Norsk skíðastjarna hágrét þegar hún var dæmd í bann og nú flýr hún Noreg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2018 14:30 Therese Johaug. Vísir/EPA Therese Johaug vann til verðlauna á síðustu tveimur Vetrarólympíuleikum í Vancouver og Sotsjí og þessi 29 ára norska skíðagöngukona var líkleg til afreka á leikunum sem hefjast í Pyeongchang í febrúar. Therese Johaug er sjöfaldur heimsmeistari í skíðagöngu og vann Ólympíugull í Vancouver 2010. Það verður hinsvegar engin Therese Johaug í norska Ólympíuliðinu í Suður Kóreu því hún tekur þar út keppnisbann sem henni sjálfri fannst mjög ósanngjarnt. Therese Johaug féll á lyfjaprófi í október 2016 þegar anabólískir sterar fundust í sýni hennar. Hún sagði að þeir höfðu komið í gegnum Trofodermin krem sem hún notaði vegna mikils varaþurrks hennar í æfingabúðum á Ítalíu í september sama ár. Norski íþróttaheimurinn skalf vegna málsins enda var ein stærsta íþróttastjarna liðsins að falla á lyfjaprófi. Viðbrögð hennar sjálfar vöktu líka mikla athygli enda hágrét hún á blaðamannafundi þar sem hún lýsti yfir sakleysi sínu. Íþróttadómstóll í Noregi dæmdi hana fyrst í þrettán mánaða bann sem hefði þýtt það að hún hefði verið komin úr banninu fyrir Ólympíuleikana í Pyeongchang. Alþjóðaskíðasambandið áfrýjaði hinsvegar dómnum og málið endaði með því að fara fyrir Alþjóðaíþróttadómstólinn.Vísir/GettyJohaug fékk á endanum átján mánaða bann frá og með 18. október 2016. Þar með var Ólympíudraumur hennar úr sögunni. Therese Johaug gat ekki hugsað sér að vera í Noregi á meðan Ólympíuleikarnir standa yfir enda öll norska þjóðin með augun á leikunum sem eru líka aðalumfjöllunnarefnið í öllum norskum fjölmiðlum. „Það eru tvær ástæður fyrir þessu. Það er gott fyrir hana að komast frá Noregi og það er gott fyrir hana að fá að æfa í friði í Seiser Alm,“ sagði þjálfari hennar Pål Gunnar Mikkelsplass við NRK. „Hún er að reyna að losna við Ólympíuleikana úr huga sér. Við verðum aftur á móti að sjá hvernig það gengur. Við höfum ekki talað um Ólympíuleikana. Heimsmeistaramótið í Seefeld 2019 er markmiðið. Við höfum heldur ekki rætt Ólympíuleikana 2022 en kannski horfir hún þangað. Ég vona það. Það væri gaman fyrir hana að komast aftur á Ólympíuleikana áður ferillinn klárast,“ sagði Pål Gunnar Mikkelsplass við SportExpressen.Vísir/Getty Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum Sjá meira
Therese Johaug vann til verðlauna á síðustu tveimur Vetrarólympíuleikum í Vancouver og Sotsjí og þessi 29 ára norska skíðagöngukona var líkleg til afreka á leikunum sem hefjast í Pyeongchang í febrúar. Therese Johaug er sjöfaldur heimsmeistari í skíðagöngu og vann Ólympíugull í Vancouver 2010. Það verður hinsvegar engin Therese Johaug í norska Ólympíuliðinu í Suður Kóreu því hún tekur þar út keppnisbann sem henni sjálfri fannst mjög ósanngjarnt. Therese Johaug féll á lyfjaprófi í október 2016 þegar anabólískir sterar fundust í sýni hennar. Hún sagði að þeir höfðu komið í gegnum Trofodermin krem sem hún notaði vegna mikils varaþurrks hennar í æfingabúðum á Ítalíu í september sama ár. Norski íþróttaheimurinn skalf vegna málsins enda var ein stærsta íþróttastjarna liðsins að falla á lyfjaprófi. Viðbrögð hennar sjálfar vöktu líka mikla athygli enda hágrét hún á blaðamannafundi þar sem hún lýsti yfir sakleysi sínu. Íþróttadómstóll í Noregi dæmdi hana fyrst í þrettán mánaða bann sem hefði þýtt það að hún hefði verið komin úr banninu fyrir Ólympíuleikana í Pyeongchang. Alþjóðaskíðasambandið áfrýjaði hinsvegar dómnum og málið endaði með því að fara fyrir Alþjóðaíþróttadómstólinn.Vísir/GettyJohaug fékk á endanum átján mánaða bann frá og með 18. október 2016. Þar með var Ólympíudraumur hennar úr sögunni. Therese Johaug gat ekki hugsað sér að vera í Noregi á meðan Ólympíuleikarnir standa yfir enda öll norska þjóðin með augun á leikunum sem eru líka aðalumfjöllunnarefnið í öllum norskum fjölmiðlum. „Það eru tvær ástæður fyrir þessu. Það er gott fyrir hana að komast frá Noregi og það er gott fyrir hana að fá að æfa í friði í Seiser Alm,“ sagði þjálfari hennar Pål Gunnar Mikkelsplass við NRK. „Hún er að reyna að losna við Ólympíuleikana úr huga sér. Við verðum aftur á móti að sjá hvernig það gengur. Við höfum ekki talað um Ólympíuleikana. Heimsmeistaramótið í Seefeld 2019 er markmiðið. Við höfum heldur ekki rætt Ólympíuleikana 2022 en kannski horfir hún þangað. Ég vona það. Það væri gaman fyrir hana að komast aftur á Ólympíuleikana áður ferillinn klárast,“ sagði Pål Gunnar Mikkelsplass við SportExpressen.Vísir/Getty
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum Sjá meira