Aku segist hafa orðið var við það í gegnum tíðina að þeir sem þekkja vel til fugla hafi haft á orði þegar þeir horfa á finnskar myndir að fuglahljóðin sem þar heyrast geti ekki staðist miðað við árstíma. Þá kom sér vel að einn af aðalleikurum myndarinnar er finnska stjarnan Pirkka-Pekka Petelius.Aku er þekktur fyrir mikla nákvæmni og tók ekki annað í mál en að fuglahljóðin í myndinni væru rétt miðað við árstíma.IMDBSá hóf ferilinn sem grínisti og hefur getið sér gott orð fyrir hlutverk í alvarlegum myndum sem og að senda frá sér nokkrar hljómplötur. Hann er þó einnig fuglasérfræðingur og hefur stýrt fjölmörgum náttúrulífsþáttum í útvarpi og sjónvarpi til margra ára. Þegar Aku var að leggja lokahönd á myndina fékk hann Petelius til liðs við sig til að fara yfir fuglahljóðin. Aku segir Petelius hafa hlustað eftir hljóðunum og spurt leikstjórann í hvaða mánuði sagan væri stödd. Aku svaraði júlí en þá sagði Petelius að hann gæti ekki haft þetta hljóð úr þeim fugli því hann gefur það aðeins frá sér í maí.Þekkir vel til íslenskrar kvikmyndagerðar Spurður hvað sé fram undan hjá sér og hvort Hollywood sé ekki að gera hosur sínar grænar fyrir honum í ljósi velgengninnar gefur Aku lítið upp. „Ég vonast til að geta gert góðar myndir fyrir stóran hóp áhorfenda. Það er draumur allra,” segir Aku. Hann þekkir vel til íslenskrar kvikmyndagerðar og segir Íslendinga eiga margra leikstjóra sem hafa náð langt, þá sérstaklega Baltasar Kormák sem hann kynntist fyrir um tuttugu árum síðar þegar þeir voru báðir staddir á kvikmyndahátíð sem ætluð var leikstjórum sem voru að gefa út sínar fyrstu myndir. Þar var Baltasar staddur með fyrstu kvikmynd sína í fullri lengd, 101 Reykjavík, og Aku með myndina Restless.Vill rækta Norðurlandatenginguna Ingvari Þórðarsyni kynntist hann einnig fyrir um tveimur áratugum og hafa þeir að sögn Aku brallað margt saman, og auðvitað framleitt bíómyndir. Spurður hvort hann eigi sér einhverja uppáhalds íslenskar bíómyndir segist Aku hafa verið mjög hrifinn af Vonarstræti eftir Baldvin Z, Hross í Oss eftir Benedikt Erlingsson og 101 Reykjavík eftir Baltasar. „Ég hef séð fjölda íslenskra mynda og finnst virkilega mikilvægt að viðhalda sterkri tengingu á milli Norðurlandaþjóðanna nú þegar Evrópusambandið er í skrýtinni stöðu,” segir Aku. „Það gerum við meðal annars með því að sjá skandinavískar myndir og sjónvarpsþætti. Og ég hef áhyggjur af því að við Finnar séum að fara á mis við frábært íslenskt efni og öfugt,” segir Aku sem hefur margsinnis komið til Íslands og segist alltaf jafn hrifinn. „Það er einhver andleg tenging á milli Íslendinga og Finna.“ Unknown Soldier er sem fyrr segir sýnd í Bíó Paradís þessa dagana.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Finnsk stríðsmynd slær sprengjuheimsmet James Bond Myndin er að gera allt vitlaust í finnskum kvikmyndahúsum og sáu 20 þúsund manns myndina í Svíþjóð um liðna helgi. 12. desember 2017 13:59 Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Finnsk stríðsmynd slær sprengjuheimsmet James Bond Myndin er að gera allt vitlaust í finnskum kvikmyndahúsum og sáu 20 þúsund manns myndina í Svíþjóð um liðna helgi. 12. desember 2017 13:59