Myndband af af sýnikennslu Lollu og Lúðvíks lögmanns: „Það þarf meira til en þetta til þess að eyðileggja þorrablót Stjörnunnar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. janúar 2018 20:15 Atriði þeirra Lollu og Lúðvíks var rétt áður en sala happdrættismiða og átti að sýna hvernig hægt væri að tæma vasana með sem hröðustum hætti. Lúðvík Steinarsson, lögmaður og formaður þorrablótsnefndar Stjörnunnar, segir að það þurfi meira til en að detta beint á hausinn til þess að eyðileggja blótið.Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í dag missti Ólafía Hrönn Jónsdóttir, leikkona og veislustjóri þorrablótsins, eða Lolla eins og hún er oft kölluð, lögmanninn þegar þau sýndu æft atriði á þorrablótinu síðastliðinn föstudag rétt áður en sala happdrættismiða hófst. Lúðvík ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun og var beðinn um að lýsa byltunni á blótinu. „Frá mínum bæjardyrum séð er þetta bara einfalt . Hún ætlaði að snúa mér á hvolf og hrista peninga úr vösunum á mér þannig að ég var búinn að birgja mig upp með klinki í öllum vösum og þegar ég sný á hvolf þá er hún að ganga aðeins um sviðið og fæturnir bara gefa sig. Þó að ég hafi verið léttur þá var ég greinilega þyngri en á æfingunni þannig að þetta fór ekki nógu vel,“ sagði Lúðvík. Hann sagði að þetta hefði ekki verið mjög hátt fall þar Lolla hefði haldið honum upp fyrir hnésbæturnar á sjálfri sér. „En ég get náttúrulega ekki borið hönd fyrir höfuð mér. Ég er búinn að sjá myndband af þessu og það er fært í stílinn að hún hafi stigið á skyrtuna á mér,“ sagði Lúðvík en myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.Lúðvík fékk smá högg auk þess sem það kom smá högg á hálsinn. Hann er óbrotinn og kveðst smá lemstraður eftir fallið. Hann fór ekki beint á slysadeild eftir að hafa fallið úr höndum Lollu heldur kláraði auðvitað þorrablótið. Aðspurður hvort þetta hafi eyðilagt fyrir honum kvöldið sagði Lúðvík léttur í bragði: „Það þarf meira til en þetta til þess að eyðileggja þorrablót Stjörnunnar.“ Hlusta má á viðtalið við Lúðvík í Bítinu í morgun í spilaranum hér fyrir neðan. Þorrablót Tengdar fréttir Lögmaðurinn Lúðvík á batavegi eftir útreið frá Lollu Óheppilegt atvik átti sér stað á þorrablóti Stjörnunnar síðasta föstudag þegar áhættuatriði veislustjórans og formanns þorrablótsnefndar fór úrskeiðis. 23. janúar 2018 06:00 Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira
Lúðvík Steinarsson, lögmaður og formaður þorrablótsnefndar Stjörnunnar, segir að það þurfi meira til en að detta beint á hausinn til þess að eyðileggja blótið.Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í dag missti Ólafía Hrönn Jónsdóttir, leikkona og veislustjóri þorrablótsins, eða Lolla eins og hún er oft kölluð, lögmanninn þegar þau sýndu æft atriði á þorrablótinu síðastliðinn föstudag rétt áður en sala happdrættismiða hófst. Lúðvík ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun og var beðinn um að lýsa byltunni á blótinu. „Frá mínum bæjardyrum séð er þetta bara einfalt . Hún ætlaði að snúa mér á hvolf og hrista peninga úr vösunum á mér þannig að ég var búinn að birgja mig upp með klinki í öllum vösum og þegar ég sný á hvolf þá er hún að ganga aðeins um sviðið og fæturnir bara gefa sig. Þó að ég hafi verið léttur þá var ég greinilega þyngri en á æfingunni þannig að þetta fór ekki nógu vel,“ sagði Lúðvík. Hann sagði að þetta hefði ekki verið mjög hátt fall þar Lolla hefði haldið honum upp fyrir hnésbæturnar á sjálfri sér. „En ég get náttúrulega ekki borið hönd fyrir höfuð mér. Ég er búinn að sjá myndband af þessu og það er fært í stílinn að hún hafi stigið á skyrtuna á mér,“ sagði Lúðvík en myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.Lúðvík fékk smá högg auk þess sem það kom smá högg á hálsinn. Hann er óbrotinn og kveðst smá lemstraður eftir fallið. Hann fór ekki beint á slysadeild eftir að hafa fallið úr höndum Lollu heldur kláraði auðvitað þorrablótið. Aðspurður hvort þetta hafi eyðilagt fyrir honum kvöldið sagði Lúðvík léttur í bragði: „Það þarf meira til en þetta til þess að eyðileggja þorrablót Stjörnunnar.“ Hlusta má á viðtalið við Lúðvík í Bítinu í morgun í spilaranum hér fyrir neðan.
Þorrablót Tengdar fréttir Lögmaðurinn Lúðvík á batavegi eftir útreið frá Lollu Óheppilegt atvik átti sér stað á þorrablóti Stjörnunnar síðasta föstudag þegar áhættuatriði veislustjórans og formanns þorrablótsnefndar fór úrskeiðis. 23. janúar 2018 06:00 Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira
Lögmaðurinn Lúðvík á batavegi eftir útreið frá Lollu Óheppilegt atvik átti sér stað á þorrablóti Stjörnunnar síðasta föstudag þegar áhættuatriði veislustjórans og formanns þorrablótsnefndar fór úrskeiðis. 23. janúar 2018 06:00