Myndband af af sýnikennslu Lollu og Lúðvíks lögmanns: „Það þarf meira til en þetta til þess að eyðileggja þorrablót Stjörnunnar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. janúar 2018 20:15 Atriði þeirra Lollu og Lúðvíks var rétt áður en sala happdrættismiða og átti að sýna hvernig hægt væri að tæma vasana með sem hröðustum hætti. Lúðvík Steinarsson, lögmaður og formaður þorrablótsnefndar Stjörnunnar, segir að það þurfi meira til en að detta beint á hausinn til þess að eyðileggja blótið.Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í dag missti Ólafía Hrönn Jónsdóttir, leikkona og veislustjóri þorrablótsins, eða Lolla eins og hún er oft kölluð, lögmanninn þegar þau sýndu æft atriði á þorrablótinu síðastliðinn föstudag rétt áður en sala happdrættismiða hófst. Lúðvík ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun og var beðinn um að lýsa byltunni á blótinu. „Frá mínum bæjardyrum séð er þetta bara einfalt . Hún ætlaði að snúa mér á hvolf og hrista peninga úr vösunum á mér þannig að ég var búinn að birgja mig upp með klinki í öllum vösum og þegar ég sný á hvolf þá er hún að ganga aðeins um sviðið og fæturnir bara gefa sig. Þó að ég hafi verið léttur þá var ég greinilega þyngri en á æfingunni þannig að þetta fór ekki nógu vel,“ sagði Lúðvík. Hann sagði að þetta hefði ekki verið mjög hátt fall þar Lolla hefði haldið honum upp fyrir hnésbæturnar á sjálfri sér. „En ég get náttúrulega ekki borið hönd fyrir höfuð mér. Ég er búinn að sjá myndband af þessu og það er fært í stílinn að hún hafi stigið á skyrtuna á mér,“ sagði Lúðvík en myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.Lúðvík fékk smá högg auk þess sem það kom smá högg á hálsinn. Hann er óbrotinn og kveðst smá lemstraður eftir fallið. Hann fór ekki beint á slysadeild eftir að hafa fallið úr höndum Lollu heldur kláraði auðvitað þorrablótið. Aðspurður hvort þetta hafi eyðilagt fyrir honum kvöldið sagði Lúðvík léttur í bragði: „Það þarf meira til en þetta til þess að eyðileggja þorrablót Stjörnunnar.“ Hlusta má á viðtalið við Lúðvík í Bítinu í morgun í spilaranum hér fyrir neðan. Þorrablót Tengdar fréttir Lögmaðurinn Lúðvík á batavegi eftir útreið frá Lollu Óheppilegt atvik átti sér stað á þorrablóti Stjörnunnar síðasta föstudag þegar áhættuatriði veislustjórans og formanns þorrablótsnefndar fór úrskeiðis. 23. janúar 2018 06:00 Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Lúðvík Steinarsson, lögmaður og formaður þorrablótsnefndar Stjörnunnar, segir að það þurfi meira til en að detta beint á hausinn til þess að eyðileggja blótið.Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í dag missti Ólafía Hrönn Jónsdóttir, leikkona og veislustjóri þorrablótsins, eða Lolla eins og hún er oft kölluð, lögmanninn þegar þau sýndu æft atriði á þorrablótinu síðastliðinn föstudag rétt áður en sala happdrættismiða hófst. Lúðvík ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun og var beðinn um að lýsa byltunni á blótinu. „Frá mínum bæjardyrum séð er þetta bara einfalt . Hún ætlaði að snúa mér á hvolf og hrista peninga úr vösunum á mér þannig að ég var búinn að birgja mig upp með klinki í öllum vösum og þegar ég sný á hvolf þá er hún að ganga aðeins um sviðið og fæturnir bara gefa sig. Þó að ég hafi verið léttur þá var ég greinilega þyngri en á æfingunni þannig að þetta fór ekki nógu vel,“ sagði Lúðvík. Hann sagði að þetta hefði ekki verið mjög hátt fall þar Lolla hefði haldið honum upp fyrir hnésbæturnar á sjálfri sér. „En ég get náttúrulega ekki borið hönd fyrir höfuð mér. Ég er búinn að sjá myndband af þessu og það er fært í stílinn að hún hafi stigið á skyrtuna á mér,“ sagði Lúðvík en myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.Lúðvík fékk smá högg auk þess sem það kom smá högg á hálsinn. Hann er óbrotinn og kveðst smá lemstraður eftir fallið. Hann fór ekki beint á slysadeild eftir að hafa fallið úr höndum Lollu heldur kláraði auðvitað þorrablótið. Aðspurður hvort þetta hafi eyðilagt fyrir honum kvöldið sagði Lúðvík léttur í bragði: „Það þarf meira til en þetta til þess að eyðileggja þorrablót Stjörnunnar.“ Hlusta má á viðtalið við Lúðvík í Bítinu í morgun í spilaranum hér fyrir neðan.
Þorrablót Tengdar fréttir Lögmaðurinn Lúðvík á batavegi eftir útreið frá Lollu Óheppilegt atvik átti sér stað á þorrablóti Stjörnunnar síðasta föstudag þegar áhættuatriði veislustjórans og formanns þorrablótsnefndar fór úrskeiðis. 23. janúar 2018 06:00 Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Lögmaðurinn Lúðvík á batavegi eftir útreið frá Lollu Óheppilegt atvik átti sér stað á þorrablóti Stjörnunnar síðasta föstudag þegar áhættuatriði veislustjórans og formanns þorrablótsnefndar fór úrskeiðis. 23. janúar 2018 06:00