Er Borgarlínan lausnin á öllum samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins? Bryndís Haraldsdóttir skrifar 24. janúar 2018 07:00 Nei. En Borgarlínan er hluti af lausninni og framtíðarsýn sveitarfélaganna á svæðinu um hvernig hægt sé að byggja upp gott borgarsamfélag til framtíðar. Samfélag sem áætlað er að fjölgi um 40.000 til ársins 2030 og um 70.000 íbúa fram til ársins 2040. Ferðamönnum sem vilja heimsækja svæðið mun jafnframt halda áfram að fjölga. Hugmynd sveitarfélaganna gengur út á samgöngu- og þróunarás milli kjarna allra sveitarfélaganna. Samgöngu- og þróunarásinn er hugsaður til að auðvelda samgöngur á milli staða og stuðla að þéttari byggð meðfram ásnum. Hugmyndin er af skipulagslegum toga en ekki tæknilegum, hún gerir í raun einfaldlega ráð fyrir því að fólk þurfi að komast á milli staða og til þess þurfi landrými. Auðvitað er það svo að ef við förum að notast við fljúgandi bíla á næstu árum eða áratugum þá er ekki lengur þörf fyrir slíkan ás. En þar til það verður að veruleika er óhjákvæmilegt annað en að gera ráð fyrir landrými fyrir samgöngur. Þá er næsta spurning hvernig við tryggjum öruggar og góðar samgöngur á svæðinu með sem hagkvæmustum hætti. Þar sýna greiningar sveitarfélaganna að með því að fjármagna Borgarlínu sparast fjármagn við enn dýrari umferðarmannvirki eins og jarðgöng. Það sem meira er, ef litið er til umferðarspálíkananna, þá náum við líka meiri árangri með Borgarlínu en ef eingöngu er hugað að stofnvegum fyrir einkabílinn. Sem sagt, það að fara ekki í Borgarlínu er dýrara og tafir í umferðinni aukast enn meira.Það er nauðsynlegt að setja fjármagn í samgöngumannvirki á höfuðborgarsvæðinu Nauðsynlegt er að horfa heildstætt til þróunar samgöngumála á höfuðborgarsvæðinu ásamt fjármögnun fyrirhugaðrar Borgarlínu. Samhliða útfærslu Borgarlínu verður að skoða mögulegar viðbætur og endurbætur á stofnbrautakerfinu sem eru til þess fallnar að auka umferðaröryggi, greiða fyrir umferð og leysa umferðarhnúta. Fjármagn til samgöngumála er af skornum skammti og hingað til höfum við rætt meira um hvort næstu stórframkvæmdir í samgöngumannvirkjum verði fyrir vestan, austan eða norðan. Sem þingmaður höfuðborgarsvæðisins segi ég að nú er kominn tími á höfuðborgarsvæðið, við verðum að fjárfesta í umferðarmannvirkjum hér. En fjárfestingin þarf að vera skynsamleg og hún þarf að hafa raunveruleg áhrif á umferðarflæðið á öllu svæðinu auk þess sem lausnin þarf að taka mið af framtíðaruppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna er mikilvægt að hlusta á vilja sveitarfélaganna, hlusta á sérfræðinga í umferðar- og skipulagsmálum og leita raunverulegra lausna til framtíðar. Borgarlínan er og verður að vera hluti af þeirri lausn.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Sjá meira
Nei. En Borgarlínan er hluti af lausninni og framtíðarsýn sveitarfélaganna á svæðinu um hvernig hægt sé að byggja upp gott borgarsamfélag til framtíðar. Samfélag sem áætlað er að fjölgi um 40.000 til ársins 2030 og um 70.000 íbúa fram til ársins 2040. Ferðamönnum sem vilja heimsækja svæðið mun jafnframt halda áfram að fjölga. Hugmynd sveitarfélaganna gengur út á samgöngu- og þróunarás milli kjarna allra sveitarfélaganna. Samgöngu- og þróunarásinn er hugsaður til að auðvelda samgöngur á milli staða og stuðla að þéttari byggð meðfram ásnum. Hugmyndin er af skipulagslegum toga en ekki tæknilegum, hún gerir í raun einfaldlega ráð fyrir því að fólk þurfi að komast á milli staða og til þess þurfi landrými. Auðvitað er það svo að ef við förum að notast við fljúgandi bíla á næstu árum eða áratugum þá er ekki lengur þörf fyrir slíkan ás. En þar til það verður að veruleika er óhjákvæmilegt annað en að gera ráð fyrir landrými fyrir samgöngur. Þá er næsta spurning hvernig við tryggjum öruggar og góðar samgöngur á svæðinu með sem hagkvæmustum hætti. Þar sýna greiningar sveitarfélaganna að með því að fjármagna Borgarlínu sparast fjármagn við enn dýrari umferðarmannvirki eins og jarðgöng. Það sem meira er, ef litið er til umferðarspálíkananna, þá náum við líka meiri árangri með Borgarlínu en ef eingöngu er hugað að stofnvegum fyrir einkabílinn. Sem sagt, það að fara ekki í Borgarlínu er dýrara og tafir í umferðinni aukast enn meira.Það er nauðsynlegt að setja fjármagn í samgöngumannvirki á höfuðborgarsvæðinu Nauðsynlegt er að horfa heildstætt til þróunar samgöngumála á höfuðborgarsvæðinu ásamt fjármögnun fyrirhugaðrar Borgarlínu. Samhliða útfærslu Borgarlínu verður að skoða mögulegar viðbætur og endurbætur á stofnbrautakerfinu sem eru til þess fallnar að auka umferðaröryggi, greiða fyrir umferð og leysa umferðarhnúta. Fjármagn til samgöngumála er af skornum skammti og hingað til höfum við rætt meira um hvort næstu stórframkvæmdir í samgöngumannvirkjum verði fyrir vestan, austan eða norðan. Sem þingmaður höfuðborgarsvæðisins segi ég að nú er kominn tími á höfuðborgarsvæðið, við verðum að fjárfesta í umferðarmannvirkjum hér. En fjárfestingin þarf að vera skynsamleg og hún þarf að hafa raunveruleg áhrif á umferðarflæðið á öllu svæðinu auk þess sem lausnin þarf að taka mið af framtíðaruppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna er mikilvægt að hlusta á vilja sveitarfélaganna, hlusta á sérfræðinga í umferðar- og skipulagsmálum og leita raunverulegra lausna til framtíðar. Borgarlínan er og verður að vera hluti af þeirri lausn.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar