Enski boltinn

Giroud var líklega að kveðja Arsenal í gær

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tilfinningarnar báru Giroud ofurliði eftir leik í gær.
Tilfinningarnar báru Giroud ofurliði eftir leik í gær. vísir/getty
Frakkinn Olivier Giroud kom af bekk Arsenal í tapinu gegn Swansea í gær og það gæti hafa verið svanasöngur hans hjá félaginu.

Giroud er sterklega orðaður við Chelsea og þarf helst að fara þangað ef Arsenal ætlar sér að fá Pierre-Emerick Aubameyang frá Dortmund.

Þar sem Arsenal er að reyna að selja Giroud kom það mörgum á óvart að hann skildi spila í gær. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, reyndi allt í leiknum en allt kom fyrir ekki.

„Það er möguleiki að Giroud sé að kveðja en það skýrist allt áður en glugginn lokar,“ sagði Wenger eftir leikinn.

„Giroud hefur þjónað Arsenal frábærlega og alltaf lagt sig allan fram. Hann hefur aldrei brugðist okkur og margoft bjargað okkur,“ bætti Wenger við. Hálfmeyr kallinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×