„Eitt lið, ein þjóð, ein bandarísk fjölskylda“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. janúar 2018 06:29 Donald Trump var hinn sælasti í ræðustól þingsins í gærkvöldi. Vísir/Getty Fyrsta stefnuræða Donalds Trumps Bandaríkjaforseta einkenndist af ákalli um samstöðu og útréttri sáttahönd forsetans til hinna fjölmörgu andstæðinga hans. Gott efnahagsástand vestanhafs var jafnframt fyrirferðamikið í ræðunni, eins og við var búist, en lítið drepið á þeirri gagnrýni sem forsetinn hefur mátt sæta á hinni árslöngu embættistíð sinni. Þrátt fyrir að njóta aðeins stuðnings um þriðjungs Bandaríkjamanna talaði Trump um hina „nýju bandarísku hreyfingu“ sem hann færi fyrir, sem ætla má að innihaldi stuðningsmenn hans. Hann ítrekaði þó að hann væri forseti allra Bandaríkjamanna og kallaði eftir því að þeir yrðu sem „eitt lið, ein þjóð, ein bandarísk fjölskylda.“ Mörgum þótti þetta stef minna óþægilega á hið nasíska „ein Volk, ein Reich, ein Führer,“ en ólíklegt verður þó að teljast að um slíka vísun sé að ræða. Ræðu forsetans var beðið með mikilli eftirvæntingu enda fyrsta stefnuræða hins litríka Trumps. Talið er að um 40 milljónir sjónvarpsáhorfenda hafi hlýtt á ræðuna - sem var í umtalsvert öðrum stíl en innsetningarræða forsetans í janúar í fyrra. Þótti mörgum hún einkennast af mikilli bölsýni enda varði forsetinn drjúgum hluta hennar í upptalningu á því hversu illa væri komið fram við bandarískt viðskiptalíf.Melania Trump mætti ekki með eiginmanni sínum til þinghússins.Vísir/EPAÞað væri hins vegar í miklum blóma núna, ári eftir að hann tók við embætti, og það er að sjálfsögðu styrkri stjórn hans að þakka - að eigin sögn. 2,4 milljón ný störf hafi orðið til í Bandaríkjunum í fyrra, atvinnuleysi sjaldan verið jafn lágt og verðbréfamiðlarar sjaldan verið kátari. Uppgangurinn hvíldi þó ekki síður á styrk bandarísku þjóðarinnar. „Staða landsins er sterk því íbúar þess eru sterkir,“ sagði Trump og uppskar mikið lófatak fyrir vikið. Forsetinn sagðist í ræðu sinni vera boðinn og búinn við að vinna þvert á flokka til að tryggja skilvirkari stjórnmál vestanhafs. Óhætt er að segja að fyrsta ár hans í embætti hafi einkennst af hatrömmum deilum á hinu pólitíska sviði - og þá ekki síst innan eigin flokks. „Í kvöld rétti ég fram sáttahönd til beggja flokka, demókrata og repúblikana, svo að standa megi vörð um þegna okkar, sama hver bakgrunnur þeirra, litarhaft eða trúarsannfæring er,“ sagði Trump. Ræðu hans má sjá hér að neðan en hún hefst eftir um 14 mínútur af myndbandinu. Donald Trump Tengdar fréttir Barnabarn Bobby Kennedy svarar stefnuræðu Trump Fulltrúardeildarþingmaðurinn Joseph Kennedy III, barnabarn Robert Kennedy, og ein helsta vonarstjarna demókrata í Bandaríkjunum mun flytja svar flokksins við fyrstu stefnuræðu Donald Trump 30. janúar 2018 23:30 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Fleiri fréttir Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sjá meira
Fyrsta stefnuræða Donalds Trumps Bandaríkjaforseta einkenndist af ákalli um samstöðu og útréttri sáttahönd forsetans til hinna fjölmörgu andstæðinga hans. Gott efnahagsástand vestanhafs var jafnframt fyrirferðamikið í ræðunni, eins og við var búist, en lítið drepið á þeirri gagnrýni sem forsetinn hefur mátt sæta á hinni árslöngu embættistíð sinni. Þrátt fyrir að njóta aðeins stuðnings um þriðjungs Bandaríkjamanna talaði Trump um hina „nýju bandarísku hreyfingu“ sem hann færi fyrir, sem ætla má að innihaldi stuðningsmenn hans. Hann ítrekaði þó að hann væri forseti allra Bandaríkjamanna og kallaði eftir því að þeir yrðu sem „eitt lið, ein þjóð, ein bandarísk fjölskylda.“ Mörgum þótti þetta stef minna óþægilega á hið nasíska „ein Volk, ein Reich, ein Führer,“ en ólíklegt verður þó að teljast að um slíka vísun sé að ræða. Ræðu forsetans var beðið með mikilli eftirvæntingu enda fyrsta stefnuræða hins litríka Trumps. Talið er að um 40 milljónir sjónvarpsáhorfenda hafi hlýtt á ræðuna - sem var í umtalsvert öðrum stíl en innsetningarræða forsetans í janúar í fyrra. Þótti mörgum hún einkennast af mikilli bölsýni enda varði forsetinn drjúgum hluta hennar í upptalningu á því hversu illa væri komið fram við bandarískt viðskiptalíf.Melania Trump mætti ekki með eiginmanni sínum til þinghússins.Vísir/EPAÞað væri hins vegar í miklum blóma núna, ári eftir að hann tók við embætti, og það er að sjálfsögðu styrkri stjórn hans að þakka - að eigin sögn. 2,4 milljón ný störf hafi orðið til í Bandaríkjunum í fyrra, atvinnuleysi sjaldan verið jafn lágt og verðbréfamiðlarar sjaldan verið kátari. Uppgangurinn hvíldi þó ekki síður á styrk bandarísku þjóðarinnar. „Staða landsins er sterk því íbúar þess eru sterkir,“ sagði Trump og uppskar mikið lófatak fyrir vikið. Forsetinn sagðist í ræðu sinni vera boðinn og búinn við að vinna þvert á flokka til að tryggja skilvirkari stjórnmál vestanhafs. Óhætt er að segja að fyrsta ár hans í embætti hafi einkennst af hatrömmum deilum á hinu pólitíska sviði - og þá ekki síst innan eigin flokks. „Í kvöld rétti ég fram sáttahönd til beggja flokka, demókrata og repúblikana, svo að standa megi vörð um þegna okkar, sama hver bakgrunnur þeirra, litarhaft eða trúarsannfæring er,“ sagði Trump. Ræðu hans má sjá hér að neðan en hún hefst eftir um 14 mínútur af myndbandinu.
Donald Trump Tengdar fréttir Barnabarn Bobby Kennedy svarar stefnuræðu Trump Fulltrúardeildarþingmaðurinn Joseph Kennedy III, barnabarn Robert Kennedy, og ein helsta vonarstjarna demókrata í Bandaríkjunum mun flytja svar flokksins við fyrstu stefnuræðu Donald Trump 30. janúar 2018 23:30 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Fleiri fréttir Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sjá meira
Barnabarn Bobby Kennedy svarar stefnuræðu Trump Fulltrúardeildarþingmaðurinn Joseph Kennedy III, barnabarn Robert Kennedy, og ein helsta vonarstjarna demókrata í Bandaríkjunum mun flytja svar flokksins við fyrstu stefnuræðu Donald Trump 30. janúar 2018 23:30