Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 27-27 | Frábær endurkoma Eyjakvenna Einar Kristinn Kárason skrifar 24. janúar 2018 20:45 Ester Óskarsdóttir, leikmaður ÍBV. vísir/stefán Segja má með sönnu að leikur ÍBV og Hauka hafi verið leikur tveggja gjörólíkra hálfleika. Gestirnir úr Hafnarfirðinum mættu kraftmiklir til leiks og voru fljótir að næla sér í gott forskot. Eyjastúlkur voru í töluverðum vandræðum með að skapa sér góð færi og vörn og markvarsla var vel undir pari. Það fór sem svo að Haukastúlkur fóru með 7 marka forskot inn í hálfleikinn. Eyjastúlkur tóku sig svo sannarlega saman í andlitinu í leikhléi, liðið sem mætti í seinni 30 mínúturnar var allt annað en það sem við sáum í þeim fyrri. Þær söxuðu á forskot Haukanna jafnt og þétt og þegar örfáar mínútur eftir lifðu leiks voru þær búnar að snúa leiknum sér í hag og leiddu með 2 mörkum. Svo fór þó að Haukastúlkur náðu að jafna leikinn í 27-27 úr vítaskoti, sem var jafnframt síðasta skot leiksins.Af hverju vann ÍBV? ÍBV mætti ekki til leiks í fyrri hálfleik og Haukar í þeim síðari. Markvarsla, vörn og sókn hjá Haukum var til fyrirmyndar í fyrri hálfleik en það snérist á höfuð sér seinni 30 mínúturnar.Hverjir stóðu uppúr? Í fyrri hálfleiknum lokaði Elín Jóna Þorsteinsdóttir markinu hjá Haukunum en tók varla bolta í þeim síðari. Þá voru Berta Rut Harðardóttir og Guðrún Erla Bjarnadóttir atkvæðamestar hjá Haukum með 7 og 6 mörk. Hjá ÍBV var Sandra Erlingsdóttir yfirburðaleikmaður liðsins og skoraði 11 mörk. Þar á eftir kom Ester Óskarsdóttir með 6 og Karólína Bæhrenz með 4.Hvað gekk illa? Maria Ines da Silva Pereira gerði sig seka um afar slæm mistök undir lok fyrri hálfleiks þar sem hún tók skot úr aukakasti beint í andlitið á Söndru Erlingsdóttur í varnarmúr ÍBV og uppskar með því rautt spjald og útilokun frá leiknum. Hvað þýða úrslitin? Eitt stig á lið. Haukar styrkja stöðu sína í 2.sæti deildarinnar á meðan ÍBV eru enn í 4.sæti við hlið Fram sem sitja í sætinu fyrir ofan og fyrir ofan Stjörnuna en Fram og Stjarnan eiga leik á laugardaginn næstkomandi.Elías Már: Gríðarlega heimskuleg mistök Elías Már Halldórsson, þjálfari Hauka, var að vonum svekktur eftir jafntefli við ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld. Haukar leiddu leikinn með 7 mörkum í hálfleik en misstu leikinn úr höndum sér í síðari hálfleiknum. „Það eru vonbrigði hvernig við endum fyrri hálfleikinn og hvernig við spilum í seinni hálfleik. Mér fannst við brjóta okkur út úr því sem við vorum búin að tala um alla vikuna.“ Stór vendipunktur var á leiknum undir lok fyrri hálfleiks þegar Maria Ines da Silva Pereira fékk að líta rauða spjaldið og útilokun. „Maria gerir sig seka um gríðarlega heimskuleg mistök með því að skjóta í hausinn á veggnum og ég er mjög óánægður með það.“ „Maður á kannski að vera ánægður með stigið en mér fannst frammistaðan ekki nægilega góð í 35 mínútur og er bara óánægður með það,“ sagði Elías Már. „Ég þarf greinilega að kafa aðeins dýpra í þetta. Þetta er eiginlega það sama og gerist á móti Fram. Við byrjum mjög illa í seinni hálfleik og þá misstum við þær mörgum mörkum fram úr okkur. Núna missum við niður mikið forskot. Ég þarf greinilega að skoða þennan kafla vel ef við ætlum að gera okkur líkleg til að fara eitthvað lengra.“Hrafnhildur: Fáránlegt að vera fúl yfir að tapa þessum leik „Skelfileg tilfinning. Tilfinningin að enginn mætir til leiks og bara ekkert að gerast hjá okkur og áttum skilið en að vera 7 mörkum undir í hálfleik,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV eftir jafnteflið við Hauka. „En stórkostlegt að mæta svo sannarlega til leiks í seinni hálfleik og maður sá bara strax í hvað stefndi. Hvernig vörnin var frábær, fáum markmennina strax í stuð og eiginlega fáránlegt að vera svona fúll yfir því að tapa þessum leik því við vorum með unnin leik síðustu 5.“ Eyjastúlkur voru 7 mörkum undir í hálfleik. Hvernig gírar maður stelpurnar upp í seinni hálfleikinn? „Maður er ekkert voða glaður. Við vorum mjög óhress í hálfleik og þær fengu aðeins að heyra það. Ef þú ert íþróttamaður, að tapa eða að tapa. Maður getur verið að tapa með höfuðið hátt að gera allt og berjast eða tapa svona eins og við spiluðum í fyrri hálfleik og fara út með hauspoka. Það er mjög stór munur. Við lögðum upp með það að þurfa ekki að fara skríðandi út úr höllinni,“ sagði Hrafnhildur að lokum.Guðrún Erla: Misstum hausinn „Þetta er bara hundfúlt og ég trúi ekki að við höfum verið 10 mörkum yfir og tapað þessu niður. Eitt stig er eitt stig en mér líður eins og við höfum tapað þessu,“ sagði Guðrún Erla Bjarnadóttir, leikmaður Hauka eftir leikinn í kvöld. Spurð að því hvort einhver værukærð hefði verið í liðinu í hálfleik svaraði Guðrún: „Ég veit það ekki. Kannski þetta rauða spjald hafi einhver áhrif en samt ekki. Við vorum ekki með hausinn. Við misstum hann. Sennilegast bara búnar að vinna í hausnum og farin að verja okkar forskot í staðinn fyrir að halda áfram og keyra á þær.“ Guðrún jafnaði úr víti með síðasta kasti leiksins en hvort lítur hún á þetta sem stig töpuð eða stig unnið? „Að sjálfsögðu, á þessum tímapunkti, er þetta stig sem er unnið þar sem að við vorum í rauninni bara að berjast við að jafna til að fá allavega eitt stig út úr þessum leik. Við verðum sáttar þegar við erum búnar í sturtu.“Guðný Jenný: Vorum að tapa alls staðar „Mér finnst þetta vera bæði. Hvort tveggja,“ sagði Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður ÍBV, spurð hvort þetta hafi verið stig unnið eða stig tapað. „Við byrjum hrikalega illa í fyrri hálfleik. Náum að vinna það upp og erum með tveggja marka forustu í seinni. Við missum það síðan svolítið niður. Við verðum svolítið ragar hérna í lokin. Þetta er 50/50 tapað stig, unnið stig.“ „Við mættum eiginlega ekkert með hausinn rétt skrúfaðan á í fyrri hálfleik. Við fundum það alveg að við vorum að tapa allstaðar. Í vörn, markvarsla og í sókninni. Við áttum miklu meira inni og við fundum það kannski svona eftir fyrstu 20 mínúturnar að við gátum miklu betur. Mér finnst við komast hægt og rólega af stað og fá aftur grimmdina í okkur,“ sagði Jenný að lokum. Olís-deild kvenna
Segja má með sönnu að leikur ÍBV og Hauka hafi verið leikur tveggja gjörólíkra hálfleika. Gestirnir úr Hafnarfirðinum mættu kraftmiklir til leiks og voru fljótir að næla sér í gott forskot. Eyjastúlkur voru í töluverðum vandræðum með að skapa sér góð færi og vörn og markvarsla var vel undir pari. Það fór sem svo að Haukastúlkur fóru með 7 marka forskot inn í hálfleikinn. Eyjastúlkur tóku sig svo sannarlega saman í andlitinu í leikhléi, liðið sem mætti í seinni 30 mínúturnar var allt annað en það sem við sáum í þeim fyrri. Þær söxuðu á forskot Haukanna jafnt og þétt og þegar örfáar mínútur eftir lifðu leiks voru þær búnar að snúa leiknum sér í hag og leiddu með 2 mörkum. Svo fór þó að Haukastúlkur náðu að jafna leikinn í 27-27 úr vítaskoti, sem var jafnframt síðasta skot leiksins.Af hverju vann ÍBV? ÍBV mætti ekki til leiks í fyrri hálfleik og Haukar í þeim síðari. Markvarsla, vörn og sókn hjá Haukum var til fyrirmyndar í fyrri hálfleik en það snérist á höfuð sér seinni 30 mínúturnar.Hverjir stóðu uppúr? Í fyrri hálfleiknum lokaði Elín Jóna Þorsteinsdóttir markinu hjá Haukunum en tók varla bolta í þeim síðari. Þá voru Berta Rut Harðardóttir og Guðrún Erla Bjarnadóttir atkvæðamestar hjá Haukum með 7 og 6 mörk. Hjá ÍBV var Sandra Erlingsdóttir yfirburðaleikmaður liðsins og skoraði 11 mörk. Þar á eftir kom Ester Óskarsdóttir með 6 og Karólína Bæhrenz með 4.Hvað gekk illa? Maria Ines da Silva Pereira gerði sig seka um afar slæm mistök undir lok fyrri hálfleiks þar sem hún tók skot úr aukakasti beint í andlitið á Söndru Erlingsdóttur í varnarmúr ÍBV og uppskar með því rautt spjald og útilokun frá leiknum. Hvað þýða úrslitin? Eitt stig á lið. Haukar styrkja stöðu sína í 2.sæti deildarinnar á meðan ÍBV eru enn í 4.sæti við hlið Fram sem sitja í sætinu fyrir ofan og fyrir ofan Stjörnuna en Fram og Stjarnan eiga leik á laugardaginn næstkomandi.Elías Már: Gríðarlega heimskuleg mistök Elías Már Halldórsson, þjálfari Hauka, var að vonum svekktur eftir jafntefli við ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld. Haukar leiddu leikinn með 7 mörkum í hálfleik en misstu leikinn úr höndum sér í síðari hálfleiknum. „Það eru vonbrigði hvernig við endum fyrri hálfleikinn og hvernig við spilum í seinni hálfleik. Mér fannst við brjóta okkur út úr því sem við vorum búin að tala um alla vikuna.