Innlent

Gul viðvörun og varasamt ferðaveður

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Gul viðvörun er fyrir stóran hluta landsins.
Gul viðvörun er fyrir stóran hluta landsins. Veðurstofa
Veðurstofan spáir norðvestan 18-23 m/s austan Öræfajökuls og á sunnanverðum Austfjörðum í nótt. Á vef Veðurstofunnar segir að búast megi við því að vindhviður við fjöll fari yfir 35 m/s og því sé varasamt ferðaveður.

Þá gengur í suðaustan storm með snjókomu og síðan slyddu og rigningu á sunnanverðu og vestanverðu landinu annað kvöld.

Veðurhorfur á landinu

Norðanátt, víða 8-13 m/s og él, en bjartviðri á S- og SV-landi. Norðvestan 18-23 SA-til á landinu í nótt, lægir þar þegar kemur fram á daginn. Frost 0 til 9 stig.

Austlægari og úrkomulítið upp úr hádegi. Gengur í suðaustan storm með snjókomu en síðar slyddu á S- og V-verðu landinu annað kvöld og hlýnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:

Suðaustan stormur í fyrstu, með talsverðri rigningu eða slyddu S- og V-lands. Snýst síðan í allhvassa suðvestanátt með éljagangi, fyrst á SV- og V-landi. Hiti 0 til 5 stig, en frystir víða um kvöldið.

Á laugardag:

Suðvestan 8-15 m/s og él, en léttskýjað á A-verðu landinu. Frost 0 til 5 stig.

Á sunnudag:

Gengur í sunnan storm með talsverðri rigningu, en úrkomulítið NA-lands. Hiti víða 5 til 10 stig. Slydda eða snjókoma V-til á landinu um kvöldið og kólnandi veður.

Á mánudag og þriðjudag:

Suðvestanátt og éljagangur, en þurrt A-lands og bjart með köflum. Frost um allt land.

Á miðvikudag:

Útlit fyrir hlýja sunnanátt og rigningu, en snýst í suðvestanátt með éljum þegar líður á daginn og kólnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×