Tugir þúsunda áhorfenda voru viðstaddir athöfnina á íþróttaleikvangi í höfuðborginni Monróvíu í dag, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Á meðal þeirra sem fylgdust með athöfninni var Samuel Eto‘o, ein helsta knattspyrnuhetja Kamerún.
„Ég hef varið mörgum árum ævi minnar á leikvöngum en í dag er tilfinningin engri annarri lík,“ sagði Weah sem þakkaði Ellen Johnson Sirleaf, forvera sínum í embætti, fyrir að hafa komið á friði í landinu eftir áralangt borgarastríð.
Weah einn farsælasti knattspyrnumaður Afríku. Hann lék meðal annars með Monaco, AC Milan, Paris Saint-Germain og Chelsea. Í seinni tíð hefur hann einbeitt sér að stjórnmálum í heimalandi. Hann bauð sig fram gegn Sirleaf árið 2005 en beið lægri hlut.
Eftir það útskrifaðist hann með gráðu í viðskiptum frá bandarískum háskóla, meðal annars vegna þess að hann hafði verið gagnrýndur fyrir skort á menntun. Hann var kjörinn forseti í kosningum í desember.
