Tyrkir handtóku ellefu fyrir að dreifa hryðjuverkaáróðri Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. janúar 2018 07:00 Sýrlenskir uppreisnarmenn berjast með Tyrkjum. Nordicphotos/AFP Lögreglan í Tyrklandi hefur handtekið ellefu einstaklinga sem grunaðir eru um að dreifa „hryðjuverkaáróðri“ á samfélagsmiðlum um innrás Tyrkjahers á það landsvæði sem Kúrdar hafa stýrt í norðurhluta Sýrlands, nærri landamærum ríkjanna. Frá þessu greindi ríkisfréttastofan Anadolu í gær. Alls séu um 150 í haldi vegna meints stuðnings við YPG, hersveitir Kúrda, sem Tyrkir álíta hernaðararm Verkamannaflokks Kúrda (PKK) og bæði NATO og Evrópusambandið telja hryðjuverkasamtök. Tyrkir hafa nú þegar tekið nokkra bæi í Afrin-héraði og greindi Washington Post frá því í gær að þarlend yfirvöld hefðu áhyggjur af því að aðgerðir Tyrkja gætu raskað stríðinu gegn ISIS. Kúrdar hafa víða um heim mótmælt innrásinni harðlega en YPG er hluti af hernaðarbandalaginu gegn ISIS, rétt eins og Bandaríkjamenn og sjálfir Tyrkir. Þrömmuðu til að mynda hundruð Kúrda að tröppum sendiráða Rússlands og Bandaríkjanna á Kýpur í gær og brenndu myndir af Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Kröfðust þeir þess að Tyrkir hyrfu á brott frá svæðinu. Erdogan sagði í gær að hernaðaraðgerðirnar gengju vel og myndu halda áfram „þar til engir hryðjuverkamenn væru eftir á svæðinu“. Hét hann því að Tyrkir myndu halda austur að borginni Manbij, sem einnig er undir stjórn Kúrda, og sagði markmiðið að „hreinsa svæðið af þessu vandamáli“. Þá sagði Erdogan að tyrkneskir hermenn og bandamenn þeirra úr röðum sýrlenskra uppreisnarmanna hefðu fellt að minnsta kosti 268 sýrlenska Kúrda frá því innrásin var gerð þann 20. janúar síðastliðinn. Á meðan Tyrkir og Kúrdar kljást í norðurhluta Sýrlands hafa Bandaríkjamenn sakað ríkisstjórnarherinn um að beita enn á ný efnavopnum gegn almennum borgurum. Nú síðast í Austur-Ghouta á mánudag en mannúðarsamtök hafa greint frá því að tvær árásir hafi verið gerðar í héraðinu þá. Alls fjórar frá áramótum. Greina læknar á svæðinu frá því að tugir barna hafi sýnt einkenni eitrunar af völdum klórgass. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á þriðjudag að Rússar bæru ábyrgð á því að hafa ekki stjórn á bandamönnum sínum í ríkisstjórn Bashars al-Assad. Sýrlandsstjórn hefur ítrekað beitt banvænum efnavopnum á svæðum sem uppreisnarmenn stjórna. „Rússar bera ábyrgð á þessum árásum, burtséð frá því hver gerði þær,“ sagði Tillerson. Assad-liðar höfnuðu því alfarið í gær að þeir hefðu beitt efnavopnum og sögðu að um lygar væri að ræða. Ásakanir Bandaríkjanna og Frakka væru hluti af samstilltu átaki gegn ríkisstjórninni. Hernaðarbandalagið gegn ISIS tilkynnti í gær um að bandaríski herinn hefði fellt allt að 150 skæruliða í loftárás á eitt höfuðvígi samtakanna í Deir al-Zour-héraði. Með yfirlýsingunni fylgdu þær upplýsingar að nú hefði ISIS misst 98 prósent þess landsvæðis sem samtökunum tókst að sölsa undir sig í Írak og Sýrlandi árið 2014 þegar stofnun kalífadæmis var lýst yfir. Birtist í Fréttablaðinu Kýpur Mið-Austurlönd Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Lögreglan í Tyrklandi hefur handtekið ellefu einstaklinga sem grunaðir eru um að dreifa „hryðjuverkaáróðri“ á samfélagsmiðlum um innrás Tyrkjahers á það landsvæði sem Kúrdar hafa stýrt í norðurhluta Sýrlands, nærri landamærum ríkjanna. Frá þessu greindi ríkisfréttastofan Anadolu í gær. Alls séu um 150 í haldi vegna meints stuðnings við YPG, hersveitir Kúrda, sem Tyrkir álíta hernaðararm Verkamannaflokks Kúrda (PKK) og bæði NATO og Evrópusambandið telja hryðjuverkasamtök. Tyrkir hafa nú þegar tekið nokkra bæi í Afrin-héraði og greindi Washington Post frá því í gær að þarlend yfirvöld hefðu áhyggjur af því að aðgerðir Tyrkja gætu raskað stríðinu gegn ISIS. Kúrdar hafa víða um heim mótmælt innrásinni harðlega en YPG er hluti af hernaðarbandalaginu gegn ISIS, rétt eins og Bandaríkjamenn og sjálfir Tyrkir. Þrömmuðu til að mynda hundruð Kúrda að tröppum sendiráða Rússlands og Bandaríkjanna á Kýpur í gær og brenndu myndir af Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Kröfðust þeir þess að Tyrkir hyrfu á brott frá svæðinu. Erdogan sagði í gær að hernaðaraðgerðirnar gengju vel og myndu halda áfram „þar til engir hryðjuverkamenn væru eftir á svæðinu“. Hét hann því að Tyrkir myndu halda austur að borginni Manbij, sem einnig er undir stjórn Kúrda, og sagði markmiðið að „hreinsa svæðið af þessu vandamáli“. Þá sagði Erdogan að tyrkneskir hermenn og bandamenn þeirra úr röðum sýrlenskra uppreisnarmanna hefðu fellt að minnsta kosti 268 sýrlenska Kúrda frá því innrásin var gerð þann 20. janúar síðastliðinn. Á meðan Tyrkir og Kúrdar kljást í norðurhluta Sýrlands hafa Bandaríkjamenn sakað ríkisstjórnarherinn um að beita enn á ný efnavopnum gegn almennum borgurum. Nú síðast í Austur-Ghouta á mánudag en mannúðarsamtök hafa greint frá því að tvær árásir hafi verið gerðar í héraðinu þá. Alls fjórar frá áramótum. Greina læknar á svæðinu frá því að tugir barna hafi sýnt einkenni eitrunar af völdum klórgass. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á þriðjudag að Rússar bæru ábyrgð á því að hafa ekki stjórn á bandamönnum sínum í ríkisstjórn Bashars al-Assad. Sýrlandsstjórn hefur ítrekað beitt banvænum efnavopnum á svæðum sem uppreisnarmenn stjórna. „Rússar bera ábyrgð á þessum árásum, burtséð frá því hver gerði þær,“ sagði Tillerson. Assad-liðar höfnuðu því alfarið í gær að þeir hefðu beitt efnavopnum og sögðu að um lygar væri að ræða. Ásakanir Bandaríkjanna og Frakka væru hluti af samstilltu átaki gegn ríkisstjórninni. Hernaðarbandalagið gegn ISIS tilkynnti í gær um að bandaríski herinn hefði fellt allt að 150 skæruliða í loftárás á eitt höfuðvígi samtakanna í Deir al-Zour-héraði. Með yfirlýsingunni fylgdu þær upplýsingar að nú hefði ISIS misst 98 prósent þess landsvæðis sem samtökunum tókst að sölsa undir sig í Írak og Sýrlandi árið 2014 þegar stofnun kalífadæmis var lýst yfir.
Birtist í Fréttablaðinu Kýpur Mið-Austurlönd Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sjá meira