Hækkaði yfir fimmtíu prósent í virði á hálfu ári Kristinn Ingi Jónsson skrifar 31. janúar 2018 08:00 Eina eign eignarhaldsfélagsins Stoða er tæplega níu prósenta hlutur í Refresco. Tilkynnt var um yfirtöku PAI Partners og British Columbia Investment Management á Refresco fyrir jafnvirði um 200 milljarða króna í október á síðasta ári en gert er ráð fyrir að kaupin gangi í gegn í apríl á þessu ári. Vísir/EPA Virði hlutafjár félags sem stofnað var vegna kaupa á hlut í eignarhaldsfélaginu Stoðum, áður FL Group, hækkaði um meira en 50 prósent á seinni helmingi síðasta árs. Miðað við gengi hlutafjárins í hlutafjáraukningu sem ráðist var í í byrjun desembermánaðar er virði umrædds félags, S121, ríflega tveir milljarðar króna. Má þannig ætla að virði Stoða sé um 20 milljarðar króna, en 9,87 prósenta hlutur S121 í Stoðum er eina eign félagsins. Á meðal hluthafa í S121 er félag breska kaupsýslumannsins Malcolms Walker, stofnanda og eiganda bresku verslanakeðjunnar Iceland Foods, og Tarsems Dhaliwal, framkvæmdastjóra keðjunnar, og fjárfestingarfélag Þorsteins M. Jónssonar, fyrrverandi eiganda drykkjaframleiðandans Vífilfells. Hópur fjárfesta ásamt tryggingafélaginu TM keypti í byrjun síðasta árs, í gegnum félögin S121 og S122, rúmlega fimmtíu prósenta hlut í Stoðum, sem á tæp níu prósent í evrópska drykkjaframleiðandanum Refresco, af Glitni HoldCo og erlendum fjármálastofnunum. Ljóst er að hópurinn hefur hagnast verulega á kaupunum en síðasta haust, nokkrum mánuðum eftir kaupin, var tilkynnt um yfirtöku fjárfestingarsjóðanna PAI Partners og British Columbia Investment Management á Refresco fyrir jafnvirði um 200 milljarða króna. Samkvæmt heimildum Markaðarins er gert ráð fyrir að yfirtakan gangi í gegn í apríl á þessu ári. Til marks um ríkulegan gengishagnað fjárfestahópsins hækkaði virði hlutafjár S121 um 53 prósent frá maí til desembermánaðar á síðasta ári. Á hluthafafundi í lok maí var hlutafé félagsins hækkað á genginu 1,14, þegar kröfum hluthafa var breytt í hlutafé, en gengið var hins vegar komið í 1,75 í hlutafjáraukningu sem ráðist var í þann 1. desember. Eftir síðarnefndu aukninguna, þar sem hlutaféð var aukið um 639 milljónir króna að söluvirði, er hlutafé félagsins 1,2 milljarðar króna og virði félagsins þannig 2,0 milljarðar króna miðað við gengið 1,75. Félög tengd Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra FL Group og stjórnarmanni í Refresco frá árinu 2009, lögðu S121 til hvað mest fjármagn, eða um 265 milljónir króna, í hlutafjáraukningunni í desember, en félög sem tengjast Einari Erni Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og stjórnarmanni í TM, Magnúsi Ármann, fjárfesti og fyrrverandi stjórnarmanni FL Group, Þorsteini M. Jónssyni, Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM, og Jóhanni Arnari Þórarinssyni, forstjóra veitingarisans Foodco, keyptu einnig stóran hluta nýs hlutafjár.Malcolm ?Walker, eigandi Iceland FoodsMalcolm Walker meðal hluthafa Til viðbótar við ofangreind félög er breska félagið Strahan III í eigu Malcolms Walker og bresks meðfjárfestis hans á meðal hluthafa í S121, samkvæmt gögnum sem Markaðurinn hefur undir höndum. Viðskiptafélagarnir eru einnig eigendur Póstmiðstöðvarinnar ásamt félagi Einars Arnar, Höllu Sigrúnar Hjartardóttur, fyrrverandi stjórnarformanns Fjármálaeftirlitsins, og Kára Þórs Guðjónssonar fjárfestis. Þá á félag í eigu Árna Sigurðssonar, yfirmanns stefnumótunar og þróunar hjá Marel og bróður Jóns Sigurðssonar, auk þess óverulegan hlut í S121. TM á jafnframt óbeinan 12,5 prósenta hlut í Stoðum í gegnum S121 og S122, en hluturinn var metinn á tæpa 1,8 milljarða í bókum félagsins í lok júnímánaðar, áður en tilkynnt var um yfirtökuna á Refresco. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvað var greitt fyrir hlutinn í Stoðum í fyrra, en miðað við gengi bréfa Refresco á hlutabréfamarkaðinum í Amsterdam á þeim tíma þegar kaupin gengu í gegn er líklegt kaupverð um sjö til átta milljarðar króna. Samkvæmt heimildum Markaðarins gerði fjárfestahópurinn einnig sérstakan afkomuskiptasamning við Glitni HoldCo sem tryggði félaginu hlutdeild í framtíðarhagnaði af sölu Refresco. Var samningurinn gerður gagngert vegna væntinga um að drykkjaframleiðandinn yrði yfirtekinn. Umsvifamiklir fjárfestingarsjóðir höfðu sýnt Refresco mikinn áhuga um nokkurt skeið. Virði 8,9 prósenta eignarhlutar Stoða í Refresco – sem er í gegnum félagið Ferskur Holding – var 12,7 milljarðar í árslok 2016, 15,8 milljarðar í lok júní í fyrra en er 17,9 milljarðar miðað við samþykkt yfirtökugengi. Hefur hluturinn þannig hækkað um 41 prósent í virði á einu ári. Ef tekið er mið af heildarkaupverði erlendu sjóðanna á Refresco, sem nemur um 1,62 milljörðum evra, fær eignarhaldsfélagið Ferskur Holding, stærsti einstaki hluthafi Refresco með 14,53 prósenta eignarhlut, 235 milljónir evra, eða sem nemur um 29 milljörðum króna, í sinn hlut. Markaðurinn greindi frá því í síðustu viku að vilji stæði til þess af hálfu stærstu hluthafa Stoða að halda starfsemi félagsins áfram þegar yfirtakan á Refresco klárast. Við það verður til stærsta fjárfestingarfélag landsins með liðlega átján milljarða króna í eigið fé.Jón Sigurðsson hefur setið í stjórn Refresco Group frá árinu 2009.Jón í lykilhlutverki í viðræðunum Ýmis gögn sem varða yfirtöku fjárfestingasjóðanna PAI Partners og British Columbia Investment Management á Refresco og gerð voru opinber í síðustu viku, þar á meðal skilmálar kaupsamningsins, sýna hve veigamiklu hlutverki Jón Sigurðsson gegndi við samningaviðræðurnar. Jón, sem hefur setið í stjórn Refresco frá árinu 2009, var skipaður í sérstaka þriggja manna stýrinefnd sem var falið að leggja mat á tilboð fjárfestingasjóðanna og ráðleggja stjórn Refresco við ákvarðanatökuna. Auk hans sátu stjórnarformaðurinn Yiannis Petrides og stjórnarmaðurinn Theo De Kool í nefndinni. Eftir að stjórn Refresco ákvað að ganga til viðræðna við sjóðina fundaði stýrinefndin stíft með fulltrúum sjóðanna í Amsterdam þar til samkomulag náðist. Niðurstaðan var sú að Refresco yrði tekið yfir á genginu 20 evrur á hlut en upphaflegt tilboð sjóðanna hljóðaði upp á 19,75 evrur á hlut.Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Virði hlutafjár félags sem stofnað var vegna kaupa á hlut í eignarhaldsfélaginu Stoðum, áður FL Group, hækkaði um meira en 50 prósent á seinni helmingi síðasta árs. Miðað við gengi hlutafjárins í hlutafjáraukningu sem ráðist var í í byrjun desembermánaðar er virði umrædds félags, S121, ríflega tveir milljarðar króna. Má þannig ætla að virði Stoða sé um 20 milljarðar króna, en 9,87 prósenta hlutur S121 í Stoðum er eina eign félagsins. Á meðal hluthafa í S121 er félag breska kaupsýslumannsins Malcolms Walker, stofnanda og eiganda bresku verslanakeðjunnar Iceland Foods, og Tarsems Dhaliwal, framkvæmdastjóra keðjunnar, og fjárfestingarfélag Þorsteins M. Jónssonar, fyrrverandi eiganda drykkjaframleiðandans Vífilfells. Hópur fjárfesta ásamt tryggingafélaginu TM keypti í byrjun síðasta árs, í gegnum félögin S121 og S122, rúmlega fimmtíu prósenta hlut í Stoðum, sem á tæp níu prósent í evrópska drykkjaframleiðandanum Refresco, af Glitni HoldCo og erlendum fjármálastofnunum. Ljóst er að hópurinn hefur hagnast verulega á kaupunum en síðasta haust, nokkrum mánuðum eftir kaupin, var tilkynnt um yfirtöku fjárfestingarsjóðanna PAI Partners og British Columbia Investment Management á Refresco fyrir jafnvirði um 200 milljarða króna. Samkvæmt heimildum Markaðarins er gert ráð fyrir að yfirtakan gangi í gegn í apríl á þessu ári. Til marks um ríkulegan gengishagnað fjárfestahópsins hækkaði virði hlutafjár S121 um 53 prósent frá maí til desembermánaðar á síðasta ári. Á hluthafafundi í lok maí var hlutafé félagsins hækkað á genginu 1,14, þegar kröfum hluthafa var breytt í hlutafé, en gengið var hins vegar komið í 1,75 í hlutafjáraukningu sem ráðist var í þann 1. desember. Eftir síðarnefndu aukninguna, þar sem hlutaféð var aukið um 639 milljónir króna að söluvirði, er hlutafé félagsins 1,2 milljarðar króna og virði félagsins þannig 2,0 milljarðar króna miðað við gengið 1,75. Félög tengd Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra FL Group og stjórnarmanni í Refresco frá árinu 2009, lögðu S121 til hvað mest fjármagn, eða um 265 milljónir króna, í hlutafjáraukningunni í desember, en félög sem tengjast Einari Erni Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og stjórnarmanni í TM, Magnúsi Ármann, fjárfesti og fyrrverandi stjórnarmanni FL Group, Þorsteini M. Jónssyni, Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM, og Jóhanni Arnari Þórarinssyni, forstjóra veitingarisans Foodco, keyptu einnig stóran hluta nýs hlutafjár.Malcolm ?Walker, eigandi Iceland FoodsMalcolm Walker meðal hluthafa Til viðbótar við ofangreind félög er breska félagið Strahan III í eigu Malcolms Walker og bresks meðfjárfestis hans á meðal hluthafa í S121, samkvæmt gögnum sem Markaðurinn hefur undir höndum. Viðskiptafélagarnir eru einnig eigendur Póstmiðstöðvarinnar ásamt félagi Einars Arnar, Höllu Sigrúnar Hjartardóttur, fyrrverandi stjórnarformanns Fjármálaeftirlitsins, og Kára Þórs Guðjónssonar fjárfestis. Þá á félag í eigu Árna Sigurðssonar, yfirmanns stefnumótunar og þróunar hjá Marel og bróður Jóns Sigurðssonar, auk þess óverulegan hlut í S121. TM á jafnframt óbeinan 12,5 prósenta hlut í Stoðum í gegnum S121 og S122, en hluturinn var metinn á tæpa 1,8 milljarða í bókum félagsins í lok júnímánaðar, áður en tilkynnt var um yfirtökuna á Refresco. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvað var greitt fyrir hlutinn í Stoðum í fyrra, en miðað við gengi bréfa Refresco á hlutabréfamarkaðinum í Amsterdam á þeim tíma þegar kaupin gengu í gegn er líklegt kaupverð um sjö til átta milljarðar króna. Samkvæmt heimildum Markaðarins gerði fjárfestahópurinn einnig sérstakan afkomuskiptasamning við Glitni HoldCo sem tryggði félaginu hlutdeild í framtíðarhagnaði af sölu Refresco. Var samningurinn gerður gagngert vegna væntinga um að drykkjaframleiðandinn yrði yfirtekinn. Umsvifamiklir fjárfestingarsjóðir höfðu sýnt Refresco mikinn áhuga um nokkurt skeið. Virði 8,9 prósenta eignarhlutar Stoða í Refresco – sem er í gegnum félagið Ferskur Holding – var 12,7 milljarðar í árslok 2016, 15,8 milljarðar í lok júní í fyrra en er 17,9 milljarðar miðað við samþykkt yfirtökugengi. Hefur hluturinn þannig hækkað um 41 prósent í virði á einu ári. Ef tekið er mið af heildarkaupverði erlendu sjóðanna á Refresco, sem nemur um 1,62 milljörðum evra, fær eignarhaldsfélagið Ferskur Holding, stærsti einstaki hluthafi Refresco með 14,53 prósenta eignarhlut, 235 milljónir evra, eða sem nemur um 29 milljörðum króna, í sinn hlut. Markaðurinn greindi frá því í síðustu viku að vilji stæði til þess af hálfu stærstu hluthafa Stoða að halda starfsemi félagsins áfram þegar yfirtakan á Refresco klárast. Við það verður til stærsta fjárfestingarfélag landsins með liðlega átján milljarða króna í eigið fé.Jón Sigurðsson hefur setið í stjórn Refresco Group frá árinu 2009.Jón í lykilhlutverki í viðræðunum Ýmis gögn sem varða yfirtöku fjárfestingasjóðanna PAI Partners og British Columbia Investment Management á Refresco og gerð voru opinber í síðustu viku, þar á meðal skilmálar kaupsamningsins, sýna hve veigamiklu hlutverki Jón Sigurðsson gegndi við samningaviðræðurnar. Jón, sem hefur setið í stjórn Refresco frá árinu 2009, var skipaður í sérstaka þriggja manna stýrinefnd sem var falið að leggja mat á tilboð fjárfestingasjóðanna og ráðleggja stjórn Refresco við ákvarðanatökuna. Auk hans sátu stjórnarformaðurinn Yiannis Petrides og stjórnarmaðurinn Theo De Kool í nefndinni. Eftir að stjórn Refresco ákvað að ganga til viðræðna við sjóðina fundaði stýrinefndin stíft með fulltrúum sjóðanna í Amsterdam þar til samkomulag náðist. Niðurstaðan var sú að Refresco yrði tekið yfir á genginu 20 evrur á hlut en upphaflegt tilboð sjóðanna hljóðaði upp á 19,75 evrur á hlut.Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira