Innlent

Kojulausar siglingar Bodø milli lands og Eyja hafnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bodö í Þorlákshöfn í morgun.
Bodö í Þorlákshöfn í morgun. Ívar Guðmundsson
Norska ferjan Bodø hóf í morgun siglingar á milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja. Áætlað er að ferjan leysi Herjólf af í tvær vikur á meðan viðgerð á Herjólfi verður kláruð.

Fyrsta ferð var frá Eyjum í morgun klukkan átta. Lagði hún svo úr höfn í Þorlákshöfn klukkan 11:45. Siglingartími er tvær klukkustundir og 45 mínútur. Um fyrri ferð dagsins er að ræða en aftur er siglt frá Eyjum 15:30 og frá Þorlákshöfn 19:15 í kvöld.

Allir farþegar verða að fara í gegnum bíladekkið á Bodø. Farþegarlyfta er stjórnborðsmegin á bíladekkinu að því er fram kemur á Facebook síðu Herjólfs.

Bodø er áttatíu metra löng og tekur 345 farþega, 80 fólksbíla og tíu flutningabíla og er búin fjórum stöðugleika uggum.

Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, sagði á Alþingi í gær óboðlegt fyrir farþega að fara á milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja í ferju þar sem ekki væri boðið upp á koju. Þá segir hann gagnrýnisvert að samgönguráðherra greiði ekki niður flug til Eyja á meðan sú staða sé.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×