Spá auknum rekstrarhagnaði hjá Marel Kristinn Ingi Jónsson skrifar 31. janúar 2018 11:00 Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels. Vísir/Valli Hagfræðideild Landsbankans býst við að rekstrarhagnaður Marels fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) hafi aukist lítillega á fjórða fjórðungi síðasta árs frá sama tíma árið 2016. Spá sérfræðingar deildarinnar að EBITDA félagsins hafi verið 48,2 milljónir evra, sem jafngildir ríflega sex milljörðum króna, á fjórðungnum borið saman við 47,4 milljónir evra á síðasta fjórðungi ársins 2016. Marel mun birta uppgjör fyrir fjórða fjórðung síðasta árs í næstu viku. Greinendur bankans gera hins vegar ráð fyrir því að rekstrarhagnaðurinn aukist verulega, eða um 10,7 prósent, á þessu ári og rjúfi 200 milljóna evra múrinn. Benda þeir meðal annars á mikill vöxtur pantanabókarinnar gefi góð fyrirheit fyrir tekjuvöxt næstu fjórðunga.Búist er við að afkoma Icelandair Group hafi versnað á síðasta fjórðungi 2017.Vísir/Anton BrinkHagfræðideildin spáir því að EBITDA Icelandair Group hafi verið neikvæð um 18,9 milljónir dala, jafnvirði 1,9 milljarða króna, á fjórða fjórðungi síðasta árs, en félagið birtir einnig uppgjör í næstu viku. Er það í nokkru samræmi við spár stjórnenda félagsins sem gera ráð fyrir að EBITDA fjórðungsins hafi verið neikvæð á bilinu 12 til 22 milljónir dala. Til samanburðar var EBITDA félagsins jákvæð um 2,5 milljónir dala á sama fjórðungi árið 2016. Félagið mun birta uppgjör fyrir fjórða fjórðung síðasta árs í næstu viku. Í afkomuspá hagfræðideildarinnar er bent á að eldsneytiskostnaður hafi verið sjö prósentum hærri og gengisvísitalan tveimur prósentum lægri en stjórnendur Icelandair Group ráðgerðu á fjórða fjórðungi. Það ætti að öllu óbreyttu að hafa í mesta lagi tveggja til þriggja milljóna dala neikvæð áhrif á rekstur félagsins. Verkfall flugvirkja hafi einnig skaðað reksturinn, hugsanlega um sem nemur einum til þremur milljónum dala, þótt ómögulegt sé að gera grein fyrir raunkostnaði þess.Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans býst við að rekstrarhagnaður Marels fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) hafi aukist lítillega á fjórða fjórðungi síðasta árs frá sama tíma árið 2016. Spá sérfræðingar deildarinnar að EBITDA félagsins hafi verið 48,2 milljónir evra, sem jafngildir ríflega sex milljörðum króna, á fjórðungnum borið saman við 47,4 milljónir evra á síðasta fjórðungi ársins 2016. Marel mun birta uppgjör fyrir fjórða fjórðung síðasta árs í næstu viku. Greinendur bankans gera hins vegar ráð fyrir því að rekstrarhagnaðurinn aukist verulega, eða um 10,7 prósent, á þessu ári og rjúfi 200 milljóna evra múrinn. Benda þeir meðal annars á mikill vöxtur pantanabókarinnar gefi góð fyrirheit fyrir tekjuvöxt næstu fjórðunga.Búist er við að afkoma Icelandair Group hafi versnað á síðasta fjórðungi 2017.Vísir/Anton BrinkHagfræðideildin spáir því að EBITDA Icelandair Group hafi verið neikvæð um 18,9 milljónir dala, jafnvirði 1,9 milljarða króna, á fjórða fjórðungi síðasta árs, en félagið birtir einnig uppgjör í næstu viku. Er það í nokkru samræmi við spár stjórnenda félagsins sem gera ráð fyrir að EBITDA fjórðungsins hafi verið neikvæð á bilinu 12 til 22 milljónir dala. Til samanburðar var EBITDA félagsins jákvæð um 2,5 milljónir dala á sama fjórðungi árið 2016. Félagið mun birta uppgjör fyrir fjórða fjórðung síðasta árs í næstu viku. Í afkomuspá hagfræðideildarinnar er bent á að eldsneytiskostnaður hafi verið sjö prósentum hærri og gengisvísitalan tveimur prósentum lægri en stjórnendur Icelandair Group ráðgerðu á fjórða fjórðungi. Það ætti að öllu óbreyttu að hafa í mesta lagi tveggja til þriggja milljóna dala neikvæð áhrif á rekstur félagsins. Verkfall flugvirkja hafi einnig skaðað reksturinn, hugsanlega um sem nemur einum til þremur milljónum dala, þótt ómögulegt sé að gera grein fyrir raunkostnaði þess.Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira