Lífið

Dinklage er tilbúinn að hætta sem Tyrion Lannister

Stefán Árni Pálsson skrifar
Leikarinn Peter Dinklage stendur nú í kynningarstarfi fyrir kvikmyndina I Think We're Alone Now, sem hann fer með hlutverki í. Hluti af því er að mæta í viðtöl og má alltaf fastlega gera ráð fyrir því Dinklage fer í viðtal, að þá verði hann spurður út í þættina Game of Thrones. Leikarinn fer með eitt af aðalhlutverkunum í þáttunum vinsælu.

Áttunda og síðasta þáttaröðin verður á dagskrá um heim allan árið 2019. Dinklage leikur Tyrion Lannister sem hefur verið í öllum þáttaröðunum sjö.

„Það er kominn tíma á þetta og í raun fullkominn tíma til að setja endaknútinn á þessa þætti,“ sagði Dinklage.

„Stundum eru þættir of lengi í loftinu og ég held að það sé gott fyrir Game of Thrones að fara úr loftinu eftir næstu þáttaröð,“ segir hann og bætir við að það verði samt sem áður súrsæt tilfinning að hætta sem Tyrion Lannister.

Hér að neðan má horfa á viðtalið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.