Ekta landsbyggðartútta Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2018 09:45 “Maður verður að kynnast aðstæðum fólks á öllum árstímum,” segir Eva Pandora sem fer á íbúafundi í þremur landsfjórðungum í þessum mánuði. Mynd/Hrund Pétursdóttir Það er dálítil skorpa núna. Eitt þeirra verkefna sem ég er í heitir Brothættar byggðir og því fylgja ferðalög, íbúafundir og fleira slíkt,“ segir Eva Pandora Baldursdóttir hress. Hún tók nýlega við starfi sérfræðings á þróunarsviði Byggðastofnunar á Sauðárkróki þar sem hún var valin úr 29 umsækjendum. Hún er einmitt á ferð um landið, enda hinar brothættu byggðir hver á sínu landshorni. „Ég fer til Þingeyrar, Kirkjubæjarklausturs og Borgarfjarðar eystri núna með stuttu millibili. Það er ágætt að hoppa beint út í djúpu laugina og líka lærdómur að fara um landið á vetrardögum. Maður verður að kynnast aðstæðum fólks á öllum árstímum.“ Eva Pandora sat á þingi síðasta kjörtímabil fyrir Pírata og kveðst þá hafa fylgst dálítið með dreifðum byggðum, enda átti hún meðal annars sæti í atvinnuveganefnd. „Þetta nýja starf á afskaplega vel við mig og ég féll inn í það á fyrsta degi. Svo fylgir því líka alþjóðlegt samstarf, Erasmus+ heitir það, þar er verið að styrkja brothættar byggðir í fleiri löndum.“ upplýsir hún. Þannig að veran á þinginu hefur verið viss þjálfun fyrir þetta starf? „Já, algerlega. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á stjórnsýslunni en þekkti hana aðallega úr akademísku námi áður en ég fór á þing. Ég er að ljúka diplómu í opinberri stjórnsýslu en á þingi fékk ég smá reynslu af henni sem var mjög gott, þó að tíminn væri ekki langur, bara tæpt ár. Ég fékk smjörþefinn.“ Eva Pandora er fædd og uppalin á Sauðárkróki og býr þar. „Ég flutti suður til að fara í háskóla, var þar í nokkur ár og eitt ár erlendis en ég er ekta landsbyggðartútta.“ Hún kveðst heppin að höfuðstöðvar Byggðastofnunar skuli vera á Króknum. „Það vantar svo víða á landsbyggðinni áhugaverð störf fyrir unga fólkið. Ég held að marga langi að flytja aftur í heimabyggð en geta það ekki því þeir fá ekki störf við hæfi,“ segir hún. „Það sem nútímafólk kvartar undan er tímaskortur, það vantar meiri tíma fyrir fjölskylduna og önnur áhugamál og hann fæst á landsbyggðinni, þar er sólarhringurinn drýgri. Fólk er kannski komið heim og búið að sækja börnin klukkan 16.20, jafnvel koma við í búðinni líka. Þá hefur það allt síðdegið fyrir sig. Svo eru streituvaldarnir færri á minni stöðum, ég hef samanburðinn, um leið og ég keyri inn í borgina finn ég fyrir stressinu en þegar ég kem norður fer af mér byrði og streitan hverfur. Mér finnst líka mikið öryggi í því að búa þar sem allir þekkja alla, samheldnin er svo verðmæt. Fólk sem er uppalið í borgum áttar sig ekki á þessu en ég mæli með að sem flestir prófi að búa á minni stöðum.“gun@frettabladid.is Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira
Það er dálítil skorpa núna. Eitt þeirra verkefna sem ég er í heitir Brothættar byggðir og því fylgja ferðalög, íbúafundir og fleira slíkt,“ segir Eva Pandora Baldursdóttir hress. Hún tók nýlega við starfi sérfræðings á þróunarsviði Byggðastofnunar á Sauðárkróki þar sem hún var valin úr 29 umsækjendum. Hún er einmitt á ferð um landið, enda hinar brothættu byggðir hver á sínu landshorni. „Ég fer til Þingeyrar, Kirkjubæjarklausturs og Borgarfjarðar eystri núna með stuttu millibili. Það er ágætt að hoppa beint út í djúpu laugina og líka lærdómur að fara um landið á vetrardögum. Maður verður að kynnast aðstæðum fólks á öllum árstímum.“ Eva Pandora sat á þingi síðasta kjörtímabil fyrir Pírata og kveðst þá hafa fylgst dálítið með dreifðum byggðum, enda átti hún meðal annars sæti í atvinnuveganefnd. „Þetta nýja starf á afskaplega vel við mig og ég féll inn í það á fyrsta degi. Svo fylgir því líka alþjóðlegt samstarf, Erasmus+ heitir það, þar er verið að styrkja brothættar byggðir í fleiri löndum.“ upplýsir hún. Þannig að veran á þinginu hefur verið viss þjálfun fyrir þetta starf? „Já, algerlega. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á stjórnsýslunni en þekkti hana aðallega úr akademísku námi áður en ég fór á þing. Ég er að ljúka diplómu í opinberri stjórnsýslu en á þingi fékk ég smá reynslu af henni sem var mjög gott, þó að tíminn væri ekki langur, bara tæpt ár. Ég fékk smjörþefinn.“ Eva Pandora er fædd og uppalin á Sauðárkróki og býr þar. „Ég flutti suður til að fara í háskóla, var þar í nokkur ár og eitt ár erlendis en ég er ekta landsbyggðartútta.“ Hún kveðst heppin að höfuðstöðvar Byggðastofnunar skuli vera á Króknum. „Það vantar svo víða á landsbyggðinni áhugaverð störf fyrir unga fólkið. Ég held að marga langi að flytja aftur í heimabyggð en geta það ekki því þeir fá ekki störf við hæfi,“ segir hún. „Það sem nútímafólk kvartar undan er tímaskortur, það vantar meiri tíma fyrir fjölskylduna og önnur áhugamál og hann fæst á landsbyggðinni, þar er sólarhringurinn drýgri. Fólk er kannski komið heim og búið að sækja börnin klukkan 16.20, jafnvel koma við í búðinni líka. Þá hefur það allt síðdegið fyrir sig. Svo eru streituvaldarnir færri á minni stöðum, ég hef samanburðinn, um leið og ég keyri inn í borgina finn ég fyrir stressinu en þegar ég kem norður fer af mér byrði og streitan hverfur. Mér finnst líka mikið öryggi í því að búa þar sem allir þekkja alla, samheldnin er svo verðmæt. Fólk sem er uppalið í borgum áttar sig ekki á þessu en ég mæli með að sem flestir prófi að búa á minni stöðum.“gun@frettabladid.is
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira