Þjálfarinn var „neikvæður“ og „kom sökinni á aðra“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. janúar 2018 08:30 Ricardo Gonzales í leiknum fræga. vísir/anton brink Spánverjinn Ricardo Gonzalez var rekinn sem þjálfari Skallagríms í Domino´s-deild kvenna skömmu eftir undanúrslit Maltbikarsins fyrr í þessum mánuði þar sem að Skallarnir töpuðu fyrir botnliði Njarðvíkur. Augljóst var að ekki var allt með felldu innan Skallagrímsliðsins en leikhléin í undanúrslitaleiknum voru átakanleg og kom fáum á óvart þegar að sá spænski fékk að taka pokann sinn nokkrum dögum síðar. Mest áberandi var hvað þjálfaranum og besta leikmanni liðsins, Carmen Tyson-Thomas, kom illa saman. Daginn eftir tapið gegn Njarðvík í undanúrslitunum var Tyson-Thomas mætt til að styðja sína gömlu félaga í úrslitaleiknum á móti Keflavík verandi enn þá leikmaður Skallagríms eins og Vísir greindi frá. Jóhann Björk Sveinsdóttir, leikmaður Skallagríms, opnar sig um stöðu mála í viðtali í Morgunblaðinu í dag og viðurkennir að margt hafi gengið á innan herbúða liðsins eins og sást í beinu útsendingunni á RÚV. „Það höfðu verið erfiðleikar, samskiptaerfiðleikar, bæði milli þjálfara og stjórnar, og þjálfara og leikmanna. Þetta var bara allur pakkinn og það var mikið búið að reyna á alla,“ segir Jóhanna Björk. Neikvæðni þjálfarans var það sem fór mest í taugarnar á leikmönnum liðsins sem situr í sjötta sæti Domino´s-deildarnnar en Skallarnir fóru í undanúrslit Íslandsmótsins á síðsutu leiktíð. „Ég hugsa að það hafi aðallega verið mikil neikvæðni. Hann hafði líka sína kosti, það má ekki gleyma því. En við misstum svolítið trúna. [...] Það er ekki bara hægt að koma öllu á hann, en neikvæðnin skein svolítið í gegn og hann var fljótur oft að koma sökinni á aðra,“ segir Jóhanna Björk Sveinsdóttir. Ari Gunnarsson, fyrrverandi þjálfari Vals, var ráðinn í stað Spánverjans. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Sjá meira
Spánverjinn Ricardo Gonzalez var rekinn sem þjálfari Skallagríms í Domino´s-deild kvenna skömmu eftir undanúrslit Maltbikarsins fyrr í þessum mánuði þar sem að Skallarnir töpuðu fyrir botnliði Njarðvíkur. Augljóst var að ekki var allt með felldu innan Skallagrímsliðsins en leikhléin í undanúrslitaleiknum voru átakanleg og kom fáum á óvart þegar að sá spænski fékk að taka pokann sinn nokkrum dögum síðar. Mest áberandi var hvað þjálfaranum og besta leikmanni liðsins, Carmen Tyson-Thomas, kom illa saman. Daginn eftir tapið gegn Njarðvík í undanúrslitunum var Tyson-Thomas mætt til að styðja sína gömlu félaga í úrslitaleiknum á móti Keflavík verandi enn þá leikmaður Skallagríms eins og Vísir greindi frá. Jóhann Björk Sveinsdóttir, leikmaður Skallagríms, opnar sig um stöðu mála í viðtali í Morgunblaðinu í dag og viðurkennir að margt hafi gengið á innan herbúða liðsins eins og sást í beinu útsendingunni á RÚV. „Það höfðu verið erfiðleikar, samskiptaerfiðleikar, bæði milli þjálfara og stjórnar, og þjálfara og leikmanna. Þetta var bara allur pakkinn og það var mikið búið að reyna á alla,“ segir Jóhanna Björk. Neikvæðni þjálfarans var það sem fór mest í taugarnar á leikmönnum liðsins sem situr í sjötta sæti Domino´s-deildarnnar en Skallarnir fóru í undanúrslit Íslandsmótsins á síðsutu leiktíð. „Ég hugsa að það hafi aðallega verið mikil neikvæðni. Hann hafði líka sína kosti, það má ekki gleyma því. En við misstum svolítið trúna. [...] Það er ekki bara hægt að koma öllu á hann, en neikvæðnin skein svolítið í gegn og hann var fljótur oft að koma sökinni á aðra,“ segir Jóhanna Björk Sveinsdóttir. Ari Gunnarsson, fyrrverandi þjálfari Vals, var ráðinn í stað Spánverjans.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Sjá meira