Lífið

Greta Salóme gefur út myndband við titillag kvikmyndarinnar um Lóa

Stefán Árni Pálsson skrifar
Greta með nýtt lag úr kvikmyndinni um Lóa.
Greta með nýtt lag úr kvikmyndinni um Lóa.
Tónlistarkonan Greta Salóme hefur gefið út nýtt lag sem ber nafnið Wildfire en lagið er titillag kvikmyndarinnar Lói-Þú flýgur aldrei einn sem kemur í kvikmyndahús 2. febrúar.

Rapparinn Egill Ólafur Thorarensen, betur þekktur sem Tiny, kemur við sögu í laginu og rappar dágóðan kafla.

Myndin fjallar um lóuungann Lóa, sem er ófleygur að hausti þegar farfuglarnir halda suður á bóginn. Lói þarf að lifa af harðan vetur, grimma óvinu og takast á við sjálfan sig til að sameinast ástinni sinni að vori.

Kvikmyndin hefur verið seld til sýninga í kvikmyndahúsum í yfir 60 landa á heimsvísu, en ARRI Media selur. Myndin er framleidd af GunHil en aðstandendur þess fyrirtækis voru framleiðandi og leikstjóri á Hetjur Valhallar - Þór, fyrstu íslensku teiknimyndarinnar í fullri lengd og er mest sótta íslenska kvikmyndin utan landsteinanna.

Leikstjóri myndarinnar er Árni Ólafur Ásgeirsson, söguna skrifaði Friðrik Erlingsson og Gunnar Karlsson er aðstoðarleikstjóri og hönnuður útlits. Matthías Matthíasson og Rakel Björgvinsdóttir hrepptu hlutverk Lóa og Lóu eftir umfangsmikla hlutverkaleit þar sem nær 200 ungmenni komu í prufutökur. Meðal annarra leikara í íslensku útgáfunni eru Ólafur Darri Ólafson, Arnar Jónsson, Þórunn Erna Clausen og Hilmar Snær Guðnason.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.