Framúrskarandi og til fyrirmyndar Rakel Sveinsdóttir skrifar 31. janúar 2018 07:00 Í dag klæðast konur svörtu til stuðnings #metoo og reyndar mun fleiri en konur, því síðustu daga hafa margir karlmenn haft samband við FKA og látið vita að þeir ætli sjálfir að taka þátt og klæðast svörtu. Ég geri því ráð fyrir að íslenska þjóðin sé meira og minna svartklædd í dag og vona að svo sé því #metoo byltingin þarf svo sannarlega á miklum stuðningi að halda. Dagurinn í dag er reyndar dagur fyrirmynda. Ekki aðeins erum við að draga fram fyrirmyndir með svörtum klæðnaði, heldur valdi FKA þennan dag vegna þess að síðdegis verða þrjár magnaðar konur heiðraðar á árlegri viðurkenningarhátíð félagsins sem haldin verður í Gamla Bíói. Hátíðina erum við að halda í nítjánda sinn en satt best að segja, hefur þörfin á því að draga fram fyrirmyndir í atvinnulífinu sjaldan verið meira áríðandi en einmitt nú. Atvinnulífið stendur nefnilega frammi fyrir mörgum áskorunum og í þeim efnum þurfum við að treysta á okkar sterkustu fyrirmyndir, sem hið raunverulega afl til breytinga. Hér er ég reyndar ekki aðeins að tala um breytingar í kjölfar #metoo, heldur líka hið ósýnilega glerþak. Sem dæmi um hversu sterkt það stendur enn, má benda á fréttir fjölmiðla í síðustu viku. Þar kom fram að samkvæmt nýjum rannsóknum Capacent, eru 89 prósent af forstjórum stærstu fyrirtækja landins karlmenn og heilt yfir eru karlmenn 72 prósent allra framkvæmdastjóra. Þetta er sorgleg sóun á mannauði kvenna og greinilegt að ekki hefur það dugað til að í mörg ár hafa fleiri konur en karlmenn útskrifast úr háskólanámi. Reyndar er glerþakið svo sterkt, að ekki einu sinni lög Alþingis ráða við það. Kynjakvótalögin tóku til dæmis gildi fyrir tæpum fimm árum, en hafa þó ekki enn náð lögbundnu takmarki sínu. Það er af þessum ástæðum, sem og ákalli #metoo, sem FKA biðlar til sterkra leiðtoga um að stíga fram sem fyrirmyndir. Á endanum eru það alltaf fyrirmyndirnar sem draga vagninn og okkur í FKA því löngu orðið það ljóst, að án sterkra fyrirmynda gerist í rauninni ekki neitt. Ekki einu sinni þótt það sé bundið í lög. Höfundur er formaður Félags kvenna í atvinnulífinu.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Mest lesið Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Skoðun Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag klæðast konur svörtu til stuðnings #metoo og reyndar mun fleiri en konur, því síðustu daga hafa margir karlmenn haft samband við FKA og látið vita að þeir ætli sjálfir að taka þátt og klæðast svörtu. Ég geri því ráð fyrir að íslenska þjóðin sé meira og minna svartklædd í dag og vona að svo sé því #metoo byltingin þarf svo sannarlega á miklum stuðningi að halda. Dagurinn í dag er reyndar dagur fyrirmynda. Ekki aðeins erum við að draga fram fyrirmyndir með svörtum klæðnaði, heldur valdi FKA þennan dag vegna þess að síðdegis verða þrjár magnaðar konur heiðraðar á árlegri viðurkenningarhátíð félagsins sem haldin verður í Gamla Bíói. Hátíðina erum við að halda í nítjánda sinn en satt best að segja, hefur þörfin á því að draga fram fyrirmyndir í atvinnulífinu sjaldan verið meira áríðandi en einmitt nú. Atvinnulífið stendur nefnilega frammi fyrir mörgum áskorunum og í þeim efnum þurfum við að treysta á okkar sterkustu fyrirmyndir, sem hið raunverulega afl til breytinga. Hér er ég reyndar ekki aðeins að tala um breytingar í kjölfar #metoo, heldur líka hið ósýnilega glerþak. Sem dæmi um hversu sterkt það stendur enn, má benda á fréttir fjölmiðla í síðustu viku. Þar kom fram að samkvæmt nýjum rannsóknum Capacent, eru 89 prósent af forstjórum stærstu fyrirtækja landins karlmenn og heilt yfir eru karlmenn 72 prósent allra framkvæmdastjóra. Þetta er sorgleg sóun á mannauði kvenna og greinilegt að ekki hefur það dugað til að í mörg ár hafa fleiri konur en karlmenn útskrifast úr háskólanámi. Reyndar er glerþakið svo sterkt, að ekki einu sinni lög Alþingis ráða við það. Kynjakvótalögin tóku til dæmis gildi fyrir tæpum fimm árum, en hafa þó ekki enn náð lögbundnu takmarki sínu. Það er af þessum ástæðum, sem og ákalli #metoo, sem FKA biðlar til sterkra leiðtoga um að stíga fram sem fyrirmyndir. Á endanum eru það alltaf fyrirmyndirnar sem draga vagninn og okkur í FKA því löngu orðið það ljóst, að án sterkra fyrirmynda gerist í rauninni ekki neitt. Ekki einu sinni þótt það sé bundið í lög. Höfundur er formaður Félags kvenna í atvinnulífinu.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun