
Rithöfundalyddurnar og ráðherrann
Þó vil ég skjóta því hér inn, að vegna sjálfsvirðingar minnar var ekki umflúið að skila inn skírteininu, sem skýrist af þeirri nöturlegu staðreynd, að ég gat ekki hugsað mér að stíga framar fæti inn í Gunnarshús, úthrópaður vandræðamaður, öðrum félögum til athlægis, fyrir að vera óferjandi á lokaðri Facebook síðu sambandsins, sakir of mikilla skrifa, að áliti stjórnarmanna , sem er auðvitað rakin vitleysa, en auðvitað sveiflar maður pennanum að ákveðnu marki – varla er það hættulegt, eða hvað?
Í raun er ég maður ljúfur, grandvar og dagfarslega prúður, en get þó verið harðskeyttur ef að mér er ómaklega vegið, eins og í þessum yfirgangi stjórnar RSÍ – eins ef augljóst misrétti verður uppvíst, hvort sem það snýr að mér, eða öðrum. Það er Rithöfundasamband Íslands sem er ábyrgt fyrir launasjóði rithöfunda, að því marki að sjá um að sjóðurinn svari kröfum hvers tíma, en því miður hefur RSÍ haldist slælega á því kefli, að gegna skyldu sinni gagnvart íslenskri rithöfundastétt, þegar kemur að vexti og viðgangi launasjóðsins.
Ég kenni um því fólki, sem farið hefur með ábyrgðarstöður innan RSÍ, undanfarin 15 – 20 árin, stjórnum og formönnum þess tíma. Sá háttur er hafður á; að ár hvert, fer fjögurra manna sendinefnd á fund mennta- og menningarmálaráðherra, þeirra erinda að ræða málefni launasjóðsins – það ófremdarástand sem þar ríkir. Ráðherra tekur á móti þessu fólki með kostum og kynjum, bíður því kaffi og sætabrauð, og talar fjálglega um hversu skáldin séu þjóðinni dýrmæt.
Svo er farið að ræða hið grafalvarlega mál, launasjóð rithöfunda, hversu bagalega sé komið fyrir sjóðnum, að brýnt sé að bæta úr, að útlit sé fyrir brottfall úr íslenskri skáldastétt, ef aðeins 12% af félagsmönnum RSÍ eiga kost á að njóta ritlauna – en 88% þeirra verði að éta það sem úti frýs. Ráðherra situr hljóður undir málflutningi sendimanna og stekkur ekki bros á vör. Þegar sendimenn hafa lokið máli sínu, stynur hann þungan, og segir með hluttekningarrómi: „Mér er fyllilega ljóst hversu staða launasjóðsins er alvarleg.
Því megið þið trúa, að ég er ykkur hjartanlega sammála, við þetta ástand verður ekki búið, ef þjóðin ætlar að standa undir nafni, sem bókmenntaþjóð. Einn er þó hængur á, það eru ríkisfjármálin, sjaldan eða aldrei hafa þau verið jafn bág, eins og einmitt um þessar mundir. Sannarlega er mér það harmur að geta ekki orðið við umleitan ykkar“.
Og þar með er erindið slegið útaf borðinu, og sendinefnd RSÍ hundskast útum dyrnar í ráðuneytinu – með skottið á milli fótanna. Þetta kalla ég lékeg vinnubrögð. Fullreynt er að reyna að sækja að ráðherranum á þessum nótum, með röksemdarfærslum um ótæka stöðu launasjóðsins – ráðherra þykist hlusta, en hlustar í raun ekki. Með réttu ætti sendinefnd RSÍ að beita aktivisma, taka með sér kaffibrúsa og nestisbox, og setjast upp í ráðuneytinu, neita að yfirgefa húsið, fyrr en ráðherra hefur gefið loforð um sanngjarnar úrbætur á launasjóði rithöfunda
Tengdar fréttir

Mælirinn er fullur - og vel það
Ég krefst þess að fá að vita hvað það er sem mælir gegn því að ég fái ritlaun!

Takk fyrir 40 árin – Rithöfundasamband Íslands!
Mér var gerður nauðugur einn kostur að segja mig úr Rithöfundasambandi Íslands, eftir 40 ára veru í sambandinu.
Skoðun

Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins
Högni Elfar Gylfason skrifar

Fáni okkar allra...
Eva Þorsteinsdóttir skrifar

Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun
Óli Jón Jónsson skrifar

Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram
Guðmundur Björnsson skrifar

Föstum saman, Ramadan og langafasta
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Auðhumla í Hamraborg
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor
Kristín Heimisdóttir skrifar

Mannlegi rektorinn Silja Bára
Arnar Pálsson skrifar

Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það
Drífa Snædal skrifar

Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk
Bjarni Már Magnússon skrifar

Ó-frjósemi eða val
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun?
Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar

Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda
Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar

Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna?
Guðmundur Björnsson skrifar

Við kjósum Kolbrúnu!
Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar

Geðheilbrigði snertir okkur öll
Sandra B. Franks skrifar

Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings
Guðmundur Einarsson skrifar

Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis
Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar

Konur láta lífið og karlar fá knús
Guðný S. Bjarnadóttir skrifar

VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters!
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Kosningar í VR
Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar

Kynjajafnrétti er mannanna verk
Stella Samúelsdóttir skrifar

Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd
Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar

Baráttan heldur áfram!
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Jafnréttisparadís?
Guðrún Karls Helgudóttir skrifar

Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs
Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar

Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors
Haraldur Ólafsson skrifar

Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld
Sigvaldi Einarsson skrifar

Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál
Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar