Ráðherra gerir lítið úr vandræðalegri skýrslu um áhrif Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 30. janúar 2018 15:15 Niðurstöður skýrslunnar sem var lekið voru þær að Bretar muni hafa það verr efnahagslega eftir að þeir yfirgefa Evrópusambandið. Vísir/AFP Skýrsla á vegum bresku ríkisstjórnarinnar þar sem ályktað er að draga muni úr hagvexti í landinu eftir úrsögn úr Evrópusambandinu er enn í vinnslu og þarfnast mun meiri vinnu, að sögn Brexit-málaráðherrans. Efni skýrslunnar var lekið í fjölmiðla um helgina. Vefsíðan Buzzfeed sagði frá því um helgina að hagvöxtur verði minni í Bretlandi eftir að landið segir skilið við ESB, hvort sem það gerist með eða án samkomulags um framtíðarsamband við Evrópu, en af Bretar héldu sig innan samstarfsins. Vísaði vefsíðan til skýrslu sem unnin var fyrir Brexit-ráðherrann en hafði ekki verið birt opinberlega. Niðurstaða skýrslunnar er jafnframt sú að nær öll svið bresks efnahags muni líða fyrir útgönguna. Hagvöxtur verði 8% minni að fimmtán árum liðnum ef Bretar segja skilið við ESB án nokkurs samnings um viðskipti. Vöxturinn verði 5% minni semji Bretar um fríverslun við ESB og 2% minni ef Bretar halda áfram að eiga aðild að innri markaði ESB. Í öllum tilfellum var gert ráð fyrri að nýr fríverslunarsamningur yrði gerður við Bandaríkin.Taki niðurstöðuna með fyrirvaraSteve Baker, Brexit-ráðherra ríkisstjórnarinnar, segir hins vegar að skýrslan sé hvergi nærri tilbúin. Í henni hafi ekki verið lagt mat á áhrifin af sérsniðnum fríverslunarsamningi sem ríkisstjórnin aðhyllist, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Aðrir íhaldsmenn hafa einnig gert lítið úr skýrslunni. Iain Duncan Smith, þingmaður Íhaldsflokksins og útgöngusinni, segir að taka ætti niðurstöðum hennar með fyrirvara þar sem að nær allar spár um áhrif Brexit hafi reynst rangar. „Þetta er ófullkomin skýrsla sem var viljandi lekið vegna þess að hún gefur slæma niðurstöðu,“ segir Smith. Fulltrúar Verkamananflokksins krefjast þess hins vegar að skýrslan verði birt í heild sinni og efni hennar rætt á þingi. Brexit Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Skýrsla á vegum bresku ríkisstjórnarinnar þar sem ályktað er að draga muni úr hagvexti í landinu eftir úrsögn úr Evrópusambandinu er enn í vinnslu og þarfnast mun meiri vinnu, að sögn Brexit-málaráðherrans. Efni skýrslunnar var lekið í fjölmiðla um helgina. Vefsíðan Buzzfeed sagði frá því um helgina að hagvöxtur verði minni í Bretlandi eftir að landið segir skilið við ESB, hvort sem það gerist með eða án samkomulags um framtíðarsamband við Evrópu, en af Bretar héldu sig innan samstarfsins. Vísaði vefsíðan til skýrslu sem unnin var fyrir Brexit-ráðherrann en hafði ekki verið birt opinberlega. Niðurstaða skýrslunnar er jafnframt sú að nær öll svið bresks efnahags muni líða fyrir útgönguna. Hagvöxtur verði 8% minni að fimmtán árum liðnum ef Bretar segja skilið við ESB án nokkurs samnings um viðskipti. Vöxturinn verði 5% minni semji Bretar um fríverslun við ESB og 2% minni ef Bretar halda áfram að eiga aðild að innri markaði ESB. Í öllum tilfellum var gert ráð fyrri að nýr fríverslunarsamningur yrði gerður við Bandaríkin.Taki niðurstöðuna með fyrirvaraSteve Baker, Brexit-ráðherra ríkisstjórnarinnar, segir hins vegar að skýrslan sé hvergi nærri tilbúin. Í henni hafi ekki verið lagt mat á áhrifin af sérsniðnum fríverslunarsamningi sem ríkisstjórnin aðhyllist, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Aðrir íhaldsmenn hafa einnig gert lítið úr skýrslunni. Iain Duncan Smith, þingmaður Íhaldsflokksins og útgöngusinni, segir að taka ætti niðurstöðum hennar með fyrirvara þar sem að nær allar spár um áhrif Brexit hafi reynst rangar. „Þetta er ófullkomin skýrsla sem var viljandi lekið vegna þess að hún gefur slæma niðurstöðu,“ segir Smith. Fulltrúar Verkamananflokksins krefjast þess hins vegar að skýrslan verði birt í heild sinni og efni hennar rætt á þingi.
Brexit Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira