Eldri borgarar vilja ganga skrefinu lengra og fara frítt með strætó Sigurður Mikael Jónsson skrifar 26. janúar 2018 07:00 Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Vísir/eyþór „Að það skuli hafa tekið þennan tíma að fá niðurstöðu og excel-skjal er sérstakt og sýnir kannski hvernig almennt er komið fram við eldri borgara,“ segir Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB), um misræmi í aldursmörkum eldriborgaraafsláttar í borginni. Fréttablaðið fjallaði í gær um hvernig miðað er við 70 ára aldur vegna afsláttarkjara hjá Strætó eftir breytingar sem gerðar voru í hagræðingarskyni árið 2011 þegar aldursmörkin voru hækkuð úr 67 árum. Stjórn Strætó bs. ræddi, fyrir samþykkt gjaldskrár ársins 2018, að færa mörkin aftur niður en var því frestað til að kanna kostnaðinn við það. Um mitt ár 2016 varð aftur gjaldfrjálst fyrir 67 ára í sundlaugar borgarinnar, eftir sömu aldurshækkun árið 2011. Gísli telur þetta misræmi ótækt. FEB mótmælti aldursmarkahækkuninni harðlega á sínum tíma og segir Gísli að málið hafi verið mikið hitamál síðan. Eldri borgarar vilji ná til baka því sem þeir höfðu áður en farið var í hinar ýmsu aðhaldsaðgerðir ríkis og sveitarfélaga í kjölfar hrunsins.Sjá einnig: Eldri borgarar í strætó snuðaðir um afslátt „Það hefur enginn reiknað út hvort nokkur hagræðing hafi verið af þessu fyrir borgina. Eldri borgarar hafa tekið á sig ýmislegt, eins og skerðingu á almannatryggingagreiðslum og ef þetta átti að vera hagræðingaraðgerð hjá Strætó, þá hefðum við ætlað að farið yrði í að vinda ofan af þessu, nú þegar vel árar,“ segir Gísli. Krafa eldri borgara sé að aldursmörkin verði færð aftur niður í 67, sem stjórnarformaður Strætó bs. hefur sagt að vilji sé fyrir, en Gísli vill að gengið verði lengra en að veita bara afslátt. „Við viljum samræmingu í 67 ár og ganga skrefinu lengra og fá gjaldfrjálst í strætó fyrir eldri borgara.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Eldri borgarar í strætó snuðaðir um afslátt Farþegar Strætó teljast ekki eldri borgarar fyrr en þeir verða sjötugir. Aldursmörkin á afslætti voru hækkuð árið 2011 í hagræðingarskyni. Stjórn Strætó frestaði því að lækka mörkin aftur í 67 ár og vill vita hvað það myndi kosta. 25. janúar 2018 08:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
„Að það skuli hafa tekið þennan tíma að fá niðurstöðu og excel-skjal er sérstakt og sýnir kannski hvernig almennt er komið fram við eldri borgara,“ segir Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB), um misræmi í aldursmörkum eldriborgaraafsláttar í borginni. Fréttablaðið fjallaði í gær um hvernig miðað er við 70 ára aldur vegna afsláttarkjara hjá Strætó eftir breytingar sem gerðar voru í hagræðingarskyni árið 2011 þegar aldursmörkin voru hækkuð úr 67 árum. Stjórn Strætó bs. ræddi, fyrir samþykkt gjaldskrár ársins 2018, að færa mörkin aftur niður en var því frestað til að kanna kostnaðinn við það. Um mitt ár 2016 varð aftur gjaldfrjálst fyrir 67 ára í sundlaugar borgarinnar, eftir sömu aldurshækkun árið 2011. Gísli telur þetta misræmi ótækt. FEB mótmælti aldursmarkahækkuninni harðlega á sínum tíma og segir Gísli að málið hafi verið mikið hitamál síðan. Eldri borgarar vilji ná til baka því sem þeir höfðu áður en farið var í hinar ýmsu aðhaldsaðgerðir ríkis og sveitarfélaga í kjölfar hrunsins.Sjá einnig: Eldri borgarar í strætó snuðaðir um afslátt „Það hefur enginn reiknað út hvort nokkur hagræðing hafi verið af þessu fyrir borgina. Eldri borgarar hafa tekið á sig ýmislegt, eins og skerðingu á almannatryggingagreiðslum og ef þetta átti að vera hagræðingaraðgerð hjá Strætó, þá hefðum við ætlað að farið yrði í að vinda ofan af þessu, nú þegar vel árar,“ segir Gísli. Krafa eldri borgara sé að aldursmörkin verði færð aftur niður í 67, sem stjórnarformaður Strætó bs. hefur sagt að vilji sé fyrir, en Gísli vill að gengið verði lengra en að veita bara afslátt. „Við viljum samræmingu í 67 ár og ganga skrefinu lengra og fá gjaldfrjálst í strætó fyrir eldri borgara.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Eldri borgarar í strætó snuðaðir um afslátt Farþegar Strætó teljast ekki eldri borgarar fyrr en þeir verða sjötugir. Aldursmörkin á afslætti voru hækkuð árið 2011 í hagræðingarskyni. Stjórn Strætó frestaði því að lækka mörkin aftur í 67 ár og vill vita hvað það myndi kosta. 25. janúar 2018 08:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Eldri borgarar í strætó snuðaðir um afslátt Farþegar Strætó teljast ekki eldri borgarar fyrr en þeir verða sjötugir. Aldursmörkin á afslætti voru hækkuð árið 2011 í hagræðingarskyni. Stjórn Strætó frestaði því að lækka mörkin aftur í 67 ár og vill vita hvað það myndi kosta. 25. janúar 2018 08:08