Frans páfi vill efla baráttu gegn ofbeldi Þórdís Valsdóttir skrifar 21. janúar 2018 10:31 Frans páfi er í vikulangri heimsókn í Suður Ameríku um þessar mundir. Vísir/getty Frans páfi er í heimsókn í Perú um þessar mundir og lagði orð í belg um ofbeldi gegn konum í Suður Ameríku. Páfinn segir ofbeldi sem konur verða fyrir í álfunni vera „plágu“ sem þarf að kljást við. BBC greinir frá. „Það eru svo mörg dæmi um ofbeldi sem þaggað er niður í á bakvið svo marga veggi,“ sagði Páfinn í messu í bænum Trujillo í Perú á laugardag. Helmingur þeirra 25 landa með hæstu tíðni morða á konum í heiminum eru í Suður Ameríku samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum. „Ég biðla til ykkar að berjast gegn þessari uppsprettu þjáninga, þar á meðal með löggjöf og menningu sem hafnar hvers kyns ofbeldi,“ sagði Frans páfi.Móðgaði þolendur misnotkunar Frans páfi hefur verið í Perú frá því á fimmtudag eftir að hafa verið í Síle. Í Síle reitti páfinn þolendur misnotkunar til reiði með því að saka þolendurna um að rægja biskup í landinu. Þolendurnir sem voru misnotaðir af kaþólska prestsinum Fernando Kardima sökuðu biskupinn um að hylma yfir brotum prestsins. Páfinn sagði að „engar sannanir“ væru fyrir því að biskupinn, Juan Barros, hafi hylmt yfir með níðingsprestinum. „Það er ekki eitt einasta sönnungargagn gegn honum. Þetta er allt rógur. Er það skilið?,“ sagði páfinn. Hann sagði einnig við blaðamenn á svæðinu að hann myndi ræða málið frekar ef einhver sönnunargögn gegn Barros kæmu upp á yfirborðið. Níðingspresturinn Kardima var sakaður um að hafa misnotað fjölda unglingsstráka í höfuðborginni Santiago frá árinu 1980. Vatíkanið dæmdi hann sekann árið 2011 og dæmdi hann til lífslangrar betrunar og bæna. Kardima var ekki sóttur til saka í Síle því brotin voru fyrnd. Þolendur Kardima hafa borið vitni um að Barros biskup hafi verið vitni að misnotkuninni. „Það sem páfinn hefur gert hérna í dag er móðgandi og særandi, ekki einungis við okkur, heldur alla sem vilja binda enda á misnotkun,“ sagði einn þolenda Kardima í viðtali við BBC. Chile Suður-Ameríka Trúmál Tengdar fréttir Páfi ætlar að hitta fórnarlömb Pinochet í Síle Um þrjú þúsund manns voru myrtir eða látnir hverfa í Síle í valdatíð einræðisherrans Augusto Pinochet. 11. janúar 2018 14:17 Rányrkju á Amazon-svæðinu verði hætt Frans páfi sagði að aldrei hafi meiri hætta steðjað að frumbyggjum Amazon-frumskógarins. 20. janúar 2018 10:30 Páfi hvetur ríki heimsins til að skella ekki í lás Frans páfi sagði það ekki samræmast kristinni trú að skella í lás. Hvatti ríki heims til að taka á móti innflytjendum sem hefðu þurft að þola mikla kúgun. 19. janúar 2018 07:00 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fleiri fréttir Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Sjá meira
Frans páfi er í heimsókn í Perú um þessar mundir og lagði orð í belg um ofbeldi gegn konum í Suður Ameríku. Páfinn segir ofbeldi sem konur verða fyrir í álfunni vera „plágu“ sem þarf að kljást við. BBC greinir frá. „Það eru svo mörg dæmi um ofbeldi sem þaggað er niður í á bakvið svo marga veggi,“ sagði Páfinn í messu í bænum Trujillo í Perú á laugardag. Helmingur þeirra 25 landa með hæstu tíðni morða á konum í heiminum eru í Suður Ameríku samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum. „Ég biðla til ykkar að berjast gegn þessari uppsprettu þjáninga, þar á meðal með löggjöf og menningu sem hafnar hvers kyns ofbeldi,“ sagði Frans páfi.Móðgaði þolendur misnotkunar Frans páfi hefur verið í Perú frá því á fimmtudag eftir að hafa verið í Síle. Í Síle reitti páfinn þolendur misnotkunar til reiði með því að saka þolendurna um að rægja biskup í landinu. Þolendurnir sem voru misnotaðir af kaþólska prestsinum Fernando Kardima sökuðu biskupinn um að hylma yfir brotum prestsins. Páfinn sagði að „engar sannanir“ væru fyrir því að biskupinn, Juan Barros, hafi hylmt yfir með níðingsprestinum. „Það er ekki eitt einasta sönnungargagn gegn honum. Þetta er allt rógur. Er það skilið?,“ sagði páfinn. Hann sagði einnig við blaðamenn á svæðinu að hann myndi ræða málið frekar ef einhver sönnunargögn gegn Barros kæmu upp á yfirborðið. Níðingspresturinn Kardima var sakaður um að hafa misnotað fjölda unglingsstráka í höfuðborginni Santiago frá árinu 1980. Vatíkanið dæmdi hann sekann árið 2011 og dæmdi hann til lífslangrar betrunar og bæna. Kardima var ekki sóttur til saka í Síle því brotin voru fyrnd. Þolendur Kardima hafa borið vitni um að Barros biskup hafi verið vitni að misnotkuninni. „Það sem páfinn hefur gert hérna í dag er móðgandi og særandi, ekki einungis við okkur, heldur alla sem vilja binda enda á misnotkun,“ sagði einn þolenda Kardima í viðtali við BBC.
Chile Suður-Ameríka Trúmál Tengdar fréttir Páfi ætlar að hitta fórnarlömb Pinochet í Síle Um þrjú þúsund manns voru myrtir eða látnir hverfa í Síle í valdatíð einræðisherrans Augusto Pinochet. 11. janúar 2018 14:17 Rányrkju á Amazon-svæðinu verði hætt Frans páfi sagði að aldrei hafi meiri hætta steðjað að frumbyggjum Amazon-frumskógarins. 20. janúar 2018 10:30 Páfi hvetur ríki heimsins til að skella ekki í lás Frans páfi sagði það ekki samræmast kristinni trú að skella í lás. Hvatti ríki heims til að taka á móti innflytjendum sem hefðu þurft að þola mikla kúgun. 19. janúar 2018 07:00 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fleiri fréttir Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Sjá meira
Páfi ætlar að hitta fórnarlömb Pinochet í Síle Um þrjú þúsund manns voru myrtir eða látnir hverfa í Síle í valdatíð einræðisherrans Augusto Pinochet. 11. janúar 2018 14:17
Rányrkju á Amazon-svæðinu verði hætt Frans páfi sagði að aldrei hafi meiri hætta steðjað að frumbyggjum Amazon-frumskógarins. 20. janúar 2018 10:30
Páfi hvetur ríki heimsins til að skella ekki í lás Frans páfi sagði það ekki samræmast kristinni trú að skella í lás. Hvatti ríki heims til að taka á móti innflytjendum sem hefðu þurft að þola mikla kúgun. 19. janúar 2018 07:00