Veðlán til sjóðsfélaga hafa farið úr níu milljörðum í 132 milljarða Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. janúar 2018 06:00 Starfshópurinn þegar skýrslan var kynnt í gær. vísir/ernir Á árunum 2009 til 2013 lánuðu lífeyrissjóðirnir að meðaltali tæpa níu milljarða króna á ári til sjóðfélaga. Sú fjárhæð hefur aukist verulega og á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs lánuðu lífeyrissjóðirnir samtals 132 milljarða króna. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps sem fjallaði um umsvif lífeyrissjóðanna í íslensku efnahagslífi. Húsnæðislánamarkaður hefur breyst á þann veg að í staðinn fyrir að fjármagna húsnæðislán með kaupum á skuldabréfum lánveitenda fjármagna lífeyrissjóðir nú fasteignaviðskipti mest með beinum lánveitingum til einstaklinga. Í skýrslunni kemur fram að samanlagðar hreinar eignir lífeyrissjóðanna námu í byrjun síðasta árs 3.534 milljörðum króna. Þrír stærstu sjóðirnir af þeim 25 sem eru starfandi eiga 51 prósent þeirra eigna. Eignir sem hlutfall af landsframleiðslu hafa hækkað úr 66% af landsframleiðslu í lok árs 1997 í 144% í lok árs 2016. Stór hluti af eignum sjóðanna eru innlendar eignir og námu þær 114 prósentum af landsframleiðslu í lok árs 2016. Stærsti eignaflokkur lífeyrissjóða eru skuldabréf. Af þeim vega íbúðabréf þyngst en um síðustu áramót áttu sjóðirnir um 490 milljarða króna eða um 81 prósent af útgefnum íbúðabréfum. Starfshópurinn leggur til að lífeyrissjóðir marki fjárfestingastefnu til langs tíma og stefni að því að auka vægi erlendra eigna til að draga úr áhættu. Hópurinn leggur til að stjórnvöld láti semja sérstaka skýrslu á árinu 2020 um eignasamsetningu sjóðanna og vægi erlendra eigna til að meta hvort ástæða er til að endurskoða lagaákvæði um heimildir lífeyrissjóða til erlendra fjárfestinga. Efnahagsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Á árunum 2009 til 2013 lánuðu lífeyrissjóðirnir að meðaltali tæpa níu milljarða króna á ári til sjóðfélaga. Sú fjárhæð hefur aukist verulega og á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs lánuðu lífeyrissjóðirnir samtals 132 milljarða króna. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps sem fjallaði um umsvif lífeyrissjóðanna í íslensku efnahagslífi. Húsnæðislánamarkaður hefur breyst á þann veg að í staðinn fyrir að fjármagna húsnæðislán með kaupum á skuldabréfum lánveitenda fjármagna lífeyrissjóðir nú fasteignaviðskipti mest með beinum lánveitingum til einstaklinga. Í skýrslunni kemur fram að samanlagðar hreinar eignir lífeyrissjóðanna námu í byrjun síðasta árs 3.534 milljörðum króna. Þrír stærstu sjóðirnir af þeim 25 sem eru starfandi eiga 51 prósent þeirra eigna. Eignir sem hlutfall af landsframleiðslu hafa hækkað úr 66% af landsframleiðslu í lok árs 1997 í 144% í lok árs 2016. Stór hluti af eignum sjóðanna eru innlendar eignir og námu þær 114 prósentum af landsframleiðslu í lok árs 2016. Stærsti eignaflokkur lífeyrissjóða eru skuldabréf. Af þeim vega íbúðabréf þyngst en um síðustu áramót áttu sjóðirnir um 490 milljarða króna eða um 81 prósent af útgefnum íbúðabréfum. Starfshópurinn leggur til að lífeyrissjóðir marki fjárfestingastefnu til langs tíma og stefni að því að auka vægi erlendra eigna til að draga úr áhættu. Hópurinn leggur til að stjórnvöld láti semja sérstaka skýrslu á árinu 2020 um eignasamsetningu sjóðanna og vægi erlendra eigna til að meta hvort ástæða er til að endurskoða lagaákvæði um heimildir lífeyrissjóða til erlendra fjárfestinga.
Efnahagsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira