Á mörkum góðs og ills Sigríður Jónsdóttir skrifar 23. janúar 2018 11:00 Steinunn Ólína og Hilmir Snær í hlutverkum sínum í Efi - dæmisaga. Mynd/Hörður Sveinsson Leikhús Efi John Patrick Shanley Þjóðleikhúsið – Kassinn Leikstjórn: Stefán Baldursson Leikarar: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Lára Jóhanna Jónsdóttir og Sólveig Guðmundsdóttir Leikmynd og búningar: Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson og Jóhann Friðrik Ágústsson Tónlist: Veigar Margeirsson Þýðing: Kristján Þórður Hrafnsson Hljóðfæraleikur: Strengjakvartettinn Siggi Hvers virði er sannleikurinn? Hverju er einstaklingur tilbúinn að fórna svo að hann komi í ljós? Hvaða gildi hefur sakleysi barns? Efi – dæmisaga, eftir John Patrick Shanley, hverfist um þessar stóru spurningar sem fá nýtt vægi í ljósi atburða síðastliðinna vikna þar sem samfélagið riðar undan uppljóstrunum #metoo byltingarinnar. Sögusviðið er kaþólsk kirkja og menntastofnun árið 1964 í Bronx-hverfi New York þar sem skólastýra sér engan annan kost í stöðunni en að draga línu í sandinn. Þessi dæmisaga um efann er margverðlaunað leikverk en Shanley fékk bæði Pulitzer- og Tony-verðlaun fyrir verkið árið 2005. Persónurnar eru dregnar upp með skýrum hætti og fræjum efans sáð í huga áhorfenda með listilega vel skrifuðum og snörpum atriðum þar sem gráu svæðin virðast óyfirstíganleg. Þýðing Kristjáns Þórðar Hrafnssonar er einnig í heildina góð. En lokalínu leikritsins getur nánast enginn þýtt hvað þá leikið, ekki nema með aðstoð frá guðlegri veru. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir kemst nálægt því þó að atriðið skorti sterkari uppbyggingu og miðað við heildargæði leikverksins þá er synd að þurfa að nefna þessa línu en hún er víst sú sem áhorfendur sitja uppi með. Steinunn Ólína er hér mætt aftur á svið sem skólastýran Systir Aloysisus og mikið var, því hennar var saknað. Hún sýnir að hún hefur litlu eða engu gleymt: Augnaráðið glerhart, raddbeitingin góð og tímasetningin nánast óaðfinnanleg. Systir Aloysisus á sér einn erkifjanda og það er hinn vinsæli og alþýðlegi séra Flynn, leikinn af Hilmi Snæ Guðnasyni. Hann vill færa kirkjuna og skólakerfið inn í nýja tíma en er hann traustsins verður? Hilmir Snær er í essinu sínu og leikur hans afar sannfærandi, sérstaklega hvernig hann byggir upp örvæntingu prestsins. Á milli þeirra tveggja situr hin saklausa Systir James, leikin af Láru Jóhönnu Jónsdóttur. Hún skilar sakleysinu vel en oft vantar upp á tilfinningalegu breiddina og því verður persónan einfeldningsleg. Hlutverk Sólveigar Guðmundsdóttur sem móðir hins margumrædda unga drengs er kannski ekki stórt en það er áhrifamikið. Sólveig kemst virkilega vel frá sínu verki og sýnir að lífið býður ekki alltaf upp á rétta eða ranga valkosti, heldur þann skásta. Þó að leikhópurinn geri sitt allra besta, með hjálp handrits í háum gæðaflokki, þá er umgjörðin gölluð. Stefán Baldurson leikstýrir en smíðar ekki nægilega sterka heildarmynd utan um framvinduna. Myndmál sýningarinnar er veikt og líkamlegar fjarlægðir á milli persóna of miklar í verki sem fjallar um þrúgandi nánd. Ekki hjálpar leikmyndin í þeim efnum. Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir sér um bæði búninga- og leikmyndarhönnun. Búningarnir eru stílhreinir og smellpassa verkinu. Lítil smáatriði, s.s. litasamsetning í búningi Systur James, lita persónurnar fallega. En þó að leikmyndin sé kannski byggð á góðum hugmyndafræðilegum grunni sem staðsetur persónurnar nánast í rannsóknarstofu þá er útfærslan allt annað en góð. Hvernig er hægt að króa manneskju af í herbergi sem hefur engin horn? Af hverju voru leikmunir, sem líta út eins og samtíningur úr mismunandi skólageymslum, stundum fjarlægðir af sviðsmanni og stundum komið fyrir yst í hornlausu herbergi? Svona rými er alls ekki auðvelt að lýsa heldur en þeir Jóhann Friðrik Ágústsson og Ólafur Ágúst Stefánsson gera það ágætlega. Þó virkar grunnlýsingin innandyra töluvert betur heldur en sú græna sem á að tákna garðinn. Veigar Margeirsson semur tónlistina en þetta er í fyrsta skiptið sem hann gerir slíkt fyrir Þjóðleikhúsið. Vonandi verður þetta ekki í hið síðasta því tónlistin lyftir sýningunni á annað plan. Efi – dæmisaga varpar fram erfiðum spurningum sem hollt er að spyrja reglulega en erfiðara að svara. Verst að umbúðirnar og listræna nálgunin eru ekki betri í þetta skipti þó að leikurinn sé yfirhöfuð góður.Niðurstaða: Leikhópurinn styðst við sterkt handrit en heildarmyndin er gölluð. Leikhús Mest lesið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Lífið samstarf Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Leikhús Efi John Patrick Shanley Þjóðleikhúsið – Kassinn Leikstjórn: Stefán Baldursson Leikarar: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Lára Jóhanna Jónsdóttir og Sólveig Guðmundsdóttir Leikmynd og búningar: Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson og Jóhann Friðrik Ágústsson Tónlist: Veigar Margeirsson Þýðing: Kristján Þórður Hrafnsson Hljóðfæraleikur: Strengjakvartettinn Siggi Hvers virði er sannleikurinn? Hverju er einstaklingur tilbúinn að fórna svo að hann komi í ljós? Hvaða gildi hefur sakleysi barns? Efi – dæmisaga, eftir John Patrick Shanley, hverfist um þessar stóru spurningar sem fá nýtt vægi í ljósi atburða síðastliðinna vikna þar sem samfélagið riðar undan uppljóstrunum #metoo byltingarinnar. Sögusviðið er kaþólsk kirkja og menntastofnun árið 1964 í Bronx-hverfi New York þar sem skólastýra sér engan annan kost í stöðunni en að draga línu í sandinn. Þessi dæmisaga um efann er margverðlaunað leikverk en Shanley fékk bæði Pulitzer- og Tony-verðlaun fyrir verkið árið 2005. Persónurnar eru dregnar upp með skýrum hætti og fræjum efans sáð í huga áhorfenda með listilega vel skrifuðum og snörpum atriðum þar sem gráu svæðin virðast óyfirstíganleg. Þýðing Kristjáns Þórðar Hrafnssonar er einnig í heildina góð. En lokalínu leikritsins getur nánast enginn þýtt hvað þá leikið, ekki nema með aðstoð frá guðlegri veru. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir kemst nálægt því þó að atriðið skorti sterkari uppbyggingu og miðað við heildargæði leikverksins þá er synd að þurfa að nefna þessa línu en hún er víst sú sem áhorfendur sitja uppi með. Steinunn Ólína er hér mætt aftur á svið sem skólastýran Systir Aloysisus og mikið var, því hennar var saknað. Hún sýnir að hún hefur litlu eða engu gleymt: Augnaráðið glerhart, raddbeitingin góð og tímasetningin nánast óaðfinnanleg. Systir Aloysisus á sér einn erkifjanda og það er hinn vinsæli og alþýðlegi séra Flynn, leikinn af Hilmi Snæ Guðnasyni. Hann vill færa kirkjuna og skólakerfið inn í nýja tíma en er hann traustsins verður? Hilmir Snær er í essinu sínu og leikur hans afar sannfærandi, sérstaklega hvernig hann byggir upp örvæntingu prestsins. Á milli þeirra tveggja situr hin saklausa Systir James, leikin af Láru Jóhönnu Jónsdóttur. Hún skilar sakleysinu vel en oft vantar upp á tilfinningalegu breiddina og því verður persónan einfeldningsleg. Hlutverk Sólveigar Guðmundsdóttur sem móðir hins margumrædda unga drengs er kannski ekki stórt en það er áhrifamikið. Sólveig kemst virkilega vel frá sínu verki og sýnir að lífið býður ekki alltaf upp á rétta eða ranga valkosti, heldur þann skásta. Þó að leikhópurinn geri sitt allra besta, með hjálp handrits í háum gæðaflokki, þá er umgjörðin gölluð. Stefán Baldurson leikstýrir en smíðar ekki nægilega sterka heildarmynd utan um framvinduna. Myndmál sýningarinnar er veikt og líkamlegar fjarlægðir á milli persóna of miklar í verki sem fjallar um þrúgandi nánd. Ekki hjálpar leikmyndin í þeim efnum. Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir sér um bæði búninga- og leikmyndarhönnun. Búningarnir eru stílhreinir og smellpassa verkinu. Lítil smáatriði, s.s. litasamsetning í búningi Systur James, lita persónurnar fallega. En þó að leikmyndin sé kannski byggð á góðum hugmyndafræðilegum grunni sem staðsetur persónurnar nánast í rannsóknarstofu þá er útfærslan allt annað en góð. Hvernig er hægt að króa manneskju af í herbergi sem hefur engin horn? Af hverju voru leikmunir, sem líta út eins og samtíningur úr mismunandi skólageymslum, stundum fjarlægðir af sviðsmanni og stundum komið fyrir yst í hornlausu herbergi? Svona rými er alls ekki auðvelt að lýsa heldur en þeir Jóhann Friðrik Ágústsson og Ólafur Ágúst Stefánsson gera það ágætlega. Þó virkar grunnlýsingin innandyra töluvert betur heldur en sú græna sem á að tákna garðinn. Veigar Margeirsson semur tónlistina en þetta er í fyrsta skiptið sem hann gerir slíkt fyrir Þjóðleikhúsið. Vonandi verður þetta ekki í hið síðasta því tónlistin lyftir sýningunni á annað plan. Efi – dæmisaga varpar fram erfiðum spurningum sem hollt er að spyrja reglulega en erfiðara að svara. Verst að umbúðirnar og listræna nálgunin eru ekki betri í þetta skipti þó að leikurinn sé yfirhöfuð góður.Niðurstaða: Leikhópurinn styðst við sterkt handrit en heildarmyndin er gölluð.
Leikhús Mest lesið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Lífið samstarf Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira