Í stiklunni má sjá kunnugleg andlit sem aðdáendur þekkja úr fyrri myndinni sem kom út 2008, meðal annars Meryl Streep, Amanda Seyfried, Pierce Brosnan, Stellan Skarsgård, Colin Firth, Dominic Cooper, Julie Walters, Christine Barandski og fleiri.
Þá mun Lily James fara með hlutverk Donnu á sínum yngri árum, en Streep túlkaði Donnu í fyrri myndinni. Andy Garcia leika Fernando nokkurn, en eitt af þekktari lögum ABBA ber einmitt sama nafn. Auk þess mun hin eina sanna Cher fara með hlutverk ömmu Sophie.
Sjá má stikluna að neðan.