“ Stór vendipunktur var á leiknum undir lok fyrri hálfleiks þegar Maria Ines da Silva Pereira fékk að líta rauða spjaldið og útilokun. „Maria gerir sig seka um gríðarlega heimskuleg mistök með því að skjóta í hausinn á veggnum og ég er mjög óánægður með það.“ „Maður á kannski að vera ánægður með stigið en mér fannst frammistaðan ekki nægilega góð í 35 mínútur og er bara óánægður með það,“ sagði Elías Már. „Ég þarf greinilega að kafa aðeins dýpra í þetta. Þetta er eiginlega það sama og gerist á móti Fram. Við byrjum mjög illa í seinni hálfleik og þá misstum við þær mörgum mörkum fram úr okkur. Núna missum við niður mikið forskot. Ég þarf greinilega að skoða þennan kafla vel ef við ætlum að gera okkur líkleg til að fara eitthvað lengra.“Hrafnhildur: Fáránlegt að vera fúl yfir að tapa þessum leik „Skelfileg tilfinning. Tilfinningin að enginn mætir til leiks og bara ekkert að gerast hjá okkur og áttum skilið en að vera 7 mörkum undir í hálfleik,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV eftir jafnteflið við Hauka. „En stórkostlegt að mæta svo sannarlega til leiks í seinni hálfleik og maður sá bara strax í hvað stefndi. Hvernig vörnin var frábær, fáum markmennina strax í stuð og eiginlega fáránlegt að vera svona fúll yfir því að tapa þessum leik því við vorum með unnin leik síðustu 5.“ Eyjastúlkur voru 7 mörkum undir í hálfleik. Hvernig gírar maður stelpurnar upp í seinni hálfleikinn? „Maður er ekkert voða glaður. Við vorum mjög óhress í hálfleik og þær fengu aðeins að heyra það. Ef þú ert íþróttamaður, að tapa eða að tapa. Maður getur verið að tapa með höfuðið hátt að gera allt og berjast eða tapa svona eins og við spiluðum í fyrri hálfleik og fara út með hauspoka. Það er mjög stór munur. Við lögðum upp með það að þurfa ekki að fara skríðandi út úr höllinni,“ sagði Hrafnhildur að lokum.Guðrún Erla: Misstum hausinn „Þetta er bara hundfúlt og ég trúi ekki að við höfum verið 10 mörkum yfir og tapað þessu niður. Eitt stig er eitt stig en mér líður eins og við höfum tapað þessu,“ sagði Guðrún Erla Bjarnadóttir, leikmaður Hauka eftir leikinn í kvöld. Spurð að því hvort einhver værukærð hefði verið í liðinu í hálfleik svaraði Guðrún: „Ég veit það ekki. Kannski þetta rauða spjald hafi einhver áhrif en samt ekki. Við vorum ekki með hausinn. Við misstum hann. Sennilegast bara búnar að vinna í hausnum og farin að verja okkar forskot í staðinn fyrir að halda áfram og keyra á þær.“ Guðrún jafnaði úr víti með síðasta kasti leiksins en hvort lítur hún á þetta sem stig töpuð eða stig unnið? „Að sjálfsögðu, á þessum tímapunkti, er þetta stig sem er unnið þar sem að við vorum í rauninni bara að berjast við að jafna til að fá allavega eitt stig út úr þessum leik. Við verðum sáttar þegar við erum búnar í sturtu.“Guðný Jenný: Vorum að tapa alls staðar „Mér finnst þetta vera bæði. Hvort tveggja,“ sagði Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður ÍBV, spurð hvort þetta hafi verið stig unnið eða stig tapað. „Við byrjum hrikalega illa í fyrri hálfleik. Náum að vinna það upp og erum með tveggja marka forustu í seinni. Við missum það síðan svolítið niður. Við verðum svolítið ragar hérna í lokin. Þetta er 50/50 tapað stig, unnið stig.“ „Við mættum eiginlega ekkert með hausinn rétt skrúfaðan á í fyrri hálfleik. Við fundum það alveg að við vorum að tapa allstaðar. Í vörn, markvarsla og í sókninni. Við áttum miklu meira inni og við fundum það kannski svona eftir fyrstu 20 mínúturnar að við gátum miklu betur. Mér finnst við komast hægt og rólega af stað og fá aftur grimmdina í okkur,“ sagði Jenný að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti