Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. janúar 2018 13:46 Sigríður Á. Andersen segir sjálfsagt að lögregla fái tækifæri til að skoða málið. VÍSIR/ANTON BRINK Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls þar sem maður er grunaður um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. Maðurinn starfar hjá Barnavernd Reykjavíkur og var kæra lögð fram í ágúst síðastliðnum. Yfirmönnum mannsins var ekki tilkynnt um kæruna fyrr en í janúar á þessu ári. Maðurinn situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. „Ég heyri að lögreglan er að svara fyrir þetta. Það er sjálfsagt að hún fái tækifæri til að skoða málin hjá sér. Lögreglan viðurkennir að það þurfi að kafa ofan í ferlið, það kunni að vera einhver pottur brotinn,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segist harma ef mistök hafi verið gerð við rannsókn málsins en að alls séu átta starfsmenn í deildinni, þar af sex rannsóknarlögreglumenn með rúmlega 150 mál til rannsóknar. Sigríður segist ekki gefa mikið fyrir slíkar útskýringar. „Ég tel ekki að það geti útskýrt einhverskonar brotalöm í ferlinu á þessu máli. Mögulega að menn hafi ekki hafið rannsókn nógu fljótt og þá tel ég ekki að þetta geti verið skýringin,“ segir Sigríður.Brot gegn börnum eigi að vera í forgangi „Þessi mál eiga auðvitað að vera í forgang hjá lögreglunni, ef um er að ræða brot gegn börnum. Lögreglan veit það alveg og ég veit ekki betur en að hún hafi forgangsraðað þessum málum. þetta er ekki útskýring sem ég myndi sætta mig við.“ Brot mannsins gegn piltinum eiga að hafa staðið yfir í tæp sex ár eða frá árinu 2004 til 2010 eð a þegar drengurinn var á aldrinum átta til fjórtán ára. Eiga þau aðallega að hafa beinst gegn ungum pilti frá því hann var átta ára til fjórtán ára. Brotin eiga að hafa verið framin aðra hverja helgi þegar pilturinn var í umsjá mannsins en maðurinn var fenginn af fjölskyldu piltsins til að aðstoða hann enda hefur hann starfað með börnum og unglingum síðan fyrir aldamót, meðal annars sem stuðningsfulltrúi. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19 Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00 Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur segir að hún hefði viljað vita af meintum kynferðisbrotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir unglinga á vegum borgarinnar fyrr. 30. janúar 2018 06:00 Réttargæslumaður piltsins segir viðbrögð lögreglu fráleit Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður skammtímavistunar fyrir unglinga á vegum barnaverndar Reykjavíkur hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn grunaður um kynferðisbrot gegn ungum pilti og fleiri börnum. 30. janúar 2018 11:15 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls þar sem maður er grunaður um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. Maðurinn starfar hjá Barnavernd Reykjavíkur og var kæra lögð fram í ágúst síðastliðnum. Yfirmönnum mannsins var ekki tilkynnt um kæruna fyrr en í janúar á þessu ári. Maðurinn situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. „Ég heyri að lögreglan er að svara fyrir þetta. Það er sjálfsagt að hún fái tækifæri til að skoða málin hjá sér. Lögreglan viðurkennir að það þurfi að kafa ofan í ferlið, það kunni að vera einhver pottur brotinn,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segist harma ef mistök hafi verið gerð við rannsókn málsins en að alls séu átta starfsmenn í deildinni, þar af sex rannsóknarlögreglumenn með rúmlega 150 mál til rannsóknar. Sigríður segist ekki gefa mikið fyrir slíkar útskýringar. „Ég tel ekki að það geti útskýrt einhverskonar brotalöm í ferlinu á þessu máli. Mögulega að menn hafi ekki hafið rannsókn nógu fljótt og þá tel ég ekki að þetta geti verið skýringin,“ segir Sigríður.Brot gegn börnum eigi að vera í forgangi „Þessi mál eiga auðvitað að vera í forgang hjá lögreglunni, ef um er að ræða brot gegn börnum. Lögreglan veit það alveg og ég veit ekki betur en að hún hafi forgangsraðað þessum málum. þetta er ekki útskýring sem ég myndi sætta mig við.“ Brot mannsins gegn piltinum eiga að hafa staðið yfir í tæp sex ár eða frá árinu 2004 til 2010 eð a þegar drengurinn var á aldrinum átta til fjórtán ára. Eiga þau aðallega að hafa beinst gegn ungum pilti frá því hann var átta ára til fjórtán ára. Brotin eiga að hafa verið framin aðra hverja helgi þegar pilturinn var í umsjá mannsins en maðurinn var fenginn af fjölskyldu piltsins til að aðstoða hann enda hefur hann starfað með börnum og unglingum síðan fyrir aldamót, meðal annars sem stuðningsfulltrúi.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19 Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00 Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur segir að hún hefði viljað vita af meintum kynferðisbrotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir unglinga á vegum borgarinnar fyrr. 30. janúar 2018 06:00 Réttargæslumaður piltsins segir viðbrögð lögreglu fráleit Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður skammtímavistunar fyrir unglinga á vegum barnaverndar Reykjavíkur hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn grunaður um kynferðisbrot gegn ungum pilti og fleiri börnum. 30. janúar 2018 11:15 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19
Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00
Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur segir að hún hefði viljað vita af meintum kynferðisbrotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir unglinga á vegum borgarinnar fyrr. 30. janúar 2018 06:00
Réttargæslumaður piltsins segir viðbrögð lögreglu fráleit Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður skammtímavistunar fyrir unglinga á vegum barnaverndar Reykjavíkur hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn grunaður um kynferðisbrot gegn ungum pilti og fleiri börnum. 30. janúar 2018 11:15