Gamaldags átakapólitík Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 30. janúar 2018 15:53 Fyrir síðustu Alþingiskosningar lögðu Vinstri græn áherslu á að veruleg innspýting fjármuna í heilbrigðismál, menntamál, innviðauppbyggingu og velferðarmál væri nauðsynleg til að koma þessum málaflokkum í sómasamlegt horf. Auka þyrfti árleg útgjöld til þessara málaflokka í skrefum um 40 til 50 milljarða á kjörtímabilinu umfram sem fjármálaáætlun síðustu ríkisstjórnar gerði ráð fyrir. Við lögðum einnig áherslu á bætt vinnubrögð, að þegar ákvarðanir eru teknar á vetvangi stjórnmálanna væri horft til lengra en eins árs í senn og byggt á stefnumótun sem tæki mið af heildarhagsmunum samfélagsins til lengri tíma frekar að vinna litlar orustur inn á Alþingi. Það er okkar trú að þannig getum við nýtt fjármuni betur og þannig gert betur fyrir fólkið í landinu. Ný ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna tók við þann 1. desember sl. og hóf strax vinnu við breytingar á því fjárlagafrumvarpi sem fyrri ríkisstjórn hafði lagt fram. Fjórum vikum síðar samþykkti Alþingi fjárlög sem fela í sér tæplega 19 milljarða útgjaldaaukningu umfram það sem fyrri fjárlög höfðu gert ráð fyrir og samtals 55,3 milljarða útgjaldaaukningu á milli ára. Ef við horfum eingöngu á útgjaldaaukninguna og hugsum jafnvel í prósentum má segja að þessi fjárlög séu einstakur árangur í loforðaefndum. Á aðeins einum mánuði í ríkisstjórn höfðum við Vinstri græn uppfyllt um 40% af útgjaldaloforðum okkar fyrir kjörtímabilið – 19 milljarðar af 40-50 voru komnir í hús. En auðvitað er þetta ekki svo einfallt að það sé hægt afgreiða þetta með einföldum prósentureikningi. Fjárlögin voru unnin á ótrúlega stuttum tíma og því gafst ekki mikill tími til að horfa langt fram veginn. Sú vinna stendur nú yfir, við gerð fjármálaáætlunar, endurskoðun almannatrygginga og einnig heilbrigðisáætlunar, svo dæmi séu nefnd.Á aðeins einum mánuði í ríkisstjórn höfðum við Vinstri græn uppfyllt um 40% af útgjaldaloforðum okkar fyrir kjörtímabilið. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er einn þeirra sem virðast telja að eðlilegt sé að smætta alla umræðu um ríkisfjármál og uppbyggingu á okkar samfélagslegu innviðum niður í einfaldan prósentureikning og stakar atkvæðagreiðslur á Alþingi, eins og sjá mátti í grein hans í Fréttablaðinu í gær undir yfirskriftinni „Vinstri svik“. Ágúst hefur nefnilega með einföldum prósentureikningi komist að þeirri niðurstöðu að Vinstri græn hafi framið mikil svik með fyrrnefndum fjármlögum. Þetta er hins vegar marklaust þegar kemur að því að mæla árangur eða efndir Vinstri grænna í ríkisstjórn. Ágúst hefði nefnilega getað gert lítið úr nánast hvaða útgjaldaaukningu sem er með því að veifa prósentutölum, enda er 40 til 50 milljarða aukning útgjalda bara um 5% aukning. Allt tal um svik Vinstri grænna er því marklaust, hluti af hinni gömlu átakapólitík sem engu skilar. Ég hvet Ágúst Ólaf, og aðra í stjórnarandstöðunni, til að taka höndum saman með okkur í ríkisstjórninni í þeim mikilvægu verkefnum sem framundan eru.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Stj.mál Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Fyrir síðustu Alþingiskosningar lögðu Vinstri græn áherslu á að veruleg innspýting fjármuna í heilbrigðismál, menntamál, innviðauppbyggingu og velferðarmál væri nauðsynleg til að koma þessum málaflokkum í sómasamlegt horf. Auka þyrfti árleg útgjöld til þessara málaflokka í skrefum um 40 til 50 milljarða á kjörtímabilinu umfram sem fjármálaáætlun síðustu ríkisstjórnar gerði ráð fyrir. Við lögðum einnig áherslu á bætt vinnubrögð, að þegar ákvarðanir eru teknar á vetvangi stjórnmálanna væri horft til lengra en eins árs í senn og byggt á stefnumótun sem tæki mið af heildarhagsmunum samfélagsins til lengri tíma frekar að vinna litlar orustur inn á Alþingi. Það er okkar trú að þannig getum við nýtt fjármuni betur og þannig gert betur fyrir fólkið í landinu. Ný ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna tók við þann 1. desember sl. og hóf strax vinnu við breytingar á því fjárlagafrumvarpi sem fyrri ríkisstjórn hafði lagt fram. Fjórum vikum síðar samþykkti Alþingi fjárlög sem fela í sér tæplega 19 milljarða útgjaldaaukningu umfram það sem fyrri fjárlög höfðu gert ráð fyrir og samtals 55,3 milljarða útgjaldaaukningu á milli ára. Ef við horfum eingöngu á útgjaldaaukninguna og hugsum jafnvel í prósentum má segja að þessi fjárlög séu einstakur árangur í loforðaefndum. Á aðeins einum mánuði í ríkisstjórn höfðum við Vinstri græn uppfyllt um 40% af útgjaldaloforðum okkar fyrir kjörtímabilið – 19 milljarðar af 40-50 voru komnir í hús. En auðvitað er þetta ekki svo einfallt að það sé hægt afgreiða þetta með einföldum prósentureikningi. Fjárlögin voru unnin á ótrúlega stuttum tíma og því gafst ekki mikill tími til að horfa langt fram veginn. Sú vinna stendur nú yfir, við gerð fjármálaáætlunar, endurskoðun almannatrygginga og einnig heilbrigðisáætlunar, svo dæmi séu nefnd.Á aðeins einum mánuði í ríkisstjórn höfðum við Vinstri græn uppfyllt um 40% af útgjaldaloforðum okkar fyrir kjörtímabilið. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er einn þeirra sem virðast telja að eðlilegt sé að smætta alla umræðu um ríkisfjármál og uppbyggingu á okkar samfélagslegu innviðum niður í einfaldan prósentureikning og stakar atkvæðagreiðslur á Alþingi, eins og sjá mátti í grein hans í Fréttablaðinu í gær undir yfirskriftinni „Vinstri svik“. Ágúst hefur nefnilega með einföldum prósentureikningi komist að þeirri niðurstöðu að Vinstri græn hafi framið mikil svik með fyrrnefndum fjármlögum. Þetta er hins vegar marklaust þegar kemur að því að mæla árangur eða efndir Vinstri grænna í ríkisstjórn. Ágúst hefði nefnilega getað gert lítið úr nánast hvaða útgjaldaaukningu sem er með því að veifa prósentutölum, enda er 40 til 50 milljarða aukning útgjalda bara um 5% aukning. Allt tal um svik Vinstri grænna er því marklaust, hluti af hinni gömlu átakapólitík sem engu skilar. Ég hvet Ágúst Ólaf, og aðra í stjórnarandstöðunni, til að taka höndum saman með okkur í ríkisstjórninni í þeim mikilvægu verkefnum sem framundan eru.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun