Stuðningsmaður ÍR kallaði dómarann rasista og var hent út úr húsi | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. janúar 2018 08:30 ÍR trónir áfram á toppi Domino´s-deildar karla í körfubolta eftir glæsilegan þriggja stiga sigur, 90-87, gegn Njarðvík í Ljónagryfjunni í gærkvöldi. Spennan var mikil en Breiðhyltingar náðu að knýja fram sigur og það án síns besta manns í stúkunni en leiðtogi Ghetto Hooligans, hinnar frábæru stuðningsmannasveitar ÍR-liðsins, var rekinn út úr húsi þegar að sjö mínútur voru eftir. Njarðvík var þá í sókn, tveimur stigum undir, en komst yfir með fallegri körfu Bandaríkjamannsins Terrels Vinsons. Í aðdraganda körfunnar má sjá stuðningsmanninn, sem heitir Sigurður Breiðfjörð Þorsteinsson, halla sér að Ísak Erni Kristinssyni, einum dómara leiksins, og segja nokkur vel valin orð. Ísak gerði ekki neitt í málunum á meðan sóknin var í gangi en um leið og boltinn fór ofan í körfuna stöðvaði hann leikinn og bað starfsmenn Ljónagryfjunnar um að vísa Sigurði út úr húsi. Ekki heyrist hvað Breiðhyltingurinn segir við dómarann en það skiptir engu máli þar sem Sigurður opinberaði það sjálfur á Facebook-síðunni Dominos spjallið í gærkvöldi. „Ég sagði við hann mjög rólega að hann væri rasisti,“ segir Sigurður en Ísak Ernir hafði greinilega mjög takmarkaðn húmor fyrir þeim orðum og vísaði ÍR-ingnum á dyr. Þessa áhugaverðu senu má sjá í myndbandinu hér að ofan.mynd/facebook Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - ÍR 87-90 | Háspenna í Ljónagryfjunni Topplið ÍR-inga sigraði Njarðvík í hörku leik í Ljónagryfjunni þar sem litlu munaði að Logi Gunnarsson hefði sent leikinn í framlengingu með flautuþristi 24. janúar 2018 23:00 Mest lesið Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Sport Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
ÍR trónir áfram á toppi Domino´s-deildar karla í körfubolta eftir glæsilegan þriggja stiga sigur, 90-87, gegn Njarðvík í Ljónagryfjunni í gærkvöldi. Spennan var mikil en Breiðhyltingar náðu að knýja fram sigur og það án síns besta manns í stúkunni en leiðtogi Ghetto Hooligans, hinnar frábæru stuðningsmannasveitar ÍR-liðsins, var rekinn út úr húsi þegar að sjö mínútur voru eftir. Njarðvík var þá í sókn, tveimur stigum undir, en komst yfir með fallegri körfu Bandaríkjamannsins Terrels Vinsons. Í aðdraganda körfunnar má sjá stuðningsmanninn, sem heitir Sigurður Breiðfjörð Þorsteinsson, halla sér að Ísak Erni Kristinssyni, einum dómara leiksins, og segja nokkur vel valin orð. Ísak gerði ekki neitt í málunum á meðan sóknin var í gangi en um leið og boltinn fór ofan í körfuna stöðvaði hann leikinn og bað starfsmenn Ljónagryfjunnar um að vísa Sigurði út úr húsi. Ekki heyrist hvað Breiðhyltingurinn segir við dómarann en það skiptir engu máli þar sem Sigurður opinberaði það sjálfur á Facebook-síðunni Dominos spjallið í gærkvöldi. „Ég sagði við hann mjög rólega að hann væri rasisti,“ segir Sigurður en Ísak Ernir hafði greinilega mjög takmarkaðn húmor fyrir þeim orðum og vísaði ÍR-ingnum á dyr. Þessa áhugaverðu senu má sjá í myndbandinu hér að ofan.mynd/facebook
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - ÍR 87-90 | Háspenna í Ljónagryfjunni Topplið ÍR-inga sigraði Njarðvík í hörku leik í Ljónagryfjunni þar sem litlu munaði að Logi Gunnarsson hefði sent leikinn í framlengingu með flautuþristi 24. janúar 2018 23:00 Mest lesið Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Sport Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - ÍR 87-90 | Háspenna í Ljónagryfjunni Topplið ÍR-inga sigraði Njarðvík í hörku leik í Ljónagryfjunni þar sem litlu munaði að Logi Gunnarsson hefði sent leikinn í framlengingu með flautuþristi 24. janúar 2018 23:00
Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit