Fá 48 tíma til að vinna saman tölvuleik Lovísa Arnardóttir skrifar 26. janúar 2018 07:00 Alexandra Bjargardóttir hjá CCP, einn skipuleggjenda alþjóðlega leikjadjammsins. Vísir/eyþór Samband íslenskra leikjaframleiðenda (IGI) heldur leikjadjamm í Háskólanum í Reykjavík um helgina. Þátttakendur fá 48 klukkustundir til að vinna að nýjum leik. „Fulltrúi frá alþjóðlegu samtökunum hafði samband við okkur og við ákváðum að prófa að halda svona viðburð hér. Síðast þegar ég vissi voru þátttakendur frá 113 löndum búnir að skrá sig,“ segir Alexandra Bjargardóttir, sem er varamaður í stjórn hjá IGI og markaðssérfræðingur hjá CCP. Þetta er stærsta leikjadjamm í heiminum. Fyrsta alþjóðlega leikjadjammið var haldið árið 2009. „Við fáum að vita á föstudaginn hvert þemað er. Þetta er gert svo fólk sé ekki að undirbúa sig eða byrjað að vinna í einhverju áður en það mætir. Fólk fær því einungis þessar 48 klukkustundir til að vinna að einhverju nýju saman,“ segir Alexandra. IGI hélt samtals fjögur leikjadjömm 2017, sem skiluðu 35 fjölbreyttum og skemmtilegum leikjum. „Það er svipaður fjöldi skráður og hefur verið að mæta á okkar viðburði. Það hefur yfirleitt verið um þriðjungur þátttakenda sem er ekki endilega að vinna við að búa til leiki eða hefur gert það áður, heldur hefur það sem sérstakt áhugamál. Líkt og fólk sem býr til tónlist eða tekur ljósmyndir, þá hafa margir það sem áhugamál að búa til tölvuleiki,“ segir Alexandra. Leikjadjammið er haldið í fyrsta sinn í Reykjavík í ár, en viðburðurinn var haldinn á Kollafossi árið 2016. Djammið hefst klukkan 17.00 í dag, föstudag og verður stofa M110 í HR þátttakendum opin alla helgina. Birtist í Fréttablaðinu Leikjavísir Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Samband íslenskra leikjaframleiðenda (IGI) heldur leikjadjamm í Háskólanum í Reykjavík um helgina. Þátttakendur fá 48 klukkustundir til að vinna að nýjum leik. „Fulltrúi frá alþjóðlegu samtökunum hafði samband við okkur og við ákváðum að prófa að halda svona viðburð hér. Síðast þegar ég vissi voru þátttakendur frá 113 löndum búnir að skrá sig,“ segir Alexandra Bjargardóttir, sem er varamaður í stjórn hjá IGI og markaðssérfræðingur hjá CCP. Þetta er stærsta leikjadjamm í heiminum. Fyrsta alþjóðlega leikjadjammið var haldið árið 2009. „Við fáum að vita á föstudaginn hvert þemað er. Þetta er gert svo fólk sé ekki að undirbúa sig eða byrjað að vinna í einhverju áður en það mætir. Fólk fær því einungis þessar 48 klukkustundir til að vinna að einhverju nýju saman,“ segir Alexandra. IGI hélt samtals fjögur leikjadjömm 2017, sem skiluðu 35 fjölbreyttum og skemmtilegum leikjum. „Það er svipaður fjöldi skráður og hefur verið að mæta á okkar viðburði. Það hefur yfirleitt verið um þriðjungur þátttakenda sem er ekki endilega að vinna við að búa til leiki eða hefur gert það áður, heldur hefur það sem sérstakt áhugamál. Líkt og fólk sem býr til tónlist eða tekur ljósmyndir, þá hafa margir það sem áhugamál að búa til tölvuleiki,“ segir Alexandra. Leikjadjammið er haldið í fyrsta sinn í Reykjavík í ár, en viðburðurinn var haldinn á Kollafossi árið 2016. Djammið hefst klukkan 17.00 í dag, föstudag og verður stofa M110 í HR þátttakendum opin alla helgina.
Birtist í Fréttablaðinu Leikjavísir Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira