Ætla að verja gagnasendingar með lykilorði eftir Söngvakeppnisleka Birgir Olgeirsson skrifar 22. janúar 2018 16:40 Daði Freyr hafnaði í öðru sæti í Söngvakeppni Sjónvarpsins í fyrra. vísir/andri marínó Síðastliðið föstudagskvöld stóð til að svipta hulunni af lögunum og flytjendum sem taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Einhverjum klukkutímum fyrir útsendinguna höfðu þó heiti laganna og nöfn flytjenda verið birt á erlendum vefsíðum. Birna Ósk Hansdóttir, framleiðslustjóri RÚV, sagði í samtali við Vísi á föstudag að RÚV ætlaði sér að rannsaka hvernig listinn yfir lög og flytjendur gat lekið út. Strax hafði vaknað sá grunur að einhver hefði komist í tölvupóstsamskipti þeirra sem sjá um skipulagningu Söngvakeppninnar. Um var að ræða tengla á Dropbox-vefhýsingu þar sem upplýsingarnar voru geymdar. Listanum yfir lög og flytjendum var ekki einungis lekið heldur hafði einhver sett nokkur laganna inn á vef YouTube, en RÚV lét taka þau út skömmu síðar. Birna sagði listann fyrst hafa birst á rússneskum samfélagsmiðli og þess vegna vaknaði sá grunur að erlendur aðili bæri ábyrgð á lekanum og hann hefði mögulega komist í tölvupóstsamskiptin. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest en Birna Ósk segir í samtali við Vísi í dag að vefkerfi Ríkisútvarpsins sé óhult og enginn hafi komist inn á það. Ef skipst verður frekar á gögnum í gegnum deilisíður á borð við Dropbox þá verða þau varin með lykilorði svo þetta endurtaki sig ekki, en gögnin sem láku út voru óvarin. „Skiptigögnin voru ekki nógu vel varin hjá okkur. Það eru mistök og einhver komst inn í það. Það eru ekki góð vinnubrögð og við þurfum að laga það,“ segir Birna. Hún sagði að sem betur fer hafi ekki verið um trúnaðargögn að ræða sem einhver gat beðið skaða af. Birna segist þó einnig sjá málið í því ljósi að áhuginn erlendis frá á Söngvakeppninni sé það mikill að einhver sé reiðubúinn að leggja þetta á sig til að komast yfir lögin sem verða í keppninni í ár. Fyrirkomulag keppninnar verður með svipuðu sniði og fyrri ár. Forkeppnin fer fram 10. og 17. febrúar í Háskólabíó þar sem þrjú lög komast áfram í úrslitin sem fara fram 3. mars í Laugardalshöll. Sigurvegarinn verður fulltrúi Íslands í Eurovision í Portúgal í maí. Eurovision Tengdar fréttir Þessi taka þátt í Söngvakeppninni 2018 Einvala lið listamanna tekur þátt í söngvakeppninni 2018. 19. janúar 2018 20:15 RÚV rannsakar leka sem tengist Söngvakeppninni Grunur um að einhver hafi komist í tölvupóstsendingar. 19. janúar 2018 18:27 Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fleiri fréttir Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Sjá meira
Síðastliðið föstudagskvöld stóð til að svipta hulunni af lögunum og flytjendum sem taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Einhverjum klukkutímum fyrir útsendinguna höfðu þó heiti laganna og nöfn flytjenda verið birt á erlendum vefsíðum. Birna Ósk Hansdóttir, framleiðslustjóri RÚV, sagði í samtali við Vísi á föstudag að RÚV ætlaði sér að rannsaka hvernig listinn yfir lög og flytjendur gat lekið út. Strax hafði vaknað sá grunur að einhver hefði komist í tölvupóstsamskipti þeirra sem sjá um skipulagningu Söngvakeppninnar. Um var að ræða tengla á Dropbox-vefhýsingu þar sem upplýsingarnar voru geymdar. Listanum yfir lög og flytjendum var ekki einungis lekið heldur hafði einhver sett nokkur laganna inn á vef YouTube, en RÚV lét taka þau út skömmu síðar. Birna sagði listann fyrst hafa birst á rússneskum samfélagsmiðli og þess vegna vaknaði sá grunur að erlendur aðili bæri ábyrgð á lekanum og hann hefði mögulega komist í tölvupóstsamskiptin. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest en Birna Ósk segir í samtali við Vísi í dag að vefkerfi Ríkisútvarpsins sé óhult og enginn hafi komist inn á það. Ef skipst verður frekar á gögnum í gegnum deilisíður á borð við Dropbox þá verða þau varin með lykilorði svo þetta endurtaki sig ekki, en gögnin sem láku út voru óvarin. „Skiptigögnin voru ekki nógu vel varin hjá okkur. Það eru mistök og einhver komst inn í það. Það eru ekki góð vinnubrögð og við þurfum að laga það,“ segir Birna. Hún sagði að sem betur fer hafi ekki verið um trúnaðargögn að ræða sem einhver gat beðið skaða af. Birna segist þó einnig sjá málið í því ljósi að áhuginn erlendis frá á Söngvakeppninni sé það mikill að einhver sé reiðubúinn að leggja þetta á sig til að komast yfir lögin sem verða í keppninni í ár. Fyrirkomulag keppninnar verður með svipuðu sniði og fyrri ár. Forkeppnin fer fram 10. og 17. febrúar í Háskólabíó þar sem þrjú lög komast áfram í úrslitin sem fara fram 3. mars í Laugardalshöll. Sigurvegarinn verður fulltrúi Íslands í Eurovision í Portúgal í maí.
Eurovision Tengdar fréttir Þessi taka þátt í Söngvakeppninni 2018 Einvala lið listamanna tekur þátt í söngvakeppninni 2018. 19. janúar 2018 20:15 RÚV rannsakar leka sem tengist Söngvakeppninni Grunur um að einhver hafi komist í tölvupóstsendingar. 19. janúar 2018 18:27 Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fleiri fréttir Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Sjá meira
Þessi taka þátt í Söngvakeppninni 2018 Einvala lið listamanna tekur þátt í söngvakeppninni 2018. 19. janúar 2018 20:15
RÚV rannsakar leka sem tengist Söngvakeppninni Grunur um að einhver hafi komist í tölvupóstsendingar. 19. janúar 2018 18:27