Íslensk stúlka í forgrunni í umfjöllun BBC um Þjóðadeildardráttinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2018 09:00 Mynd/Skjáskot af BBC Litla Ísland verður með risaþjóðunum þegar dregið verður í riðla í Þjóðardeildinni í dag. Erlendir fjölmiðlar fylgjast vel með eins og Vísir og BBC er þar engin undantekning. Ísland er ein af tólf þjóðum sem eru í A-deild Þjóðardeildarinnar og það er þegar ljóst að íslensku strákarnir verða í riðli með mjög sterkum þjóðum. Þar gætum við verið að tala um England og Þýskaland eða Spán og Frakkland. Það er því mjög spennandi dráttur framundan í dag. Erlendu fjölmiðlarnir eru líka á vaktinni og auðvitað hefur farið talsverður kraftur í að reyna að skýra út hvernig keppnin muni fara fram. Þjóðardeildin er nefnilega gerólík örðum keppnum sem hafa farið fram hjá fótboltalandsliðunum. Það vekur athygli að myndin sem er notuð með útskýringafrétt þeirra BBC-manna um Þjóðardeildaina er með Ísland í aðalhlutverki. Íslensk stúlka er nefnilega í forgrunni í aðalmyndinni með umfjöllun BBC. Á þrískipti aðalmynd fer stolti Íslendingurinn ekki framhjá neinum. Undir myndinni er bent á það að Ísland, Wales og Norður-Írland hafi verið þrjár litlar þjóðir sem settu sitt á síðasta Evrópumót í fótbolta sem fór fram í Frakklandi sumarið 2016.Wondering what the UEFA #NationsLeague is? It's all explained here https://t.co/kPjBivFHnzpic.twitter.com/DRcm7TCG1k — BBC Sport (@BBCSport) January 23, 2018 Myndin er tekin af íslensku stúlkunni uppáklæddri á landsleik Íslands en hún er mjög vel merkt Íslandi, bæði á húfu sinni sem og að hún er með íslenskan fánann málaðan á kinnina sína. Íslenskt stuðningsfólk hefur vakið mikla athygli á síðustu stórmótum fótboltans enda hefur okkar fólk staðið sig frábærlega í stúkunni. Víkingaklappið stal senunni á EM 2016 í Frakklandi og þá vekur það alltaf athygli þegar forsetinn okkar sleppir heiðursstúkunni en kemur sér frekar vel fyrir í miðjum stuðningshóp íslenska landsliðsins. Það er því kannski ekkert skrýtið að íslensk stúlka sé fulltrúi stuðningsmanna liðanna í Þjóðardeildinni en á hinum hlutum myndarinnar er mynd frá drætti og af leikmanni Norður-Írlands. Nú bíðum við spennt eftir drættinum en hann hefst klukkan 11.00 og það verður hægt að fylgjast vel með honum hér inn á Vísi. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Sjá meira
Litla Ísland verður með risaþjóðunum þegar dregið verður í riðla í Þjóðardeildinni í dag. Erlendir fjölmiðlar fylgjast vel með eins og Vísir og BBC er þar engin undantekning. Ísland er ein af tólf þjóðum sem eru í A-deild Þjóðardeildarinnar og það er þegar ljóst að íslensku strákarnir verða í riðli með mjög sterkum þjóðum. Þar gætum við verið að tala um England og Þýskaland eða Spán og Frakkland. Það er því mjög spennandi dráttur framundan í dag. Erlendu fjölmiðlarnir eru líka á vaktinni og auðvitað hefur farið talsverður kraftur í að reyna að skýra út hvernig keppnin muni fara fram. Þjóðardeildin er nefnilega gerólík örðum keppnum sem hafa farið fram hjá fótboltalandsliðunum. Það vekur athygli að myndin sem er notuð með útskýringafrétt þeirra BBC-manna um Þjóðardeildaina er með Ísland í aðalhlutverki. Íslensk stúlka er nefnilega í forgrunni í aðalmyndinni með umfjöllun BBC. Á þrískipti aðalmynd fer stolti Íslendingurinn ekki framhjá neinum. Undir myndinni er bent á það að Ísland, Wales og Norður-Írland hafi verið þrjár litlar þjóðir sem settu sitt á síðasta Evrópumót í fótbolta sem fór fram í Frakklandi sumarið 2016.Wondering what the UEFA #NationsLeague is? It's all explained here https://t.co/kPjBivFHnzpic.twitter.com/DRcm7TCG1k — BBC Sport (@BBCSport) January 23, 2018 Myndin er tekin af íslensku stúlkunni uppáklæddri á landsleik Íslands en hún er mjög vel merkt Íslandi, bæði á húfu sinni sem og að hún er með íslenskan fánann málaðan á kinnina sína. Íslenskt stuðningsfólk hefur vakið mikla athygli á síðustu stórmótum fótboltans enda hefur okkar fólk staðið sig frábærlega í stúkunni. Víkingaklappið stal senunni á EM 2016 í Frakklandi og þá vekur það alltaf athygli þegar forsetinn okkar sleppir heiðursstúkunni en kemur sér frekar vel fyrir í miðjum stuðningshóp íslenska landsliðsins. Það er því kannski ekkert skrýtið að íslensk stúlka sé fulltrúi stuðningsmanna liðanna í Þjóðardeildinni en á hinum hlutum myndarinnar er mynd frá drætti og af leikmanni Norður-Írlands. Nú bíðum við spennt eftir drættinum en hann hefst klukkan 11.00 og það verður hægt að fylgjast vel með honum hér inn á Vísi.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Sjá meira