Beinfundur bendir til þess að menn hafi yfirgefið Afríku fyrr en talið var Kjartan Kjartansson skrifar 25. janúar 2018 20:38 Átta tennur voru enn fastar í kjálkabeinið sem fannst í helli í Ísrael. Vísir/AFP Menn yfirgáfu Afríku um 60.000 árum fyrr en vísindamenn hafa talið fram að þessu. Þetta er niðurstaða fornleifafræðinga sem fundu kjálkabein úr manni í helli i Ísrael sem er að minnsta kosti 175.000 ára gamalt. Beinið er það langelsta sem hefur fundist utan Afríku. Nútímamaðurinn, homo sapiens, þróaðist upphaflega í Afríku áður en hann lagði síðar undir sig önnur meginlönd jarðar. Fundur kjálkabeinsins nú bendir til þess að framvarðarsveit mannkynsins hafi verið mun fyrr á ferðinni í öðrum álfum en talið hefur verið. Elstu mannabein sem hafa fundist utan Afríku hafa verið á bilinu 90.000 til 120.000 ára gömul. Fjallað er um fundinn í grein í vísindaritinu Science sem birtist í dag. Í umfjöllun Washington Post kemur fram að hann sé vísbending um að menn hafi farið í nokkra skammlífa könnunarleiðangra til Evrasíu þúsöldum áður en þeir námu þar land varanlega. Kjálkabeinið hafi að líkindum tilheyrt einum þessara könnuða. Líkt við ferðir norrænna manna til vesturheimsBeinið fannst við uppgröft í Misliya-hellinum í vesturhlíð Carmel-fjalls í Ísrael sem var fullur af urð og grjóti. Í fyrndinni var hellirinn hins vegar stór og djúpur. Mina Weinstein-Evron, fornleifafræðingur við Háskólann í Haifa og einn höfunda greinarinnar, segir að hellirinn hafi verið tilvalið skjól fyrir fornmenn. Hún segir að ekki sé hægt að greina hvort að beinið hafi tilheyrt karli eða konu. Verkfæri fundust nærri beininu. Þetta er eina mannabeinið sem hefur fundist í hellinum en verkfæri, dýrabein og vísbendingar um eldstæði hafa fundist þar áður.Beinið fannst í Misliya-hellinum í Carmel-fjalli í Ísrael.Vísir/AFPRick Potts, forstöðumaður verkefnis Smithsonian-náttúruminjasafnsins um uppruna mannsins, líkir uppgötvuninni nú við minjar um misheppnaðar tilraunir norrænna manna til að nema land í vesturheimi. „Þetta er í eðli sínu heillandi og áhugavert. Ekki aðeins í gegnum söguna heldur djúpt inn í forsöguna hafa verið brautryðjendur sem tókst ekki að lifa af,“ segir Potts. Vísindi Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira
Menn yfirgáfu Afríku um 60.000 árum fyrr en vísindamenn hafa talið fram að þessu. Þetta er niðurstaða fornleifafræðinga sem fundu kjálkabein úr manni í helli i Ísrael sem er að minnsta kosti 175.000 ára gamalt. Beinið er það langelsta sem hefur fundist utan Afríku. Nútímamaðurinn, homo sapiens, þróaðist upphaflega í Afríku áður en hann lagði síðar undir sig önnur meginlönd jarðar. Fundur kjálkabeinsins nú bendir til þess að framvarðarsveit mannkynsins hafi verið mun fyrr á ferðinni í öðrum álfum en talið hefur verið. Elstu mannabein sem hafa fundist utan Afríku hafa verið á bilinu 90.000 til 120.000 ára gömul. Fjallað er um fundinn í grein í vísindaritinu Science sem birtist í dag. Í umfjöllun Washington Post kemur fram að hann sé vísbending um að menn hafi farið í nokkra skammlífa könnunarleiðangra til Evrasíu þúsöldum áður en þeir námu þar land varanlega. Kjálkabeinið hafi að líkindum tilheyrt einum þessara könnuða. Líkt við ferðir norrænna manna til vesturheimsBeinið fannst við uppgröft í Misliya-hellinum í vesturhlíð Carmel-fjalls í Ísrael sem var fullur af urð og grjóti. Í fyrndinni var hellirinn hins vegar stór og djúpur. Mina Weinstein-Evron, fornleifafræðingur við Háskólann í Haifa og einn höfunda greinarinnar, segir að hellirinn hafi verið tilvalið skjól fyrir fornmenn. Hún segir að ekki sé hægt að greina hvort að beinið hafi tilheyrt karli eða konu. Verkfæri fundust nærri beininu. Þetta er eina mannabeinið sem hefur fundist í hellinum en verkfæri, dýrabein og vísbendingar um eldstæði hafa fundist þar áður.Beinið fannst í Misliya-hellinum í Carmel-fjalli í Ísrael.Vísir/AFPRick Potts, forstöðumaður verkefnis Smithsonian-náttúruminjasafnsins um uppruna mannsins, líkir uppgötvuninni nú við minjar um misheppnaðar tilraunir norrænna manna til að nema land í vesturheimi. „Þetta er í eðli sínu heillandi og áhugavert. Ekki aðeins í gegnum söguna heldur djúpt inn í forsöguna hafa verið brautryðjendur sem tókst ekki að lifa af,“ segir Potts.
Vísindi Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira