Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur piltum Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2018 16:51 Landsréttur áætlar að maðurinn gæti haldið áfram brotum á meðan málið hans stendur yfir og vísað er til þeirrar þarfar að verja brotaþola fyrir mögulegum árásum. Vísir/Anton Landsréttur hefur staðfest að maður sem grunaður eru um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur piltum frá árinu 2015 og til byrjunar þessa árs og að brjóta gegn nálgunarbanni varðandi báða piltana skuli sæta gæsluvarðhaldi til 16. febrúar. Landsréttur áætlar að maðurinn gæti haldið áfram brotum á meðan málið hans stendur yfir og vísað er til þeirrar þarfar að verja brotaþola fyrir mögulegum árásum. Brot gegn öðrum piltinum munu hafa átt sér stað í byrjun árs en maðurinn var einnig ákærður í ágúst í fyrra fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðrum pilti og ítrekuð brot á nálgunarbanni. Sú ákæra er til meðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjaness.Sakaður um að brjóta fyrst gegn fimmtán ára pilti Þar er hann sakaður um að hafa frá fyrri hluta árs 2015, þegar pilturinn var fimmtán ára gamall, til ársins 2016, þegar hann varð 17 ára, ítrekað tælt hann með fíkniefnum, lyfjum og gjöfum, gefið honum peninga, tóbak og farsíma og þar að auki nýtt sér yfirburði sína gagnvart piltinum vegna aldurs- og þroskamunar til að hafa við hann samræði og önnur kynferðismök á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Hann var einnig ákærður fyrir að taka ítrekað ljósmyndir og myndbönd af piltinum á kynferðislegan og klámfengin hátt.Úrskurð Landsréttar má sjá hér. Maðurinn var svo aftur handtekinn þann 12. janúar. Kvöldið áður hafði stjúpfaðir pilts haft samband við lögreglu eftir að hafa fengið skilaboð frá piltinum þar sem hann kallaði eftir hjálp og aðstoð lögreglu. Hann fannst í gegnum síma hans þar sem hann kom grátandi út úr gistiheimili.Nánast meðvitundarlaus í viku Pilturinn sagði manninn hafa dælt í sig lyfjum og brotið gegn sér. Þeir höfðu verið saman á gistiheimilum í nokkra daga og sagðist pilturinn lítið sem ekkert muna eftir því vegna lyfjaneyslu og hann hefði verið nánast meðvitundarlaus í viku. Hann sagði manninn hafa meðal annars keypt fyrir sig Sanex og marijúana. Þar að auki hafi hann gefið honum jakkaföt, bol og síma. Pilturinn sagðist hafa sent frá sér skilaboð eftir að maðurinn talaði við hann um að þeir hefðu stundað kynlíf. Hann man ekki eftir slíku og hafi verið rænulaus á meðan. Hann var fluttur á neyðarmóttöku þar sem í ljós kom að hann hafi verið undir áhrifum ýmissa fíkniefna og lyfja. Við leit í bíl mannsins fundust lyf, erlendur gjaldeyrir, kassi af nýjum síma, sleipiefni og kortaveski með ýmsum kortum. Þar á meðal korti merktu fyrri piltinum sem maðurinn var ákærður fyrir að brjóta gegn.Neitar sök Maðurinn neitar alfarið sök og sagðist hafa hitt piltinn fyrir tilviljun og hann hefði ekki verið í góðu ástandi. Því hefði maðurinn ákveðið að aðstoða piltinn og hjálpa honum að komast á rétt ról og finna vinnu. Því hefð hann leigt herbergi á gistiheimili. Hann sagði enn fremur að þeir hefðu haft kynmök um sex sinnum og hann hafi alltaf átt frumkvæði að sjálfur. Það hefði farið fram með rólegum og ljúfum hætti og pilturinn hefði alltaf verið með fulla meðvitund. Þá neitaði maðurinn að hafa útvegað piltinum lyf. Dómsmál Tengdar fréttir Karlmaður í haldi grunaður um kynferðisbrot gegn pilti Er hann meðal annars grunaður um að hafa greitt piltinum fyrir kynferðislegar athafnir. Þá leikur grunur á að hann hafi brotið gegn fleiri börnum. 19. janúar 2018 18:30 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Fleiri fréttir Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest að maður sem grunaður eru um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur piltum frá árinu 2015 og til byrjunar þessa árs og að brjóta gegn nálgunarbanni varðandi báða piltana skuli sæta gæsluvarðhaldi til 16. febrúar. Landsréttur áætlar að maðurinn gæti haldið áfram brotum á meðan málið hans stendur yfir og vísað er til þeirrar þarfar að verja brotaþola fyrir mögulegum árásum. Brot gegn öðrum piltinum munu hafa átt sér stað í byrjun árs en maðurinn var einnig ákærður í ágúst í fyrra fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðrum pilti og ítrekuð brot á nálgunarbanni. Sú ákæra er til meðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjaness.Sakaður um að brjóta fyrst gegn fimmtán ára pilti Þar er hann sakaður um að hafa frá fyrri hluta árs 2015, þegar pilturinn var fimmtán ára gamall, til ársins 2016, þegar hann varð 17 ára, ítrekað tælt hann með fíkniefnum, lyfjum og gjöfum, gefið honum peninga, tóbak og farsíma og þar að auki nýtt sér yfirburði sína gagnvart piltinum vegna aldurs- og þroskamunar til að hafa við hann samræði og önnur kynferðismök á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Hann var einnig ákærður fyrir að taka ítrekað ljósmyndir og myndbönd af piltinum á kynferðislegan og klámfengin hátt.Úrskurð Landsréttar má sjá hér. Maðurinn var svo aftur handtekinn þann 12. janúar. Kvöldið áður hafði stjúpfaðir pilts haft samband við lögreglu eftir að hafa fengið skilaboð frá piltinum þar sem hann kallaði eftir hjálp og aðstoð lögreglu. Hann fannst í gegnum síma hans þar sem hann kom grátandi út úr gistiheimili.Nánast meðvitundarlaus í viku Pilturinn sagði manninn hafa dælt í sig lyfjum og brotið gegn sér. Þeir höfðu verið saman á gistiheimilum í nokkra daga og sagðist pilturinn lítið sem ekkert muna eftir því vegna lyfjaneyslu og hann hefði verið nánast meðvitundarlaus í viku. Hann sagði manninn hafa meðal annars keypt fyrir sig Sanex og marijúana. Þar að auki hafi hann gefið honum jakkaföt, bol og síma. Pilturinn sagðist hafa sent frá sér skilaboð eftir að maðurinn talaði við hann um að þeir hefðu stundað kynlíf. Hann man ekki eftir slíku og hafi verið rænulaus á meðan. Hann var fluttur á neyðarmóttöku þar sem í ljós kom að hann hafi verið undir áhrifum ýmissa fíkniefna og lyfja. Við leit í bíl mannsins fundust lyf, erlendur gjaldeyrir, kassi af nýjum síma, sleipiefni og kortaveski með ýmsum kortum. Þar á meðal korti merktu fyrri piltinum sem maðurinn var ákærður fyrir að brjóta gegn.Neitar sök Maðurinn neitar alfarið sök og sagðist hafa hitt piltinn fyrir tilviljun og hann hefði ekki verið í góðu ástandi. Því hefði maðurinn ákveðið að aðstoða piltinn og hjálpa honum að komast á rétt ról og finna vinnu. Því hefð hann leigt herbergi á gistiheimili. Hann sagði enn fremur að þeir hefðu haft kynmök um sex sinnum og hann hafi alltaf átt frumkvæði að sjálfur. Það hefði farið fram með rólegum og ljúfum hætti og pilturinn hefði alltaf verið með fulla meðvitund. Þá neitaði maðurinn að hafa útvegað piltinum lyf.
Dómsmál Tengdar fréttir Karlmaður í haldi grunaður um kynferðisbrot gegn pilti Er hann meðal annars grunaður um að hafa greitt piltinum fyrir kynferðislegar athafnir. Þá leikur grunur á að hann hafi brotið gegn fleiri börnum. 19. janúar 2018 18:30 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Fleiri fréttir Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Sjá meira
Karlmaður í haldi grunaður um kynferðisbrot gegn pilti Er hann meðal annars grunaður um að hafa greitt piltinum fyrir kynferðislegar athafnir. Þá leikur grunur á að hann hafi brotið gegn fleiri börnum. 19. janúar 2018 18:30