Lífið

"Það var magnað að finna samtakamáttinn“

Guðný Hrönn skrifar
JóiPé og Króli settu sig í stellingar með nýju Fokk Ofbeldi-húfuna.
JóiPé og Króli settu sig í stellingar með nýju Fokk Ofbeldi-húfuna. mynd/saga sig
Í dag koma nýjar Fokk ofbeldi-húfur frá UN Women á Íslandi í sölu. Í þetta sinn er húfan dimmblá að lit. Húfan er afar flott eins og meðfylgjandi myndir sýna og sanna og auðvitað seldar til styrktar góðu málefni. Allur ágóði rennur til verkefna UN Women sem vinnur að baráttu gegn kynbundnu ofbeldi.



Saga Sigurðardóttir tók myndir fyrir nýju auglýsingaherferðina. Spurð út í hópinn sem situr fyrir í auglýsingaherferðinni í þetta sinn segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi: „Hugmyndin var að fá fjölbreyttan hóp fólks til að taka þátt í myndatökunni og mynda Fokk ofbeldi-fylkingu gegn kynbundnu ofbeldi. Tíminn er á þrotum og það var magnað að finna samtakamáttinn hjá þátttakendum sem fannst meira en sjálfsagt að beita sér með þessum hætti í baráttunni gegn ofbeldi gegn konum og stúlkum.“

Glódís Tara og Anna Katrín lögðu átakinu lið.mynd/saga sig
Þess má geta að húfan kostar 4.500 krónur og fæst í verslunum Vodafone í Smáralind, Kringlunni, Suðurlandsbraut, Glerártorgi Akureyri og á unwomen.is.

Jóhann Alfreð, Saga Garðars og Dóra Jóhannsdóttir.mynd/saga sig
Fríður hópur tónlistarfólks með nýju Fokk Ofbeldi-húfuna.mynd/saga sig





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.