Konur fá ekki séns á klárunum Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. janúar 2018 23:30 vísir/getty Fjórtán ára löng rannsókn háskólans í Liverpool sannar að konur og karlar eru jafngóð á hestbaki þegar kemur að veðreiðum sem er risastór íþrótt á Bretlandseyjum. BBC greinir frá. Þrátt fyrir þetta hreinlega vilja flestir þjálfarar sem ala upp knapa og temja hesta ekki notast við stelpur. Fram kemur í þessari ítarlegu rannsókn að séu gæði hestsins tekin inn í formúluna munar litlu sem engu á körlum og konum. Konur eru handhafar aðeins 11,3 prósent leyfa sem gera knöpum kleift að keppa í veðreiðum á Bretlandseyjum þannig ójöfnuðurinn er mikill. „Það eru þjálfarar sem vilja einfaldlega ekki nota kvenkyns knapa,“ segir knapinn Gemma Tutty sem hefur keppt 600 sinnum í veiðreiðum og á 50 sigra að baki. „Áður en við fáum tækifæri til að ríða út erum við í erfiðum málum því það eru færri þjálfarar sem vilja nota okkur. Vonandi mun þessi rannsókn fá fleiri þjálfara til að gefa konum tækifæri á baki.“ Í rannsókninni voru 1,25 milljón einstaka ferðir knapa skoðaðar og aðeins í 5,2 prósent þeirra voru konur á baki. Þrátt fyrir það voru konur 42 prósent allra starfsmanna í hesthúsum á Bretlandi árið 2010. Í mars á síðasta ári fengu konur tveggja kílógramma forgjöf í sumum veðreiðum sem varð til þess að fjöldi kvenna tvöfaldaðist og sigrum þeirra fjölgaði um 165 prósent. Breska veðreiðasambandið hefur sagst ætla að fara yfir þessi mál til að jafna hlut karla og kvenna í íþróttinni. Hestar Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Gæti mætt mömmu sinni á EM Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Sjá meira
Fjórtán ára löng rannsókn háskólans í Liverpool sannar að konur og karlar eru jafngóð á hestbaki þegar kemur að veðreiðum sem er risastór íþrótt á Bretlandseyjum. BBC greinir frá. Þrátt fyrir þetta hreinlega vilja flestir þjálfarar sem ala upp knapa og temja hesta ekki notast við stelpur. Fram kemur í þessari ítarlegu rannsókn að séu gæði hestsins tekin inn í formúluna munar litlu sem engu á körlum og konum. Konur eru handhafar aðeins 11,3 prósent leyfa sem gera knöpum kleift að keppa í veðreiðum á Bretlandseyjum þannig ójöfnuðurinn er mikill. „Það eru þjálfarar sem vilja einfaldlega ekki nota kvenkyns knapa,“ segir knapinn Gemma Tutty sem hefur keppt 600 sinnum í veiðreiðum og á 50 sigra að baki. „Áður en við fáum tækifæri til að ríða út erum við í erfiðum málum því það eru færri þjálfarar sem vilja nota okkur. Vonandi mun þessi rannsókn fá fleiri þjálfara til að gefa konum tækifæri á baki.“ Í rannsókninni voru 1,25 milljón einstaka ferðir knapa skoðaðar og aðeins í 5,2 prósent þeirra voru konur á baki. Þrátt fyrir það voru konur 42 prósent allra starfsmanna í hesthúsum á Bretlandi árið 2010. Í mars á síðasta ári fengu konur tveggja kílógramma forgjöf í sumum veðreiðum sem varð til þess að fjöldi kvenna tvöfaldaðist og sigrum þeirra fjölgaði um 165 prósent. Breska veðreiðasambandið hefur sagst ætla að fara yfir þessi mál til að jafna hlut karla og kvenna í íþróttinni.
Hestar Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Gæti mætt mömmu sinni á EM Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Sjá meira