Félagar Sósíalistaflokks Íslands hyggjast halda áfram umræðu um mögulegt framboð flokksins í sveitarstjórnarkosningum í vor. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá flokknum
Sósíalistaþing, aðalþing Sósíalistaflokks Íslands, fór fram í gær í Rúgbrauðsgeðinni Borgartúni 6. Þingið markar lok stofnunar flokksins, sem var formlega stofnaður á verkalýðsdaginn 1. maí síðastliðinn.
Á þinginu voru samþykkt ný lög flokksins, niðurstöður málefnavinnu og þá voru 39 félagar kosnir í þrjár sjálfstæðar stjórnir sem vinna í umboði sósíalistaþingsins.
Áfram var rætt um mögulegt framboð Sósíalistaflokksins til sveitarstjórnakosninga í vor. Á heimasíðu flokksins kemur fram að margir flokksmenn vilji bjóða fram og telja flokkinn eiga brýnt erindi í sveitarstjórnir. Umræða um mögulegt framboð mun því halda áfram.

