Yfirburðasigur Liverpool í Huddersfield

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jürgen Klopp og David Wagner.
Jürgen Klopp og David Wagner. Vísir/Getty
Liverpool vann öruggan og vel verðskuldaðan sigur á Huddersfield á útivelli í kvöld.

Rauðklæddir gestirnir voru með yfirburði í leiknum strax frá fyrsta flauti. Emre Can kom þeim yfir eftir hálftíma leik þegar viðstöðulaust skot hans fann marknetið eftir viðkomu í varnarmanni Huddersfield.

Roberto Firmino tvölfaldaði svo forystuna með klóku skoti úr þröngu færi rétt fyrir leikhléið. Mohamed Salah gerði svo algjörlega út um leikinn á 78. mínútu með marki úr vítaspyrnu eftir að Philip Billing braut á Emre Can innan vítateigs.

Huddersfield sá aldrei til sólar í þessum leik. Heimamenn voru aðeins með boltann fjórðung leiktímans og áttu aðeins eina marktilraun sem hitti á ramman á meðan Liverpool setti sjö skot á markrammann.

Liverpool er með sigrinum komið í 50 stig í deildinni, en liðið situr í 4. sæti. Huddersfield er í 14. sætinu með 24 stig aðeins einu stigi frá fallsæti.





Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira