Ford Explorer GT verður 400+ hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 30. janúar 2018 13:58 Ford Explorer XLT. Framleiðsla á sjöttu kynslóð Ford Explorer mun hefjast á næsta ári og fyrstu bílarnir streyma úr verksmiðjunum um vorið. Helsta breytingin á bílnum er líklega falin í því að hann verður framhjóladrifinn og margar nýjar vélar verða í boði. Ford hyggst bjóða 4 vélargerðir og sú minnsta þeirra verður 2,3 lítra og fjögurra strokka vélin sem nú þegar er í boði í Explorer og er hún 280 hestöfl og nýtur aflaukningar frá forþjöppu. Heyrst hefur að 3,3 lítra V6 vélin sem finna má nú í Ford F-150 pallbílnum verði einnig í boði og muni leysa af hólmi núverandi 3,5 lítra V6 vél, en í F-150 bílnum er hún 290 hestöfl. Explorer mun í einni útfærslunni fást sem tengiltvinnbíll (Plug-In-Hybrid), en ekki er vitað hvað sú aflrás verður í hestöflum. Fjórða vélargerðin verður í GT útfærslu Explorer en þar mun sitja 3,0 lítra V6 vél með tveimur forþjöppum og mun hún skila eitthvað norðan megin við 400 hestöflin. Núverandi Explorer Sport er 365 hestafla svo um talsverða aflaukningu verður að ræða í þessari dýrustu gerð bílsins. Talið er líklegt að Ford muni sýna nýjan Explorer á bílasýningunni í Los Angeles seint í nóvember á þessu ári. Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent
Framleiðsla á sjöttu kynslóð Ford Explorer mun hefjast á næsta ári og fyrstu bílarnir streyma úr verksmiðjunum um vorið. Helsta breytingin á bílnum er líklega falin í því að hann verður framhjóladrifinn og margar nýjar vélar verða í boði. Ford hyggst bjóða 4 vélargerðir og sú minnsta þeirra verður 2,3 lítra og fjögurra strokka vélin sem nú þegar er í boði í Explorer og er hún 280 hestöfl og nýtur aflaukningar frá forþjöppu. Heyrst hefur að 3,3 lítra V6 vélin sem finna má nú í Ford F-150 pallbílnum verði einnig í boði og muni leysa af hólmi núverandi 3,5 lítra V6 vél, en í F-150 bílnum er hún 290 hestöfl. Explorer mun í einni útfærslunni fást sem tengiltvinnbíll (Plug-In-Hybrid), en ekki er vitað hvað sú aflrás verður í hestöflum. Fjórða vélargerðin verður í GT útfærslu Explorer en þar mun sitja 3,0 lítra V6 vél með tveimur forþjöppum og mun hún skila eitthvað norðan megin við 400 hestöflin. Núverandi Explorer Sport er 365 hestafla svo um talsverða aflaukningu verður að ræða í þessari dýrustu gerð bílsins. Talið er líklegt að Ford muni sýna nýjan Explorer á bílasýningunni í Los Angeles seint í nóvember á þessu ári.
Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent