Símsvari Hvíta hússins veldur usla Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2018 14:00 Skilaboðin hafa verið harðlega gagnrýnd og jafnvel sögð vera ólögleg. Vísir/Getty Þegar íbúar Bandaríkjanna hringdu í Hvíta húsið um helgina heyrðu þeir í símsvara sem sakaði þingmenn Demókrataflokksins um að halda stjórnvöldum Bandaríkjanna í gíslingu vegna innflytjenda og að ógna öryggi Bandaríkjanna. Skilaboðin hafa verið harðlega gagnrýnd og jafnvel sögð vera ólögleg. Skilaboðin hljóma svo: „Takk fyrir að hringja í Hvíta húsið. Því miður getum við ekki svarað þér í dag þar sem þingmenn Demókrata helda fjármögnun til stjórnvalda, og þar á meðal fjármögnun til hermanna okkar og annarra mála sem snúa að þjóðaröryggi, í gíslingu vegna ótengdrar umræðu um innflytjendur. Vegna þessarar hindrunar er ríkisstjórnin ekki starfandi. Í millitíðinni getur þú skilið eftir skilaboð til forsetans á www.whitehouse.gov/contact. Við hlökkum til að taka við símtölum frá þér um leið og stjórnvöld taka aftur til starfa.“@jaketapper I didn't believe it. So I called. @WhiteHouse comment line recording pic.twitter.com/WxlS9PUrd0 — Favian Quezada (@FavianQuezada) January 20, 2018 Þingmönnum Bandaríkjanna hefur ekki tekist að semja um greiðsluheimildir til áframhaldandi starfsemi stjórnvalda þar og snúa deilur þingmanna að fjármögnun til byggingar Veggsins umdeilda á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og lagaramma sem tryggir veru um 700 þúsund einstaklinga sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna af foreldrum sínum í Bandaríkjunum. Repúblikanar segja að ekki komi til greina að semja um innflytjendamálin fyrr en starfsemi stjórnvalda hefur verið tryggð. Demókratar segja ekki koma til greina að sem tryggja starfsemi stjórnvalda fyrr en búið er að semja um innflytjendamálin. 60 atkvæði í öldungadeildinni þarf til að samþykkja fjárlög til langs tíma. Þegar kosið var um málið á föstudaginn greiddu hins vegar einungis 50 með tillögunni. Þar á meðal voru nokkrir Demókratar og kusu nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins gegn því. Stöðvun stjórnvalda snýr þó ekki að hernum og ýmsum öryggisstofnunum. Hermenn vinna áfram vinnu sína þar til deilurnar verða leystar og hið sama má segja um lögregluþjóna og flesta starfsmenn Alríkislögreglunnar.Fleiri á því að Repúblikönum sé um að kennaMiðað við könnun Politico telja fleiri Bandaríkjamenn að Repúblikönum, sem stjórna báðum deildum þingsins og Hvíta húsinu, sé um að kenna. 41 prósent svarenda sögðu Repúblikönum um að kenna og 36 prósent sögðu Demókrötum um að kenna. Kjósendur Demókrataflokksins voru mun líklegri til að kenna Repúblikönum um og öfugt, en fleiri óháðir kenndu Repúblikönum um en öfugt. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Þegar íbúar Bandaríkjanna hringdu í Hvíta húsið um helgina heyrðu þeir í símsvara sem sakaði þingmenn Demókrataflokksins um að halda stjórnvöldum Bandaríkjanna í gíslingu vegna innflytjenda og að ógna öryggi Bandaríkjanna. Skilaboðin hafa verið harðlega gagnrýnd og jafnvel sögð vera ólögleg. Skilaboðin hljóma svo: „Takk fyrir að hringja í Hvíta húsið. Því miður getum við ekki svarað þér í dag þar sem þingmenn Demókrata helda fjármögnun til stjórnvalda, og þar á meðal fjármögnun til hermanna okkar og annarra mála sem snúa að þjóðaröryggi, í gíslingu vegna ótengdrar umræðu um innflytjendur. Vegna þessarar hindrunar er ríkisstjórnin ekki starfandi. Í millitíðinni getur þú skilið eftir skilaboð til forsetans á www.whitehouse.gov/contact. Við hlökkum til að taka við símtölum frá þér um leið og stjórnvöld taka aftur til starfa.“@jaketapper I didn't believe it. So I called. @WhiteHouse comment line recording pic.twitter.com/WxlS9PUrd0 — Favian Quezada (@FavianQuezada) January 20, 2018 Þingmönnum Bandaríkjanna hefur ekki tekist að semja um greiðsluheimildir til áframhaldandi starfsemi stjórnvalda þar og snúa deilur þingmanna að fjármögnun til byggingar Veggsins umdeilda á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og lagaramma sem tryggir veru um 700 þúsund einstaklinga sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna af foreldrum sínum í Bandaríkjunum. Repúblikanar segja að ekki komi til greina að semja um innflytjendamálin fyrr en starfsemi stjórnvalda hefur verið tryggð. Demókratar segja ekki koma til greina að sem tryggja starfsemi stjórnvalda fyrr en búið er að semja um innflytjendamálin. 60 atkvæði í öldungadeildinni þarf til að samþykkja fjárlög til langs tíma. Þegar kosið var um málið á föstudaginn greiddu hins vegar einungis 50 með tillögunni. Þar á meðal voru nokkrir Demókratar og kusu nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins gegn því. Stöðvun stjórnvalda snýr þó ekki að hernum og ýmsum öryggisstofnunum. Hermenn vinna áfram vinnu sína þar til deilurnar verða leystar og hið sama má segja um lögregluþjóna og flesta starfsmenn Alríkislögreglunnar.Fleiri á því að Repúblikönum sé um að kennaMiðað við könnun Politico telja fleiri Bandaríkjamenn að Repúblikönum, sem stjórna báðum deildum þingsins og Hvíta húsinu, sé um að kenna. 41 prósent svarenda sögðu Repúblikönum um að kenna og 36 prósent sögðu Demókrötum um að kenna. Kjósendur Demókrataflokksins voru mun líklegri til að kenna Repúblikönum um og öfugt, en fleiri óháðir kenndu Repúblikönum um en öfugt.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira